Bæjarins besta


Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 28.12.2007, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 200712 Að sameina hug og líkama Guðrún Á. Stefánsdóttir var í mörg ár áfangastjóri og námsráðgjafi við Menntaskól- ann á Ísafirði. Árið 2004 söðl- aði hún um og fór í námsleyfi sem breytti lífi hennar en þá uppgötvaði hún Rope yoga. Hún sneri aftur til starfa hjá MÍ með nýja lífsspeki í far- teskinu og hefur undanfarin tvö ár kennt Ísfirðingum að sameina hug og líkama og að beina athyglinni að meðvituðu vali – á hugsun, hegðun og líðan. „Ég fór í leyfi á mjög erfið- um tíma í skólanum og við vorum svo heppin hjónin að komast í leyfi bæði tvö og fórum suður. Ég viðurkenni það alveg að ég var niður- brotin eftir það sem á undan hafði gengið í skólanum og ég var búin að sál og líkama. Ég fór í mastersnám í náms- og starfsráðgjöf og samfara því fór ég að skoða heilsu mína og hvernig ég gæti hald- ið henni við og þá dett ég ofan á Rope yoga. Það hentaði mér svo vel og mér fannst það svo frábært að ég ákvað að fara á kennaranámskeið og flytja það með mér hingað vestur. Ég fór í þetta til að byrja með bara fyrir sjálfa mig og var ekkert með það á döfinni að verða kennari, en mig langaði bara að læra þessa hugmynda- fræði.“ -Er þetta ekki íslenskt fyrir- bæri? „Jú, það má segja að þetta sé alveg íslensk hönnun og upphafsmaður þessa er Guðni Gunnarsson sem er nýfluttur heim frá Bandaríkjunum. Hann bjó lengi út í Los Ange- les og hefur markaðssett þetta erlendis. Þegar ég var ung átti ég svona bönd eins og notuð eru í æfingunum, og notaði þau til að koma mér í form eftir fæðingar. Þá notaði mað- ur þau á annan hátt og hengdi þau á hurðasnerla. Guðni þró- aði böndin áfram og nú eru þetta bekkir með gálga og böndum, svo fór hann að þróa hugmyndafræði fyrir kerfið og notaði jógakenningar með æfingunum til þess. Hann var fyrsti einkaþjálfarinn á Íslandi og vann með kraftlyftinga- mönnum og íþróttamönnum og fór að gera sér grein fyrir að það er ekki nóg að þjálfa bara líkamann, það þarf bara svo miklu meira.“ -Þessi Guðni, er þetta lífs- þjálfarinn sem var að vinna með stjörnunum í Hollywood og var mikið talað um fyrir nokkru? „Já, það er einmitt hann, mjög skemmtilegur maður, nokkuð sérstakur, en hann fær mann til að hugsa. Ef maður segir einhverja setningu, þá svona rekur hann hana ofan í mann aftur. Hann er einskonar setningafræðilegur hugsuður. Hann er alinn upp við það að pabbi hans talaði við hann í málsháttum og klisjum og hann lærði að greina hugsun- ina á bak við það sem fólk segir. Hann er alltaf að pota í mann og fá mann til að hugsa. Ég gat sætt mig við flest af því sem hann var að kenna, svona út frá námssálarfræð- inni, en alla vega fór ég að trúa á þetta.“ -Hvernig er Rope Yoga svo uppbyggt? „Þetta er tvískipt kerfi. Ann- ars vegar fyrir líkamann og þá hjálpar það til við að auka brennslu og auka virkni sog- æðakerfisins, þetta eykur blóðflæði til kviðarins og súr- efnisupptöku í líkamanum og er talið auka upptöku næring- arefna. Svo hreinsar þetta lík- amann líka, eykur úrgangs- losun, sem þýðir að maður þarf oft meira á salernið eftir æfingarnar. Svo eykur þetta orku mikið, fólk kemur mjög þreytt í æfingarnar og fer end- urnært út. Síðast en ekki síst þá verður maður miklu liðugri og styrkist og eflist. Ég trúi svo sannarlega á þetta kerfi og svo finnst mér þetta bara skemmtilegt. Hinsvegar er þetta kerfi fyrir hugann og snýst um að þú ræktir þig, og þú ert það sem þú hugsar. Þú berð ábyrgð á hugsunum þín- um og átt ekki að láta ýta á hnappana á þér og bregðast við því, eins og mér fannst ég vera orðin. Það var það sem ég tók í gegn hjá mér; ég vel líðan mína og læt ekki aðra ýta á mig og bíð eftir viðbrögð- unum. Þetta er það sem ég hef lært og reyni að koma til skila til nemenda minna.“ Lífsheimspekin að baki kerfinu „Þetta er sjö þrepa kerfi sem er í hnotskurn lífsheimspeki. Við stjórnum sjálf, við erum eigin gerendur.Fyrsta þrepið er að vakna til vitundar og það er gert í gegnum líkams- ræktarkerfið. Þú lærir að vera til staðar, fylgjast með því sem þú gerir og hvernig vöðvarnir vinna. Þetta er eins og inn- hverf íhugun, en er samt í gegnum skynjun á líkaman- um. Það er svipuð öndunar- tækni og í jóga; þindaröndun, inn og út um nefið, og hver tími byrjar með slökun þar sem ég spila leiðbeiningar frá Guðna af geisladiski, svo er farið í æfingarnar og svo end- að í slökun. Þetta tekur rúman klukkutíma og gefur mikla vellíðan. Það er misjafnt hversu vel fólk tekur við, eins og með annað. Sumir líta á þetta sem líkamsrækt, aðrir líta á þetta sem bæði líkams- rækt og hugrækt. Þetta fer eig- inlega eftir því hvað fólk er tilbúið að taka við. Næsta þrep er að vera ábyrgur. Þú berð ábyrgð á því hvernig þér líður. Þriðja þrepið er ásetningur, eða að setja sér markmið. Það doktorsritgerð. Ég skoðaði viðhorf þeirra til námsvals og hvort starfshugsun unglinga væri ólík eftir búsetu. Niður- stöðurnar komu ekkert á óvart, krakkar á landsbyggðinni hugsa öðruvísi um störf, vita meira um þau og þekkja fleiri störf betur, og sérstaklega verkamanna- eða verktengd störf.“ -Þú ert byrjuð aftur í náms- ráðgjöfinni? „Já, ég kom aftur, eftir leyf- ið 2005. Við hjónin vorum búin að taka ákvörðun um að koma ekki aftur en skiptum um skoðun. Rope yoga bjarg- aði mér þó alveg þennan vetur. En daginn áður en skólameist- ari tilkynnti um starfslok sín var ég þó búin að skrifa upp- sagnarbréfið, sem ég sendi svo aldrei. Þá var ég búin að taka ákvörðun um að ég ætlaði að hætta við skólann. Var jafnvel að hugsa um að skipta alveg um starfsvettvang og opna stóra heilsuræktarstöð. En það varð aldrei neitt af því, eins og raun ber vitni.“ -Breytti Rope yogað nálgun þinni að námsráðgjöf? „Ég hef breyst bæði sem námsráðgjafi og persónulega. Ég veit núna að maður getur breytt sér og tekist á við sjálfan sig og komið hlutunum í verk. En þetta er nú alltaf basl, ég er ekki komin með neina hug- ljómun! Í hversdagslífinu er maður í sífelldu ströggli við sjálfan sig. Á ég að láta ein- hvern fara í taugarnar á mér, eða á ég að velja að þetta skipti ekki máli og láta mér líða vel? Við erum það sem við hugs- um. Þess vegna er mikilvægt að hugsa jákvætt og upp- byggilega. Ég hafði líka fag- lega mjög gott af því að fara í námsleyfið, og það ættu allir kennarar að eiga kosta á þessu. Þeir sem fara í svona koma alltaf endurnærðir til baka.“ -Hvernig er skólinn í dag? Svona miðað við allt sem er búið að ganga á. „Skólinn er breyttur. Þetta var allt mjög erfitt. En við fengum hana Ingibjörgu Guð- mundsdóttur skólameistara úr Kvennó í fyrravetur og ég hef sagt að hún hafi verið heilarinn okkar því mér finnst bara al- veg jafn gott að vinna í þessum skóla og það var áður. Það er engin úlfúð innan kennara- hópsins, maður veit náttúru- lega ekki hvað hver og einn er að hugsa, en mér finnst allir vera góðir, að minnsta kosti hver við annan. Mér líst vel á stjórnendur í dag, Jón Reynir hefur mikla reynslu og hann hefur tvær kröftugar konur sér til aðstoðar, Friðgerði Ómars- dóttur, áfangastjóra og Hildi Halldórsdóttur, aðstoðarskóla- meistara. Þetta er gott teymi sem er að gera góða hluti í skólastarfinu og er ég vongóð um framtíð skólans.“ – sigridur@bb.is getur verið t.d. markmiðið að mæta alltaf í Rope yoga og það þarf að vinna að því mark- miði. Trúfestustigið er næst og þá snýst það um að standa við samninginn sem þú gerir við sjálfan þig. Þú ástundar það sem þú ætlar þér að gera. Svo ferðu yfir í að leyfa þér framgang, trúa því að þú getir. Þetta passar svo vel við náms- sálarfræði sem ég hef verið að vinna við í skólanum, að þú hafir alltaf val: Ætlarðu að gera þetta eða ætlarðu ekki að gera þetta? Og þessi hug- myndafræði hentaði mér sem námsráðgjafa vel. Síðustu þrepin eru innsæi, þar sem maður fer að sjá hlutina eins og þeir raunverulega eru að öllum hinum þrepunum und- angengnum og þakklæti sem er takmarkið og þá er maður eiginlega uppljómaður.“ -Hefurðu eitthvað nýtt þessa hugmyndafræði í námsráð- gjöfinni? „Já, ég hef nýtt þetta svo mikið, þetta er mjög svipað og það sem ég hafði stundað áður, en nú er þetta orðið dýpra og persónulegra. Ég tala mikið við nemendur um að hugsa hvað þau vilji og ef þau vilja það, þá geri þau það. Ef þú vilt þetta ekki í raun og veru, þá finnurðu bara afsökun til að sleppa því að gera hlutinn. Ég reyni að fá þau til að skynja sig sjálf.“ -Segðu mér aðeins frá nám- skeiðunum. Varstu ekki í Ljóninu til að byrja með? „Jú, ég byrjaði þar í nóvem- ber 2005, og ég er því á þriðja vetri í kennslu en er núna með aðstöðu hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða í Íshúsinu enda passar þessi starfsemi vel sam- an. Mér fannst nú til að byrja með svolítið leiðinlegt að þurfa að vera í einhverjum bissness, að rukka fólk. Fannst það einhvern veginn svo frá- leitt. En mig langaði að færa Ísfirðingum þetta, af því mér leið svo vel í þessu. Ég komst loks yfir þessa hindrun þó ég sé nú ekkert hörð í rukkunum, fæ svona rétt fyrir húsaleigu og skattinum og smá umfram það. Í vor var ég farin að vinna meira og var að klára masters- verkefnið mitt og núna er ég bara með tvo hópa, hafði ekki þrek í meira svona ein. Tengda- dóttir mín, Guðbjörg Gísla- dóttir, hefur verið hjá mér og ástundað Rope Yoga frá því ég kom og hún fór á kennara- námskeið um daginn og kem- ur inn í starfsemina hjá mér. Ég er alltaf með 20 manns á biðlista til að komast á nám- skeið og er núna tvisvar og þrisvar í viku, semsagt mánu- daga, miðvikudaga og föstu- daga með tvo hópa, en var með fleiri.“ Golfsveiflan batnaði -Hefur þetta yngt þig upp? „Já, ég held það. Ég er end- urnærð á líkama og sál og svo hefur þetta jákvæð áhrif á golf- ið mitt! Það er akkúrat verið að vinna með þessa kviðvöðva og kjarnann sem er svo mikil- vægt að sé í lagi fyrir sveifl- una. Ég slæ lengra og er nátt- úrulega ekkert óánægð með þau aukaáhrif. Ég hef nú ekki reynt að markaðssetja þetta sérstaklega fyrir golfara en benti þeim sem eru að kenna þetta fyrir sunnan á þessi áhrif sem þetta hefur á mig.“ -Þú sagðir mér að það væru nánast bara konur hjá þér, henta þessar æfingar ekki fyrir karlmenn líka? „Í fyrra byrjuðu þrír karl- menn. Tryggvi, maðurinn minn, var slæmur í hnjánum, slitinn eftir fótboltann, og tal- aði um í fyrra að hann gæti ekki spilað badminton lengur. Ég segi honum að kíkja í Rope yoga til mín og hann er ennþá og segir þetta bjarga sér í bad- mintoninu. Í Reykjavík eru margir karlmenn sem ástunda Rope Yoga. Þetta styrkir vöðv- ana, en gefur ekkert endilega six-pack á magann og er ekki beint ætlað sem megrunar- tæki. Um leið og þú ferð að ástunda þetta hugræna líka ferðu ósjálfrátt að hugsa betur um líkamann og hvað þú setur ofan í þig. Guðni segir t.d. að maður eigi að borða sér til blessunar en ekki bölvunar, njóta matarins og ekki fá sam- viskubit því þá er maður að skapa einhverjar „klemmur“ í sér. Mikivægt er að njóta mat- arins.“ Námsráðgjöfin og starfið í MÍ -Hvað varstu að rannsaka í mastersnáminu þínu? „Ég gekk inn í rannsókn hjá Dr. Guðbjörgu Vilhjálms- dóttur, en hún rannsakaði við- horf nemenda í 10. bekk í sinni Guðrún Á. Stefánsdóttir ásamt nemendum sínum í Rope yoga.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.