Iðnaðarmál - 01.06.1954, Qupperneq 11
Or vélasal prjónadeildar Fataverksmiðjunnar Heklu.
ER AÐ HEFJAST ÚTFLUTN-
INGUR Á PRJONLESVÖRUM
ÚR ÍSLENZKRI ULL ?
Fataverksmiðjan Hekla á Akureyri, eign SIS, hefur gert lofsamlega
tilraun með að flytja út prjónlesvörur úr óblandaðri, íslenzkri ull. Fram-
kvæmdastjóri Heklu er Asgrfmur Stefánsson, og hefur hann að undanförnu
unnið að þvf af miklum dugnaði að gera þessa tilraun framkvæmanlega með
þvf að fullkomna vélakost verksmiðjunnar, bæta vinnuaðferðir og stuðla að
strangri vöruvöndun.
Er Iðnaðarmál leituðu frétta um
árangur af tilrauninni og horfur á
frekari útflutningi, vildi Asgrfmur
sem minnst um þessi mál ræða,
taldi það ekki tfmabært, meðan þau
væru á tilraunastigi. Hann kvaðst
bfða með eftirvæntingu eftir að heyra,
hvernigþær vörur seldust, er fluttar
voru út f haust, en þær fóru aðallega
til F innlands og eru fyr sti útflutningur
verksmiðjunnar, að verðmæti um 80
eða 90 þúsund krónur.
"Sjálfur er ég bjartsýnn á, að
takast megi að gera íslenzka prjón-
lesvöru úr okkar eigin ull að útflutn-
ingsvöru. Enfyrsta skilyrði til þess,
að svo megi verða, er alhliða
vöruvöndun og strangt gæðamat á
framleiðslunni. Arangurinnaf þeirri
tilraun, sem nú er hafin, veltur á
þvf, hvernig vörurnar reynast
kaupendum og að unnt sé að fullnægja
kröfum þeirra, bæði um endingu,
útlit og skjól. Og fljótgert er að
eyðileggja markað, sem er að
skapast, ef mistök verða f þessum
efnum og meira hugsað um stundar-
hagnað en vöruvöndun, sem er
hornsteinn alls iðnaðar."
Þannig fórust forstjóranum orð,
og erum vér honum sammála og
væntum þess fastlega, að hann verði
ekkifyrir vonbrigðum. Það á aðvera
takmark Islendinga að vinna úr hrá-
efnumsínum í landinu semverðmæt-
astar útflutningsvörur, m. a. úr
ullinni okkar. Iðnaðarmálastofnun
íslands vill styðjaalla, sem aðþessu
marki vinna, með ráðum og dáð.
(Stálskipasmíði, framhald af 6. bls.)
"Nýlega byrjaði Stálsmiðjan á öðru skipi sínu, og er það
varðskip og björgunarskúta Norðurlands. Mun Landssmiðjan
koma vélum fyrir f því skipi og sjá um innréttingu.
Aðalverkefni í nýsmiði hér á landi verður þó vafalaust
smiði fiskiskipa, togara, fiskibáta og nótabáta. Smíðaði Lands-
smiðjan á s.l. sumri nokkra nótabáta. Er sjálfsagt að koma á
náinni samvinnu milli skipasmíðastöðvanna og útgerðarmanna,
og má þá vafalaust smíða skip, sem hæfa betur íslenzkum stað-
háttum en skip, sem keypt eru erlendis frá."
Hvaða kosti teljið þér helzt, að stálskip
hafi fram yfir tréskip, og hversu lítil stálskip
mun gerlegt að smfða ?
"Menngreinir á um það, hver séminnstastærð skipa, sem
hentugra sé að smiða úr stáli en tré. Mjög hefur reynzt erfitt
undanfarinár að útvegagott efni f tréskip, og er viðhald tréskipa
alvarlegt vandamál, m.a. vegna þurrafúa, sem borið hefur á í
allmörgum skipum. Verði ekki unnt að ráða bót á þessu vanda-
máli, er helztalausninað smfðaskipin úrstáli. Kostur stálskipa
er einnig sá, að þau eru rúmbetri, miðað við sömu utanmál.
Benda má einnig á, að flutningskostnaður á efni hingað til lands
verður tiltölulega minni f stálskip en tréskip."
Um leið og vér þökkum yf ir ver kf r æ ðingi
Stálsmiðjunnar fyrir greið svör og góðar mót-
tökur, bætir hann við:
"I náinni framtíð verða skipaviðgerðir meginþáttur f
starfsemi skipasmfðastöðva hér, og verður þvf að skipuleggja
þær í samræmi við það. En fullkomin lausn þessara vandamála
fæst ekki, fyrr en fullkomnar skipasmíða- og viðgerðastöðvar
hafa verið reistar, sem fullnægja öllum kröfum nútímatækni."
ERU LÍKUR TIL.AÐ UNNT SÉ
AÐ FRAMLEIÐA HÉR Á LANDI
VÉLAR TIL ÚTFLUTNINGS ?
Iðnaðarmál hafa átt tal við forstjóra Landssmiðj-
unnar, Jóhannes Zoéga, vegnasöluáfiskimjölsverksmiðju
til Færeyja og beðið hann að láta álit sitt í ljós um líkur
til útflutnings ávélum og tækjum, framleiddum álslandi.
Varð hannfúslega viðþessum tilmælum, og fara ummæli
hans hér á eftir.
Undanfarin ár hefur Landssmiðjan smfðað nokkrar
fiskimjölsverksmiðjur. Aðallega eru það tvær stærðir,
sem vinna 250 og 500 kg af mjöli á klst. I hrávinnslu,
þ.e. án suðu og pressunar á hráefninu. Eru verksmiðjur
þessar nú um 15 að meðtöldum þeim, sem enn eru f
smfðum. Auk þess er í smíðum verksmiðja fyrir um
1000 kg mjölvinnslu á klst.
I októbermánuði síðastliðnum var ein verksmiðja af
minnstu gerð seld til Færeyja. Mun þarvera um að ræða
fyrstaútflutning véla, sem smfðaðar eruhér álandi, svo
að vitað sé.
Ekki er auðvelt að spá neinu um áframhald á véla-
útflutningi héðan. Benda má þó á nokkur atriði sem
grundvöll fyrir útflutningi og raunar framleiðslu véla
yfirleitt.
8
IÐNAÐARMAL