Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 10

Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Kallar á skýra stefnumótun Finnbogi Svein- björnsson, formaður Verkalýðsfélags Vest- firðinga, ber þungar áhyggjur af efnahags- aðstæðum í landinu sem koma hart niður á vinnumarkaðinum. Þetta upplýsti hann þegar Bæjarins besta hafði samband við hann og spurði um álit hans og horfur næstu mánuði. Þrátt fyrir ófremdarástand segist Finnbogi reyna að vera bjartsýnn og horfa á jákvæðu hlutina. Mik- ilvægt sé þó að vera raunsær og afla sér þeirra upplýsinga sem í boði eru og hvetur hann almenning í land- inu til að kynna sér réttarstöðu sína. fjórðungnum. „Þó hér sé verið að tala um að atvinnuleysi sé lægst á Vestfjörð- um miðað við annars á landinu verða menn að athuga að hér hefur atvinnuleysi fimmfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Við erum að sjá töluna 82 á atvinnu- leysisskrá sem var 16-17 ein- staklingar í janúar í fyrra. Það er því gríðarleg fjölgun og 3-4 ein- staklingar bætast við vikulega. Við höfum verið það lánsöm á Vestfjörðum að ekki hefur komið til stóruppsagna í fjórðungnum. Ein hópuppsögn hefur verið vegna bankakrísunnar og því munu um 12 einstaklingar úr því fyrirtæki bætast við tölu atvinnu- lausra um næstu mánaðamót, þannig að við Vestfirðingar sjá- um brátt þriggja stafa tölu á at- vinnuleysisskránni, það er fjöldi sem hefur ekki sést hér mjög lengi. Ástæða lítils atvinnuleysis á Vestfjörðum undanfarin ár er að atvinnuleysið hefur flutt úr fjórðungnum og fengið vinnu þar sem þenslan hefur verið. En nú upplifum það frekar að fólk er að flytja heim aftur til Vestfjarða en því miður getum við ekki boðið þeim þau störf sem við gjarnan hefðum viljað.“ – Samkvæmt Finnboga voru miklar vonir bundnar við störf Vestfjarðanefndarinnar en þær vonir virðast að mestu brostnar hvað störfin varðar. „ Mjög gott starf var unnið við gerð Vestfjarðaskýrslunnar, „Ég hef mestar áhyggjur af því sem ég kalla stefnuleysi í aðgerðum. Mikið er talað um það sem þegar hefur verið gert og er liðið en því fáum við ekki breytt úr þessu. En þessi staða hefur horft við okkur í rúma fjóra mánuði og lítil stefnumörkun er framundan. Allavega eftir því sem maður best veit en ef annað er uppi á teningnum þá er maður ekki upplýstur um það. Maður er því ekki alltof bjartsýnn. Ég hef sérstakar áhyggjur af einu atriði sem virðist því miður vera að færast í aukana, en það er birgða- söfnun í sjávarafurðum. Það er áhyggjuefni þar sem við höfum horft mest til þess að leysa hluta vanda okkar með sölu sjávaraf- urða og treyst á að örugg vinna væri þar. Sömuleiðis höfum við kallað eftir auknum veiðiheim- ildum í þeim tilgangi að styðja við atvinnu í veiðum og vinnslu. Þær eru nú orðnar að veruleika sem ber að fagna, þannig að við skulum vona að ekki verði áfram- hald á sölutregðu sjávarafurða og sjávarfang bjargi okkur eina ferðina enn út úr ógöngum þrátt fyrir að ákveðin óvissa sé um sölu afurðanna.“ Áríðandi að standa við loforð Vestfjarða- skýrslunnar – Finnbogi hefur miklar áhyggj- ur af aukningu á atvinnuleysi í en því miður hafa þeir sem áttu að efna loforð um störf sem þar voru gefin ekki staðið við sitt. Þar af leiðandi höfum við ekki séð nema hluta af þeim 85 störf- um sem þar var lofað þrátt fyrir að komið sé vel á annað ár síðan skýrslan var kynnt fyrir Vestfirð- ingum.“ – Væri ástandið þá annað ef Vestfjarðaskýrslan hefði gengið betur eftir? „Við værum kannski að horfa á aðeins breytt landslag í atvinnu- málum“, segir Finnbogi og bætir við: „Ég verð að segja fyrir mína parta að það er mikið áhyggjuefni ef ríkið og sveitarfélög ætla al- gjörlega að halda að sér höndum í framkvæmdum. Ég geri mér fulla grein fyrir því að fram- kvæmdafé er af skornum skammti og erfitt að nálgast hagstætt láns- fjármagn eins og staðan er í dag, en ef báðir þessir aðilar ætla að skerða hluta af sínum tekjustofni þá vitanlega verður reksturinn enn erfiðari. En með því að skrúfa nánast fyrir framkvæmdir og skera niður í þjónustu dragast tekjur líka saman með enn alvar- legri afleiðingum en ef bætt hefði verið í. Ég vill helst ekki vera einn af þeim sem segir eftir á: „Ég sagði þér það“, en árin 2005-07 varaði verkalýðshreyfingin við því að ríki og sveitarfélög tækju þátt í þeirri þenslu sem þá var í gangi, og ráðlögðu þeim frekar að eiga þær framkvæmdir til góða þegar draga myndi úr mestu þenslunni á vinnumarkaði, en fyrirsjáanlegt var að það yrði í lok árs 2007. Það hefði verið gott að eiga þær framkvæmdir uppi í erminni núna, þótt illmögulegt sé að spá hvernig þetta breytta landslag eftir fall bankanna hefði lagst á þær framkvæmdir.“ Furðar sig á himin- háum stýrivöxtum „Rétt eins og almenningur kallar maður eftir upplýsingum um stefnumótun í aðgerðum, þannig að ekki sé verið að prófa sig áfram til að finna út hvað virkar og hvað ekki, heldur verði að reyna sjá fleiri leiki fram í tímann. Spurning hvort menn ættu að fá skákmenn með sér í lið sem vanir eru að sjá leiki langt fram í tímann. Það má líkja þessu við mann sem er sleginn niður en þegar hann stendur aftur upp þá er enginn stjórn á líkaman- um, stefnan er handahófskennd og stórvarasöm en afleiðingarnar bitna á okkur hinum“, segir Finn- bogi og reynir að slá á létta strengi. „Ég veit ekki hvort verið sé að nota Evrópusambandsumræðuna til þess að svæfa ástandið sem ríkir hjá okkur í raun og veru. Mér finnst það a.m.k. skrítið að verið sé að keyra Evrópuumræð- una í gang að fullu þegar það þarf að taka af festu á öðrum málum hér heima einmitt núna. Að sjálfsögðu þarf að fjalla vel um Evrópumálin frá öllum hlið- um. Ég dreg ekki dul á að það þurfi að vera upplýst umræða um þau mál en það eru í fyrsta lagi tvö-þrjú ár þangað til við yrðum tekin inn í sambandið. Síðan er vitað að við komumst ekki inn í myntsambandið hjá ESB fyrr en við erum komin með fjármál okkar á hreint þ.e. lág verðbólga ríkissjóður skuldlaus og festu í fjármálum þjóðarbús- ins. Við núverandi aðstæður er það mitt mat að þar bætist við enn lengri tími að óbreyttu. Eitt af því sem ég tel að myndi strax skila einhverju til baka til okkar er það sem við í verkalýðs- hreyfingunni gagnrýndum mjög í haust sem er þetta gríðarlega háa stýrivaxtarstig á Íslandi. Við erum með 16-17% hærri stýri- vexti hér heldur en í nágranna- löndum okkar. Það er ekki til að hvetja fyrirtæki áfram eða auð- velda þeim rekstur. Þar af leið- andi hljóta þau að draga saman og segja upp fólki. Ég get ekki sagt annað en að mér finnist vera tekinn skakkur póll í hæðina hvað þetta varðar. Eins var talað um það í haust að við myndum reyna auka fram- leiðslu á innanlandsmarkaði til útflutnings en við vitum vel að kreppan er á fleiri stöðum en á Íslandi og ekki síður að koma illa við menn annars staðar þann- ig að það er ekki sjálfgefið að þeir hafi bankafyrirgreiðslu til að kaupa íslenska framleiðslu

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.