Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 20

Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Umrót og uppnám Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar smáar Óska eftir búsáhöldum fyrir lítinn pening eða ókeypis. Uppl. í síma 772 0619. Leitum að barnapíu fyrir dótt- ur okkar á morgnana á virkum dögum. Uppl. í síma 616 9404 eða á jacobkasper@gmail.com. Þorrablót Grunnvíkingafélags- ins verður haldið 14. febrúar. Kaupi bíla til niðurrifs. Uppl. í síma 825 2173. Til leigu er 2ja herb. íbúð á Engjavegi á Ísafirði. Upplýs- ingar í síma 820 8284. Átt þú skauta í geymslunni? Óska eftir að kaupa skauta nr. 30 og nr. 40. Upplýsingar í síma 899 0773. Ragnar Jakobsson bátasmiður í Bolungarvík er að gera upp 90 ára gamlan bát sem ber heitið Lóa og var smíðaður á Ísafirði árið 1920. Er þetta tíundi báturinn sem Ragnar endurgerir og smíðar í upprunalegri mynd en hina níu gerði hann upp fyrir Þjóðminja- safnið og Byggðasafn Vestfjarða. Báturinn var sennilega smíðaður af Jóhanni Bárðarsyni að sögn Ragnars og var honum siglt til Þaralátursfjarðar á Hornströnd- um árið 1944 og gerður þar út til kaupstaðarferða til Norðurfjarðar og var það Guðmundur (Þari) Guðjónsson sem þá átti bátinn. Árið 1946 keyptu þeir Vil- mundur og Bergmundur Jónas- synir bátinn og gerðu hann út frá Bolungarvík á Ströndum og not- uðu hann til fiskveiða og til að draga rekann, en einnig fara þeir í póstferðir til Látravíkur á Horn- bjargi til Óskars Aðaðsteinssonar sem þá var vitavörður. Vilmundur og Bergmundur fluttu til Bolungarvíkur með fjöl- skyldur sínar árið 1949 og Lóan fylgdi þeim yfir Djúpið. Gunnar Júl keypti þá bátinn og réri til fiskjar í nokkur ár en síðan festi Kristján Þorleifsson og bróðir hans kaup á bátnum og sóttu á miðin eins oft og gaf. Ragnar Jakobsson eignaðist síðan bátinn og hefur verið að dunda sér við að gera hann upp með bróður sinn Guðmund Jak- obsson sér til aðstoðar. Ragnar vinnur reyndar við endurgerð bátsins alla daga nema sunnu- daga svo verkið vinnst þokka- lega. Hann stefnir á að fara með bátinn til Reykjarfjarðar þegar hann hefur lokið við endursmíði hans en þar mun báturinn fá aftur sitt gamla hlutverk við að draga reka að landi og veiða vorkópinn. Einnig ætlar Ragnar að flytja ferðafólk yfir jökulána í Reykja- firði en hún er í vexti vegna leysinga í jöklinum og því lag að nýta traustan og góðan bát sem Lóu til að ferja þá sem heimsækja Reykjafjörð á Ströndum yfir fossa og flúðir hvítflissandi jök- ulárinnar. – thelma@bb.is Endurgerir 90 ára gamla Lóu Ragnar Jakobsson. Undir lok janúar 2009 má segja að umrót og uppnám ríki á Íslandi. Það er engu líkt sem áður hefur gerst. Æpandi og gól- andi fólk ræðst að húsi Alþingis, kastar grjóti í lögreglumenn, styrkir Bónus með eggjakaupum og kastar þeim í laganna verði og reynir að kveikja í þessu gamla húsi. Hvorki gúttóslagurinn 1934 né árásin á Alþingi 30. mars 1949 voru neitt í líkingu við það sem gerst hefur undanfarna daga. Því dag eftir dag hafa mótmæli staðið með skrílslátum og árásum á bíl forsætisráðherra þar á meðal. Ljóst má vera að ástandið er óvenjulegt og almenningur er óánægður með stöðu þjóðmála. Nú er mótmælt dag eftir dag og stundum fram á nætur. Lögreglan hefur staðið í ströngu og um- boðsmaður þeirra og hagsmunagætandi, sem einnig situr á alþingi, er um leið formaður BSRB og þar af leiðandi sá sem ætti sérstaklega að gæta að því hvernig að lögreglunni er búið, hefur látið sér í léttu rúmi liggja hvernig mótmælendur sem hann hefur stutt hafa komið fram við lögreglumenn við skyldu- störf. Ástand þjóðarbúsins er grafalvarlegt. Skuldir hlaðast upp. Reynt er bjarga Íslandi á flot með lánum frá erlendum ríkjum og lánum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem lánar til viðbótar með ákveðnum skilyrðum. Kostir Íslands eru ekki margir. Því sérkennilegra er að Vinstri grænir skuli hafa talað um að skila lánum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem voru skilyrði þess að önnur ríki lánuðu Íslandi fé. Nú stefnir í kosningar og loks sjást breytingar. En þær kosta. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði af sér embætti á sunnudaginn, sama gerði stjórn Fjármálaeftirlitsins en forstjórinn fær rúmar 20 milljónir fyrir að hætta. Ekki er hægt að segja að mikli ábyrgð sé fólgin í því. Það minnir helst á bankana og framferði þeirra fyrir hrun. Menn eru borgaðir út með stórfé. Eitt er ólíkt. Nú er um almannafé að ræða. Það hlýtur að heyrast hljóð úr horni. Löglegt en siðlasut var eitt sinn sagt. Aldrei hefur riðið meira á en nú að fara vel með almannafé. Ríkisstjórnin er völt og krafa mótmælenda hefur verið að forstjórinn færi frá sem og stjórn Seðlabankans, þótt oftast hafi það verið persónugert í Davíð Oddssyni. Báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar eiga við veikindi að stríða og eru þeim send- ar hlýjar óskir um bata. Einn enn ætti að segja af sér, Ögmundur Jónasson, er gleymdi lögreglumönnunum. Þeir eru umbjóðendur hans. En það mun ekki gerast. Meðan alþingismenn eru ekki sjálfum sér sam- kvæmir gerist fátt. Nú ríður hins vegar á að starfhæf ríkisstjórn sitji, sem vinnur ötullega að hagsmunum almennings, sem borgar á endanum brúsann. Hún þarf líka að segja almenningi hvað hún er að gera og ætlar að gera. Það er brýnt. „Einn spilastokkur eða 52 einstaklingar,“ segir sr. Magnús Erlingsson, að- spurður fjölda einstaklinga sem fermast í Ísafjarðar- prestakalli í ár. Er þetta sami fjöldi og fermdist í fyrra að sögn Magnúsar. 3.555 ein- staklingar búa í Ísafjarðar- prestakalli líkt og árið á und- an. Að sögn Valdimars Hreiðarssonar, sóknarprests á Suðureyri, fermast sex börn á Suðureyri og fimm í Súðavík. Fjórir fermast í Holti í Önundarfirði. Fimmtíu fermast á Ísafirði

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.