Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 14

Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Fjögur tilboð bárust í vél- og stjórnbúnað Mjólkárvirkj- unar. Tilboðin bárust frá Orkuveri ehf., / GHE Hydro En- ergy sem buðu kr. 679.964.408., Andritz Hydro GmbH sem bauð kr. 720.536.425., Smith & Norland / Kössler sem buðu kr. 1.114.084.375 og frá Rafeyri – Gügler sem buðu kr. 1.316.654.688. Tilboðsfjárhæðirnar eru hámarksverð, miðað við að stærsti mögulegi pakki verði keyptur, þ.e. stærri út- gáfa af vél 1, svokölluð Mjólká III og IV og ný vél II. Á næstu vikum verður gerður samanburður á tilboðum og hagkvæm- ni hvers virkjunarkosts fyrir sig þar sem verkkostnaði er bætt við. Þá fyrst verður hægt að taka endanlega ákvörðun. Tilboð opnuð í nýjan vél- og stjórnbúnað í Mjólká Ferðaþjónustan í Heydal í Mjóafirði hlaut nýlega, ásamt fjórum öðrum gististöðum Ferðaþjónustu bænda, viður- kenningu fyrir frábæra þjónustu sumarið 2008. Viðurkenn- ingin er veitt í tengslum við gæðaverkefnið „Gerum góða gistingu betri“ á vegum Ferðaþjónustu bænda og Better Business. Verkefnið fólst í því að þrisvar yfir sumarið kom „leynigestur“ sem gisti, borðaði og tók staðinn út samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum. Niðurstöðurnar voru kynntar hverju fyrirtæki fyrir sig á netinu mánaðarlega svo tækifæri gæfist til að bæta þjónustu. Frá þessu var greint á vef ferða- þjóna á Vestfjörðum. Fengu viðurkenningu fyrir góða þjónustu Utanríkisráðuneytið hefur auglýst eftir þremur þýðendum til starfa í nýju útibúi þýðingamiðstöðvar sem tekur til starfa á Ísafirði í byrjun apríl. Ráðuneytið hefur einnig auglýst eft- ir þremur þýðendum til viðbótar til starfa á landsbyggðinni, en endanleg staðsetning verður ákveðin með tilliti til umsækj- enda og skilyrða fyrir fjarvinnu. Öll störfin falla undir kjarasamning fjármálaráðherra og Félags háskólamennt- aðra starfsmanna stjórnarráðsins. Ráðuneytið gerir kröfur til umsækjenda að þeir hafi háskólamenntun, staðgóða þekk- ingu í íslensku og ensku, reynslu af þýðingum, samskiptalip- urð, góða framkomu og gott tölvulæsi. Þrjú ný störf við þýðingar á Ísafirði Vinnsla hjá Fiskvinnslunni Íslandssögu á Suðureyri hefur aukist síðastliðin misseri að sögn Óðins Gestssonar, fram- kvæmdastjóra. Vinnslan afkastar um 20 tonnum af þorski og ýsu á dag en 75 manns starfa við vinnsluna, sem er nokk- ur fjölgun frá því í desember. Að sögn Óðins gengur vel að selja afurðirnar en þó finni þeir fyrir því að salan sé að minnka. Hann segist mjög ánægður með aukningu þorsk- kvótans því 60-70 tonn bætast við aflaheimildir fyrirtækisins. Vinnslan vann úr 4700 tonnum í fyrra og var verðmæti þeirra einn og hálfur milljarður. Hann segist finna fyrir auknum fyrirspurnum um atvinnu hjá fyrirtækinu og eru þær aðallega frá Íslendingum víðs vegar að af landinu. Aukin vinnsla hjá Ís- landssögu á Suðureyri Styttri viðbragðstími frá Skeiði en eyrinni Öflug grunngerð forsenda fyr- ir atvinnuþróun í Ísafjarðarbæ Bættar samgöngur, aukinn fjöldi fagfólks samhliða þróun nýrra atvinnutækifæra í Ísafjarð- arbæ og styrkingu þeirra atvinnu- greina sem nú þegar eru á svæð- inu eru forsendur fyrir jákvæðri uppbyggingu. Þetta kemur fram í drögum að drögum aðalskipu- lagi Ísafjarðarbæjar sem kynnt er á vef sveitarfélagsins. Eitt af viðfangsefnum aðalskipulags er að marka stefnu sem tryggir rekstrarumhverfi fyrirtækja og styrkir þannig möguleika á þróun og vexti atvinnulífs. Byggðaþró- un, samgöngur, skipulag at- vinnusvæða og öflug samfélags- vitund eru þættir sem spila þar stórt hlutverk. „Allir kjarnar Ísafjarðarbæjar hafa sterka sögu og sérstöðu sem ætti að nýta. Sérstaða hvers kjarna er talsverð og bæirnir ein- kennast af frumkvæði og einka- framtaki sem hefur markað spor í söguna á mismunandi hátt“, segir í greinargerð með aðal- skipulaginu. Öflug grunngerð er alger for- senda fyrir atvinnuþróun á svæð- inu. Samgöngur og veitukerfi á svæðinu hafa ekki staðist saman- burð við mörg önnur landsvæði. Þetta hefur haft neikvæð áhrif á atvinnulífi vegna hás flutnings- kostnaðar fyrir framleiðslu- og þjónustugreinar, og laks afhend- ingaröryggis afurða í framleið- slugreinum. Auk þess hefur ferðaþjónustan mátt líða fyrir ímynd lélegs vegakerfis. Núverandi staða í atvinnumál- um einkennist af samdrætti í greinum sem snerta sjávarútveg, fiskvinnslu og iðnað. Breytingar hafa einnig orðið í landbúnaði og störfum þar hefur fækkað. Samgöngur eru erfiðar og upp- bygging vegakerfis hefur ekki fylgt sama hraða og í öðrum landshlutum. Atvinnusvæði inn- an fjórðungsins er ekki samfellt og flutningskostnaður hár innan hans og til annarra landshluta. Samfara samdrætti í sjávarút- vegi hefur fjölbreytni og nýsköp- un aukist í öðrum greinum. At- vinnugreinar geta styrkt hver aðra þó sumar eigi nánast enga sam- leið. Ferðaþjónusta og atvinnu- greinar tengdar henni eru vax- andi, sérstaklega á allra síðustu árum. Við uppbyggingu atvinnu- tækifæra við ferðaþjónustu und- anfarið hefur gjarnan verið litið til gamalla hefða og tíma. Staðbundið háskólanám og háskólasamfélag á Ísafirði hefur vaxið undanfarin ár og uppbygg- ing í tengslum við það m.a. með afleiddum störfum er mikil, á þessu er hægt að byggja enn frekar. Gert er ráð fyrir að núverandi aðstaða slökkviliðs, lögregluliðs og björgunarfélags á Eyrinni á Ísafirði verði lögð af og nýtt í aðra starfsemi þegar ný björgun- armiðstöð hefur risið. Eins og fram hefur komið er fyrirhugað að björgunarmiðstöð rísi á Skeiði í Skutulsfirði og að hún hýsi alla helstu viðbragðsaðila í Ísafjarð- arbæ s.s. slökkvilið, lögreglulið, björgunarlið, Neyðarlínuna og/ eða viðbragðsaðila á landsvísu auk tengdra félagasamtaka. Svæðið er í góðri tengingu við Djúpveg og í nálægð við Vest- fjarðaveg og flugvöll. Aðgengi að Skeiði er því gott, en svæðið er jafnframt nær því að vera mið- svæðis í sveitarfélaginu. Með þessu móti er hægt að stytta viðbragðstímann auk þess sem umferð neyðar- og viðbragðs- aðila færist frá Eyrinni og álagið minnkar því svæði. Til greina kemur að þyrlupallur verði stað- settur við björgunarmiðstöðina en þó er nálægðin við flugvöllinn það mikil að óvíst er að þess gerist þörf. Til greina kemur að björgunarmiðstöð þjóni öllum norðanverðum Vestfjörðum. Í því ljósi er staðsetning á Skeiði afar hentug og brýnt að umferð tengd stöðinni liggi sem minnst um Eyrina. Helsti ókostur stað- setningarinnar er nálægðin við hættusvæði vegna ofanflóða. Viðbragðsaðilar í Ísafjarðarbæ eru staðsettir á þremur aðskildum stöðum á Eyrinni á Ísafirði en auk þess eru björgunarsveitir á Þingeyri, Dýrafirði, Flateyri, Suðureyri og Hnífsdal. Slökkvi- stöð er í Fjarðarstræti, en þar eru slökkvi- og sjúkrabílar staðsettir. Lögreglustöð er í Stjórnsýslu- húsinu og Björgunarfélag Ísa- fjarðar er staðsett við Sindragötu. Fjarðarstræti er þröng húsagata sem er að hluta til einstefnugata, en það á einnig við nærliggjandi götur. Umferð til og frá slökkvi- stöðinni er því ekki góð en lög- regla og björgunarsveit hafa betra aðgengi að Pollgötu sem er stofn- braut. Öll umferð frá þessum stofnunum fer þó um Eyrina, en þar er þéttleiki íbúða, þjónustu og gangandi og akandi vegfar- enda mikill. Þetta getur lengt viðbragðstíma neyðarbíla auk þess sem ónæði og jafnvel hætta skapast af forgangsakstri í svo þéttri byggð eins og er á Eyrinni. – thelma@bb.is Frá Skeiði í Skutulsfirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.