Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 23
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 23
Sælkerinn
Indónesískur lambaréttur
2 epli, afhýdd og í bitum
1 ¼ dl rúsínur
Hitið olíuna og brúnið kjöt,
lauk og hvítlauk í potti. Setjið
allt sem er í réttinum út í pottinn
og sjóðið við vægan hita í um 45
mínútur eða þar til kjötið er soðið
og gott bragð komið úr ávöxtun-
um í sósuna. Hrærið í af og til.
Kryddið eftir smekk.
4 kókosbollur
Ca. 20 vínber
1 askja jarðarber
Allt brytjað í skál. Þeytið ½
rjóma og blandið öllu saman og
setið í skálina sem ber á réttinn
fram í. Skreytið t.d. með jarðar-
berjum og vínberjum. Skvettið
svolitlu af bræddu suðursúkku-
laði eða íssósu yfir. Verði ykkur
Sælkeri vikunnar býður upp á
tvo rétti. Til að byrja með er upp-
skrift að framandi og bragðgóð-
um lambarétti frá Austurlöndun-
um en einnig býður Ína upp á rétt
sem hentar bæði sem eftirréttur
eða þá á kökuborðið.
Indónesískur lambaréttur
800g -1 kg lambakjöt í bitum,
beinlaus
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, pressað
Matarolía til steikingar
1 dós tómatsósa (tomato sauce,
400 g)
1 lítil dós tómatmauk
1 ¼ dl vatn
2 msk púðursykur
1 tsk karrý
½-1 tsk salt
1 kjúklingateningur
Fljótleg og freistandi
1 botn púðursykur marens
1 stk bontý
1 stk mars
að góðu.
Ég skora á Guðrúnu Birkis-
dóttur á Ísafirði að verða næsti
sælkeri vikunnar. Sælkeri vikunnar er Ína Sturludóttir á Ísafirði.
Starf slökkviliðsmannsins er ekki alltaf það allra heitasta. Á myndinni er einn ánægður á
svip að loknu vel heppnuðu slökkvistarfi í hörkufrosti í Massachusetts í Bandaríkjunum –
með klakabrynju og grýlukerti á hjálminum eftir úðann frá vatnsdælunum.
Klakahjálmur
Hefur alltaf staðið á milli stanganna
Halldór Ingi Skarphéðinsson
sýndi lipra takta í markinu hjá
BÍ/Bolungarvík í sumar. Hann
er nú á leið til Færeyja þar sem
hann mun sinna markvörslu
(verður málverji eins og það er
sagt á færeysku) hjá liðinu MB
1905, sem er í næst efstu deild í
Færeyjum.
– Hvenær byrjaðir þú í íþrótt-
inni?
„Það var sumarið þegar ég var
sex ára gamall, að Jóhannes Geir
vinur minn spurði mig hvort ég
vildi ekki koma á fótboltaæfingu
með sér. Ég man eftir því að ég
mætti í gúmmítúttum og galla-
buxum. Gunnar Torfa var þá að
þjálfa 7. flokk og hann setti mig
í markið á minni fyrstu æfingu.
Síðan þá hef ég alltaf staðið milli
stanganna.“
– Hvað er það við íþróttina
sem hrífur þig?
„Fyrst og fremst er það félags-
skapurinn og fá að vera hluti af
liðinu. Gaman að geta stundað
áhugamálið sitt og fengið hreyf-
ingu út úr því. Svo þegar ég er að
keppa þá er það spennan og
stressið sem drífur mig áfram.
Það er gleðin sem fylgir því þegar
gengur vel og finnst gaman að
sjá þegar hver og einn er að leggja
sig fram fyrir liðið og áhorfend-
urna. Það er líka alltaf fjör þegar
liðsfélagarnir fara saman í keppn-
isferðalög.“
– Hversu oft þarftu að æfa á
viku?
Síðustu þrjú ár hjá mér hafa
æfingar byrjað á fullum krafti í
janúar. Þá byrja útihlaupin, þrek-
æfingarnar og bolti inn á milli.
Svo þegar líða fer að vori, þá
fara æfingarnar að snúast meira
um leikskipulag og tækniæfing-
ar. Áður en gervigrasið kom á
Ísafjörð, þá voru æfingarnar á
veturna útihlaup, þrekæfingar og
lyftingar. Það var mikil lyftistöng
að fá gervigrasið þegar það kom.“
– Hvað er það sem drífur þig á
æfingar þegar dagarnir koma þar
sem maður vill bara slappa af?
„Það er félagsskapurinn og
hreyfingin. Ef maður ætlar að ná
árangri, þá verður maður að sjálf-
sögðu að mæta á æfingar. Sam-
keppnin í liðinu heldur manni á
floti og svo vill maður alltaf vera
að bæta sig.“
– Hvert er næsta markmið í
íþróttinni?
„Markmiðið er alltaf að standa
sig vel, fyrir sjálfan mig og liðið.
Forðast mistök í leikjum, þó svo
að það komu auðvita dagar sem
maður gerir þau.“
– En hvert er draumamark-
miðið?
„Draumamarkmiðið mitt er að
spila með mínu uppeldisfélagi
BÍ-Bolungarvík meðal þeirra
bestu á Íslandi. Minn helsti
draumur væri náttúrulega að
standa í markinu hjá Aston Villa
í ensku úrvalsdeildinni. Er Brad
Friedel ekki orðinn svo gamall?“
– Ertu í einhverjum öðrum
íþróttum?
„Ég reyni að fara í ræktina
eins oft og ég get, svo spila ég fót-
bolta einu sinni í viku með vinnu-
félögunum.“
Halldór Ingi Skarphéðinsson.