Bæjarins besta - 29.01.2009, Page 17
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 17
stöðu skattstjóra á Vestfjörðum
auglýsta.
„Ég er með svo mikla reynslu
af skattstofuvinnu og fannst hálf-
gerð synd að nýta hana ekki. Ég
ákvað því að sækja um, það hefur
verið í maí. Daginn sem var
hringt í mig og mér tilkynnt að
ég fengi stöðuna, þá reið jarð-
skjálftinn mikli yfir á Suðurlandi.
Þetta var svolítið skrítinn morg-
unn, því fyrst var hringt í mig og
mér tilkynnt að ég hefði fengið
embættið á Ísafirði. Því fylgdi
smá geðshræring fyrir mig, og á
sama tíma reið stóri skjálftinn
yfir. Má því að segja að bæði
jörðin og ég innra með mér hafi
titrað sæmilega.
Þegar ég var búin að jafna mig
aðeins á þessum hræringum
ákvað ég að fara strax til míns
deildarstjóra til að segja henni
fréttirnar, því ég hafði ekki lang-
an frest til að láta vita áður en
þetta yrði tilkynnt í fjölmiðlum.
Ekki náði ég tali strax af henni,
þar sem hún þurfti að halda stutt-
an starfsmannafund „á gólfinu“
hjá okkur til að tilkynna okkur
að tveimur stúlkum í deildinni
hefði verið sagt upp vegna sam-
dráttar. Mér leið dálítið skringi-
lega við þessar fréttir, þar sem ég
var sjálf á leiðinni að segja upp
vinnu minni í bankanum.“
Ég hafði engum sagt frá því að
ég hefði sótt um á Skattstofunni
fyrir vestan, þar sem ég vildi
ekki opinbera það fyrr en búið
væri að skipa í stöðuna. Áður en
ég sagði deildarstjóranum að ég
hefði fengið stöðuna á Ísafirði
tilkynnti hún mér að ég þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af minni
fastráðningu, en hún átti einmitt
að fara eiga sér stað eftir fimm
mánaða vinnu í bankanum.
Ekki breytti það samt minni
ákvörðun og ég sagði upp í bank-
anum og vann þar til 1. júlí. Ég
var sett í stöðuna fyrir vestan frá
þeim degi en ákvað að taka mér
smáfrí til þess að fara á Siglufjörð
og pakka niður og ganga frá mín-
um málum,“ segir Rósa, og var
mjög heppin að eigin sögn, því
um leið og fréttist að hún væri á
leiðinni til Ísafjarðar var haft
samband við hana um húsið og
það seldist strax. Rósa telur sig
einnig hafa verið heppna að hafa
yfirgefið bankann á þessum tíma-
punkti.
Væri atvinnulaus núna
„Ég væri líklegast atvinnulaus
núna hefði ég ekki gert það, því
þessi deild sem ég vann hjá, er-
lend verðbréfaviðskipti, er ekki
til hjá bankanum í dag. Sumir af
þeim sem ég vann með eru at-
vinnulausir en hinir fengu vinnu
hjá nýja bankanum. Ég var svo
ný inn að ég hefði aldrei haldið
vinnunni. Ég hefði samt sloppið
inn aftur hjá skattstofunni á
Siglufirði, því ég var þar í ársfríi
og þurfti að láta vita fyrir nóv-
ember hvort ég tæki til starfa
aftur. Ég held að þetta hafi verið
einhver lukka hjá mér á þessum
tíma,“ segir Rósa.
Hún segist hafa komið einu
sinni áður til Ísafjarðar fyrir átta
árum að heimsækja vinkonu sína.
Um leið og hún steig út úr bílnum
á Ísafirði sór hún þess dýran eið
að koma aldrei hingað aftur ak-
andi.
„Ég heilsaði ekki einu sinni,
heldur lýsti ég því yfir að ég
kæmi aldrei aftur akandi. Mér
fannst þetta alger hörmung. Við
vorum búin að vera kvartandi og
kveinandi fyrir norðan um vegina
þar. Maður hafði því gott af því
að koma hingað og ég hætti al-
gerlega að kvarta yfir vegunum
fyrir norðan.
Þegar ég kom núna hafði þetta
skánað aðeins, en mér finnst samt
sem áður mikið á vanta að þetta
geti talist viðunandi. Mér finnst
þessi fjórðungur hafa gleymst, í
ljósi þess hversu margir vegir
eru ómalbikaðir,“ segir Rósa, en
hún telur það samt til bóta að
hafa flugvöll á Ísafirði ef hún
þarf að fara til Reykjavíkur vegna
vinnunnar.
Líkar veran hér
– Hvernig kanntu við þig á
Ísafirði?
„Mér finnst mjög gott að vera
hérna. Mér finnst Ísafjörður og
Siglufjörður vera mjög svipaðir
staðir. Ég er vön fjöllunum frá
Siglufirði og finn til dæmis ekki
fyrir neinni sérstakri hræðslu
varðandi snjóflóð og slíkt, þó
svo að ég búi efst í bænum og
með fjallið beint fyrir ofan húsið,
en margir hafa einmitt spurt mig
að því hvort það angri mig ekkert.
Það var alveg yndislegt að búa
inni á frænda mínum og konu
hans þegar ég var fyrir sunnan
að vinna og mér leiddist aldrei,
því hann var með fjölskyldu og
lítil börn. En það var líka gott að
koma hingað til Ísafjarðar og vera
aftur út af fyrir mig. Það hjálpaði
mér líka mikið að ég átti eina
vinkonu hérna áður en ég kom.
Hún heitir Sigurey Valdís Eiríks-
dóttir og vinnur hjá Vegagerð-
inni. Þá var ég ekki alveg ein
heima þegar ég kom hingað. Hún
bjó með mér fram í miðjan sept-
ember og ég hafði mjög gaman
af því.
Dóttir mín flutti svo til mín
núna um áramótin og líkar bara
vel, enn sem komið er. Hún er
einmitt byrjuð að æfa körfubolta
en hana hefur lengi dreymt um
það.“
– Ertu komin aðeins inn í sam-
félagið?
„Ég fer alltaf í ræktina. Svo
var mér boðið í Zontaklúbbinn.
Það er svona það helsta sem ég
geri. Svo er ég á stærsta vinnustað
Ísafjarðabæjar í Stjórnsýsluhús-
inu. Mér líður mjög vel hérna.
Stelpurnar á skattstofunni hafa
tekið mér æðislega vel og mér
hefur gengið mjög vel að aðlagast
vinnustaðnum,“ segir Rósa, og
segir skattstjóravinnuna mjög
áþekka og að vinna sem deildar-
stjóri á stofunni á Siglufirði.
„Ég þarf reyndar að fást við
þessi erfiðu mál sem ég gat áður
hent í skattstjórann heima á
Siglufirði. Nú þarf ég að sjá um
þau sjálf. Maður þarf líka að sjá
um rekstrarhliðina og taka á sig
niðurskurð á fjárlögum.“
– Finnst þér þú þurfa að passa
upp á hegðun þína úti í samfé-
laginu nú þegar þú ert orðin skatt-
stjóri?
Siglufjörður „heima“
„Ég var einmitt að ræða þetta
á Siglufirði um jólin, og þar var
ég bara Rósa en ekki skattstjór-
inn. En auðvitað verður maður
alltaf að hafa þetta á bak við
eyrað. Maður fer ekkert að haga
sér eins og hálfviti,“ segir Rósa
og hlær. „En ég reyni bara að
vera ég sjálf.“
Þegar hún minnist á að hafa
farið til Siglufjarðar yfir jólin
kemur hún inn á það að hún kallar
Siglufjörð heima. Áður fyrr þegar
hún bjó á Siglufirði, þá var það
Reykjavík sem var „heima“.
„Mamma er á spítalanum á
Siglufirði, en hún flutti á Siglu-
fjörð árið 1994 þegar hún og
faðir minn skildu. Hún er búin
að vera á spítalanum þar síðan
haustið 2006. Systir mín býr líka
ennþá á Siglufirði. Ég kem því
til með að vera eitthvað með ann-
an fótinn þar. Sonur minn býr í
Reykjavík og spilar fótbolta með
KR, en hann er nýkominn í meist-
araflokkinn hjá þeim. Aron Ingi
Kristinsson heitir hann. Hann
æfði fyrst fótbolta með KS á
Siglufirði en fór svo að æfa með
KA þegar hann byrjaði í fram-
haldsskóla á Akureyri og bjó þá
hjá föður sínum. Hann flutti svo
til Reykjavíkur í byrjun árs 2007,
þar sem hann stundar nám í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla
ásamt fótboltanum, en boltinn er
númer eitt, tvö og þrjú hjá hon-
um“ segir Rósa.
Hugsaði um veðrið
– Þegar þú ákvaðst að taka
starfið og flytja vestur, hugsaðir
þú þá eitthvað út í það hvernig
ástandið væri á Vestfjörðum?
Stundum er sagt að þaðan berist
aðeins neikvæðar fréttir um
fólksflótta og náttúrhamfarir.
„Nei, ég get ekki alveg sagt
það. Ég spáði svolítið í hvernig
veðrið væri hérna, því þegar þú
býrð fyrir utan Vestfirði, þá heyr-
ist bara talað um veðrið í Reykja-
vík, á Akureyri og á Egilsstöðum.
En þegar ég fór að rifja það upp,
þá man ég bara eftir að hafa heyrt
talað um brjálað veður á Ísafirði.
Ég spurði hvort það væri gott
veður á Ísafirði, því maður heyrir
ekkert um það talað í fréttum
hvort það sé gott veður á Ísafirði.
Þú heyrir ef það er gott veður á
Reykjavík. En það var ágætis
veður á Ísafirði síðasta sumar.
Það er bara ekkert talað um það.
Ég hugsaði líka út í vegalengd-
ina. Mér finnst þetta svolítið langt
í burtu frá Siglufirði. Maður þarf
að keyra alla þessa firði og sumt
af þessu eru malarvegir, en það
lagast vonandi eitthvað þegar
brúin verður tekin í notkun,“ seg-
ir Rósa. Hún talar einnig um að
samstarfsfélagar hennar í Lands-
bankanum hafi orðið hvumsa
þegar hún sagði þeim að hún
hygðist taka stöðu skattstjóra á
Vestfjörðum og flytjast á Ísa-
fjörð. Margir af þeim hafi ekki
einu sinni farið til Mosfellsbæjar.
„Það er eitt sem er búið að
koma mér á óvart hér á Ísafirði,
og það er hversu oft rafmagnið
fer af. Það hefur farið þrisvar
bara í haust á meðan það fór
kannski einu sinni á vetri á Siglu-
firði. Maður finnur svolítið fyrir
því að Vestfirðir eru út undan í
þessum efnum.“
Lífsgæðakapp-
hlaupið í Reykjavík
Rósa kemur inn á að hún finni
fyrir mun meiri spennu í þjóðfé-
laginu í dag í Reykjavík heldur
en á Ísafirði og á Siglufirði.
„Lífsgæðakapphlaupið er bara
búið að vera í Reykjavík. Ég
fann það þegar ég flutti til Reyk-
javíkur á síðasta ári, að ég var
orðin svolítil landsbyggðarmann-
eskja. Það kom mér svolítið á
óvart hvað mér fannst mun þægi-
legra að vera innan um fjöllin og
vera í rólegheitunum. Ég hef al-
drei fundið fyrir sérstöku stressi
þegar ég hef verið í Reykjavík,
enda alin þar upp, en mér þótti
orðið frekar þreytandi á síðasta
ári að keyra alla þessa vegalengd
til að komast í vinnuna.
Það kom einu sinni fyrir að ég
var 60 mínútur á leiðinni, en
oftast tók það mig um 30 mínútur
að komast í miðbæinn á morgn-
ana. Svo tók við annar eins tími í
að finna bílastæði. Á Siglufirði
vaknaði maður korteri fyrir
vinnu, en þegar ég bjó í Hafnar-
firði þurfti maður að vakna einum
og hálfum tíma áður.
Þó ég hafi unnið frá 9 til 5 í
Reykjavík, þá var dagurinn alltaf
mun lengri, því maður eyddi svo
miklum tíma í bílnum að keyra á
milli staða. Ég kann betur við að
hafa þetta eins og hér, styttri
vegalengdir, og maður nær að
nýta daginn mun betur en fyrir
sunnan,“ segir Rósa Helga Ingólfs-
dóttir.
– birgir@bb.is
Pólskir karlmenn í
meirihluta innflytjenda
ins, eða 8,6% mannfjöldans. Það
er mikil aukning frá árinu 1996
þegar innflytjendur voru einungis
2% landsmanna, eða 5.356 tals-
ins.
Hlutfall innflytjenda hér á
landi er nú álíka hátt og í Noregi
og Danmörku. Aftur á móti er
hlutfall annarrar kynslóðar inn-
flytjenda mun lægra hér á landi
en í þessum löndum. Árið 1996
tilheyrðu einungis 0,1% lands-
manna annarri kynslóð inn-
flytjenda en 0,5 árið 2008.
Þessar tölur eru fengnar frá
Hagstofunni.
Um 550 erlendir ríkisborg-
arar voru búsettir í fjórðungn-
um í upphafi síðasta árs. Þar
af eru Pólverjar fjölmennastir
eða 361 talsins. Athygli vekur
að karlmenn eru í miklum
meirihluta af pólskum innflytj-
endum eða 217 á móti 144.
Langflestir íbúar með erlendan
bakgrunn er í Ísafjarðarbæ eða
7% af áætluðum mannfjölda
sveitarfélagsins.
Erlendum innflytjendum
hefur fjölgað lítillega undan-
farinn áratug en árið 1998 voru
íbúar með erlent ríkisfang í
fjórðunginum 461 eða 0,5%
af mannfjölda fjórðungsins. Í
upphafi síðasta árs voru inn-
flytjendur á Íslandi 25.265 tals-