Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 18

Bæjarins besta - 29.01.2009, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Uppreisn 1979 Framsókn Vilmundur Bloggið Hjálmar Sveinsson er einn al- besti útvarpsmaður landsins. Hann heldur úti Krossgötum, þætti á Rás eitt sem er þvílíkt gullkorn að maður þreytist aldrei á að beina eyrum fólks að því. - - - Þar fá hlustendur m.a. að heyra magnaða ræðu Vilmundar heitins Gylfasonar. 26 ára gömul ræða sem er á margan hátt meira viðeigandi en þær ræður sem við heyrum í dag. Nærri þriggja áratuga gamla ræðu sem er í meiri tengslum við líðandi stundu en þær ræður sem atvinnupólitíkusarnir flytja nú um stundir. Það er ótrúlegt að upplifa það hversu veruleikafirrtir margir stjórnmálamenn eru þessa dagana. Ég vil taka það fram að ég undan- skil engan flokk þessari gagnrýni minni. Það dylst engum sem mig hitta þessi dægrin að ég er ótrúlega gröm út í Samfylkinguna, því ég bar virkilegar væntingar til þess flokks. Ég geri það reyndar enn, sem er meira en margur sem ég þekki. Af hverju? Jú vegna þess að ég heyri í flokksmönnum og veit því að það er ekki öll von úti. Helga Vala Helgadóttir http://eyjan.is/helgavala/ Í september 1979 virtist ekkert vera á seyði sem benti til stjórn- arslita einmitt þá. Þingsetning nálgaðist og fólk beið eftir því í rólegheitum að það tæki til starfa. Sumarið hafði verið mjög tíð- indalítið á stjórnmálasviðinu og ríkt logn miðað við óróasumarið árið áður. - - - Fundur var hjá Al- þýðuflokksfélagi á Hótel Loft- leiðum síðla í september, - man ekki í augnablikinu hvort það var kvenfélagið eða hið almenna félag, - en hvað um það, - á fund- inum var skorað á ráðherra flokksins að slíta stjórnarsamstarfinu og þetta nægði til að sprengja það. - - - Uppreisnarmenn í Alþýðuflokkn- um gerðu þetta meðan formaður hans, Benedikt Gröndal var erlendis. Nú er margfalt meiri órói í þjóðfélaginu en í september 1979, ósam- bærilega miklu meiri. Fyrst ríkisstjórn var sprengd á einum fundi fyrir tæpum 30 árum ættu allir að vera viðbúnir hverju sem er nú. Ómar Ragnarsson http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/ Ekki byrjar siðbótin í Fram- sókn vel. Fyrst er Höskuldur lýst- ur formaður og svo Sigmundur nokkrum mínútum síðar. Hver verður það í kvöld? Guðni? Valdi koppasali? Ragnar Reykás? Hver sér um atkvæðatalninguna fyrir þessa dúdda? Inspector Clou- seau? - - - Ég veit ekki hvort ég eigi að samgleðjast Sigmundi eða samhryggjast. Jú reyndar, ég veit það. Hann er í skelfilegum málum. Þarna fór fín perla í svínskjaft. Ég sem hélt að það yrði eitthvað úr honum. Ég myndi eflaust kjósa Sigmund í persónulegri kosningu, en flokkinn og allt það fálkager sem honum fylgir mun ég að sjálfsögðu aldrei kjósa. - - - Jónína Ben vinkona mín heldur að það sé hægt að ræsta spillinguna úr flokknum. Í gær setti ég inná síðuna hennar þessa athugasemd: Að ætla sér að reyna að hreinsa spillinguna úr Framsóknarflokknum er einsog að ryksuga hús sem er gegnétið af veggjatítlum. Það verður að brenna kofann til grunna. Þessi flokkur á álíka mikið erindi við þjóðina og minkur við hænsnabú. Sverrir Stormsker http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/ Mynda á net göngu- og hjóla- leiða í og við þéttbýlisstaði Ísa- fjarðarbæjar samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi sveitarfé- lagsins. „Gott aðgengi að göngu- og hjólaleiðum er mikilvægur þáttur í að efla lýðheilsu. Göngu- og hjólastígakerfi sem tengir saman hverfin, virkar hvetjandi á almenning til aukinnar hreyf- ingar og útivistar. Stígakerfið á einnig að vera valkostur við aðrar samgönguleiðir og geta þannig stuðlað að heilnæmara umhverfi“, segir í drögum að aðalskipulagi fyrir árin 2008-2020. Áhersla er lögð á að megin- gönguleiðir verði færar öllum íbúum, allt árið og ávallt verði leitast við að hafa aðgengi fyrir alla, þar sem því verður við kom- ið. Mikilvægt er að göngu- og hjólaleiðir verði lagðar þannig að sem mest jákvæð áhrif verði frá umhverfinu s.s. náttúrunni en að neikvæð áhrif, eins og frá bíla- umferð, verði lágmörkuð. Áhersla skal einnig lögð á að leita öruggra lausna þar sem göngu- og hjóla- leiðir þvera stærri umferðargötur. Forgangsatriði er að leggja ör- ugga göngu- og hjólaleið milli Hnífsdals og Ísafjarðar og ljúka við að tengja saman hverfin í Skutulsfirði. Einnig er mikilvægt að gerð verði undirgöng undir Vestfjarðarveg milli Holta- og Tunguhverfis til að tryggja ör- ugga tengingu milli þessara hverfa. Göngustígar í nágrenni þétt- býlisstaðanna skulu tengjast íbúðarsvæðum og miðbæjum og mynda hringtengingu úti í náttúr- unni. Leggja skal áherslu á að aðgengi að fjörum og strand- svæðum, t. d. með lagningu göngustíga meðfram sjónum og áningarstöðum við fjöruna. Net göngu- og hjólaleiða myndað Unnið verður markvisst að því að yfirbragð miðsvæða Ísafjarð- arbæjar verði sem líkast því sem það var á fyrsta hluta tuttugustu aldar í nýju aðalskipulagi sveitar- félagsins en nýrri hverfi fá að þróast í takt við tíðaranda síðari tíma. Samkvæmt drögum að að- alskipulaginu verður lögð áhersla á að ná samfelldum bæjarhlutum í þetta horf til að ná sem mestum heildaráhrifum. Í því sjónarmiði verði öll hús, með verndargildi samkvæmt húsakönnun, vernduð og gerð upp að utan en jafnframt verði áhersla lögð á að endur- heimta falleg hús sem nú eru horfin. Eigendur verða þó ekki þvingaður til að ráðast í breyt- ingar á eignum sínum. Mikilvægt er að allar breyt- ingar á eldri byggð falli vel að umhverfi sínu og heildarmynd byggðarinnar. Skipulag í tengsl- um við nýbyggingar og uppbygg- ingu eldri húsa í Ísafjarðarbæ, skal taka mið af stærðum og hlut- föllum eldri húsa í umhverfinu og við staðsetningu skal taka mið af sögulegum arfi. Til að hægt sé að framfylgja aðalskipulaginu verður að ljúka við húsakönnun fyrir allan Ísafjarðarbæ á árinu 2009. Áhersla verði lögð á tengsl byggðar við sögu, atvinnuhætti og náttúru svæðisins, þannig að sérstaðan fái að njóta sín. Í því sambandi má nefna heildræna tengingu á milli Hæsta-, Mið- og Neðstakaupstaðar. Menningarsöguleg verðmæti, önnur en byggingar, þarf einnig að vernda en jafnframt veita al- menningi aðgang að þeim, hvort sem þau eru manngerð eða nátt- úruleg. Áhersla verður lögð á metnaðarfulla hönnun á um- hverfi, m.a. lýsingu, gangstétta- og gatnagerð. „Mikilvægt er að efla vitund almennings um þessi verðmæti, m.a. með aðgangi að upplýsingum, fræðslu og notkun á gömlum örnefnum, gönguleið- um o.fl. Það verður íbúum, fyrir- tækjum og stofnunum hvatning til að fegra umhverfið og styrkja þróun svæðisins. Samvinna og skilningur á milli íbúa, atvinnu- lífs, bæjaryfirvalda og annarra hagsmunaaðila er eitt af lykil- atriðum í þessu samhengi“, segir í greinargerð á vef Ísafjarðar- bæjar. Reynslan hefur sýnt að yfir- bragð og umhverfi bæja ræður miklu um hvar fólk kýs að búa. Hið sama gildir um aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Efling þessara grunnstoða mun því styrkja sam- félag og efnahag svæðisins, þ.e. laða að sér íbúa og ferðamenn en einnig leiða til fjölbreyttara at- vinnulífs, nýsköpunar auk þess að efla stolt og sjálfsmynd íbúa á svæðinu. Með skýrri stefnu í þessum málaflokki er ætlunin að eyða óvissu um framtíð svæðis- ins og veita íbúum og atvinnulífi öryggi sem mun efla jákvæða þróun svæðisins. – thelma@bb.is Yfirbragð Ísafjarðarbæjar hverfur aftur til 20. aldar Áhersla verður lögð á tengsl byggðar við sögu, atvinnuhætti og náttúru svæðisins.

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.