Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 15

Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 15
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 15 Brunabótamat fasteigna á Vest- fjörðum 141 milljarður króna Fasteignamat íbúða á Vest- fjörðum var tæpir 46 milljarðar króna um síðustu áramót en brunabótamatið hljóðaði upp á 141 milljarð. Frá þessu er greint á vef Fasteignamats ríkisins en um hver áramót er brunabótamat endurreiknað með nýjum verð- grunni og tekið tillit til árlegra afskrifta. Í Ísafjarðarbæ var brunabótamatið rúmir 68 millj- arðar og í Bolungarvík var matið um 11 milljarðar. Í Reykhóla- hreppi var það rúmir 7,3 millj- arðar, í Tálknafjarðarhreppi 4,8 milljarðar og 21 milljarður í Vest- urbyggð. Þá var brunabótamat húseigna í Súðavík 7 milljarðar, tæpir 11 milljarðar í Stranda- byggð, rúmir 2 milljarðar í Árneshreppi, 2,5 í Kaldrananes- hreppi og 2,7 í Bæjarhreppi. Heildarfasteignamat á landinu öllu samkvæmt fasteignamati sem gekk í gildi 31. desember 2008 var 4.247 milljarðar. Þar af var fasteignamat húsa 3.506 milljarðar og fasteignamat lóða 741 milljarðar. Fasteignamat samtals hækkaði um 4,5% frá 31. desember 2007. Af þeirri hækkun er 0,3% til komin vegna árlegs framreiknings fasteigna- mats en 4,2% er til komin vegna fasteignamats nýrra fasteigna og eigna sem eru í byggingu. Fast- eignamat á höfuðborgarsvæðinu var 3.069 milljarðar en 31. des- ember 2007 var það 2.971 millj- arður, sem er 3,3% hækkun en framreikningur fasteignamatsins fól í sér 0,4% lækkun þess. Fasteignamat utan höfuðborg- arsvæðis var 1.178 milljarðar en 31. desember 2007 var það 1.093 milljarðar, sem er 7,7% hækkun. Þar af nam hækkun vegna fram- reiknings fasteignamatsins rúm- lega 2%. – thelma@bb.is Framtíðarsýn Háskólaseturs Vestfjarða gerir ráð fyrir að í Ísa- fjarðarbæ verði um 500 nem- endur í háskólanámi árið 2011, sem samsvarar tæplega 300 heils- ársnemum. Er þá ekki talinn með rannsóknarþáttur sem m.a. fylgir stofnunum á svæðinu. „Háskóla- setrið leggur áherslu á háskóla- nám á fjölbreyttum sviðum sem öll tengjast málefnum haf- og strandsvæða, enda stutt í raun- veruleg viðfangsefni. Stofnunin hyggst laða að erlenda sem inn- lenda námsmenn. Háskólasetrið mun verða miðstöð nýsköpunar og miðlunar á þekkingu á Vest- fjörðum sem mun leiða til fram- fara og aukinna lífsgæða“, segir í drögum að aðalskipulagi Ísa- fjarðarbæjar fyrir árin 2008- 2020. Í aðalskipulaginu er lögð áhersla á að skólinn hafi hæfilegt rými til að stækka og dafna. Afar mikilvægt er að tengsl hans við miðbæinn og menningu staðarins verði sterk. Nálægð við sjóinn og hafnarsvæðið er einnig mikil- vægur þáttur fyrir ímynd skólans. Í dag er Háskólasetrið til húsa í Vestrahúsinu við Suðurgötu, við hafnarsvæðið á Ásgeirsbakka. Nokkrir stækkunarmöguleikar eru í húsinu og svæðinu norður af því. Byggingin er í útjaðri þess sem getur kallast miðbær Ísafjarðar og eru tengslin við hann því ekki mjög sterk þó vissulega séu þau til staðar. Lagt er því til að ný háskólabygging rísi við neðsta hluta Aðalstrætis og á Wardstúni. Þar er mögulegt að skapa allt að 5000 m² lóð, en þegar björgunarmiðstöð hefur risið á Skeiði er hægt að stækka lóðina að Sindragötu um allt að 1700 m² að því er fram kemur í skipulaginu. Nýtingarhlutfall er almennt nokkuð hátt á Eyrinni og er því lóðin nægilega stór miðað við þarfir skólans. Stækkunarmöguleikar eru einn- ig í framhaldi af þessari lóð, suður með Suðurgötu en það svæði get- ur einnig nýst fyrir tengdar stofn- anir. Staðsetningin er í mjög góð- Markmið setursins er að stuðla að fjölbreyttri uppbyggingu há- skólamenntunar, rannsókna og þekkingarstarfs á Vestfjörðum, vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefnum á sviði rannsókna, háskóla- og sí- menntunar, fjölþjóðlegra sam- starfsverkefna, nýsköpunar og byggða- og atvinnuþróunar. Háskólasetur Vestfajrða hefur í samvinnu við aðrar mennta- stofnanir boðið upp á frum- greinanám, fjarnám við aðra há- skóla, vettvangsskóla, sumar- háskóla, endurmenntun og meist- aranám í haf- og strandsvæða- stjórnun. – thelma@bb.is um tengslum við miðbæ Ísafjarð- ar og Edinborgarhúsið sem er eitt af menningarhúsum bæjarins. Jafnframt er lóðin í góðu færi við bæði hafnarsvæðin á Eyrinni. Þar að auki verður skólinn í mik- illi nálægð við gömlu byggðina sem hentar sérlega vel fyrir nem- endur og stundakennara, þannig að ekki verður þörf fyrir nýbygg- ingu nemendagarða. Lóðin er innan hverfisverndarsvæðis H8 og er því sérstök áhersla er lögð á að byggingar á lóðinni falli vel að þeirri byggð sem fyrir er. Háskólasetur Vestfjarða er sjálfs- eignarstofnun í eigu margra stofn- ana, félaga og fyrirtækja sem tók til starfa í upphafi árs 2005. Lagt til að ný háskólabygging rísi við Wardstún á Ísafirði Lagt er því til að ný háskólabygging rísi við neðsta hluta Aðalstrætis og á Wardstúni. Þar er mögulegt að skapa allt að 5000 m² lóð, en þegar björgunarmiðstöð hefur risið á Skeiði er hægt að stækka lóðina að Sindragötu um allt að 1700 m² að því er fram kemur í skipulaginu.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.