Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 7
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 7
Háls-, nef- og eyrna-
læknir á Ísafirði
Sigurður Júlíusson læknir verður með mót-
töku á Ísafirði dagana 5.-7. febrúar.
Tímapantanir í síma 450 4500 á milli kl. 08-16
alla virka daga.
Verð á fatnaði frá 66°Norður
fer eftir hitastigi á Suðureyri.
„66°Norður var stofnað á Suður-
eyri við Súgandafjörð árið 1926.
Í hvert skipti sem hitinn þar fer
niður fyrir frostmark verður af-
sláttur í verslunum 66°Norður á
meðan kuldakastið varir“, segir
á vef fyrirtækisins. Ef mælirinn
sýnir -1°C til - 5°C frost er 5%
afsláttur af 66°Norður vörum í
verslunum 66°Norður. Ef mælir-
inn sýnir -6°C frost er 6% afslátt-
ur af 66°Norður vörum í verslun-
um 66°Norður. Og ef mælirinn
sýnir -7°C frost er 7% afsláttur
af 66°Norður vörum í verslunum
66°Norður og svo koll af kolli
Eftir því sem mælirinn á Suður-
eyri sýnir meira frost, þeim mun
meiri afsláttur er af 66°Norður
vörum.
Stofnandi fyrirtækisins var
Hans Kristjánsson frá Súganda-
firði ásamt nokkrum öðrum aðil-
um. Hans hafði kynnt sér sérstak-
lega framleiðslu sjófatnaðar í
Noregi nokkrum árum áður. Af-
slátturinn er uppfærður daglega
og gildir í 24 tíma.
Grætt á kuldakasti á Suðureyri
Af rúmlega 6700 sóknarbörn-
um á Vestfjörðum eru aðeins um
5460 skráð í Þjóðkirkjuna sam-
kvæmt upplýsingum frá Hagstof-
unni. Fyrir tveimur árum voru
um 5.700 þjóðkirkjumeðlimir í
Vestfjarðaprófastsdæmi og fer
þeim því fækkandi þrátt fyrir að
sóknarbörnum hafi fjölgað. Yfir
þrjá tugi sókna er að finna í fjórð-
ungnum. Sem dæmi má taka að í
Patreksfjarðarsókn í Patreks-
fjarðarprestakalli sem hefur 617
sóknarbörn eru 496 í Þjóðkirkj-
unni, í Ísafjarðarsókn í Ísafjarðar-
prestakalli eru 2.355 af 2.730
sóknarbörnum í Þjóðkirkjunni,
193 af 245 sóknarbörnum Hnífs-
dalssóknar í Ísafjarðarprestkalli
eru í þjóðkirkjunni og í Staðar-
sókn í Súgandafirði eru 149 af
312 sóknarbörnum ekki í þjóð-
kirkjunni.
Hinn 1. desember síðastliðinn
voru sóknarbörn í Þjóðkirkjunni
16 ára og eldri 195.576 talsins en
það er fjölgun um 1.032 frá fyrra
ári. Hlutfallslega hefur aftur á
móti orðið þar fækkun úr 80,1%
í 78,6% af öllum 16 ára og eldri.
Þetta er í fyrsta sinn sem þetta
hlutfall fer niður fyrir 80%. Það
má að nokkru leyti skýra með
miklum aðflutningi erlendra rík-
isborgara á árinu 2008 en þeir
flokkast við komuna til landsins
með óskráðum trúfélögum nema
þeir skrái sig sérstaklega í trú-
félög. Í óskráðum og ótilgreind-
um trúfélögum teljast nú 19.323
miðað við 16.713 í fyrra. Það er
aukning um rúmlega 2.600 ein-
staklinga eða tæplega 0,8% af
heildarmannfjölda.
Skráðum trúfélögum hefur
fjölgað talsvert á undanförnum
árum; skráð trúfélög utan Þjóð-
kirkju og fríkirkjusafnaða eru nú
25 en voru 10 árið 1990. Eitt nýtt
trúfélag varð til árið 2008 en það
heitir Soka Gakkai International
á Íslandi (SGI á Íslandi) og var
viðurkennt sem skráð trúfélag af
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu hinn 14. apríl síðastliðinn.
Vestfirðingum í Þjóðkirkjunni fækk-
ar þrátt fyrir fjölgun sóknarbarna
Athuga fyrirkomulag afslátta á
fasteignagjöldum sveitarfélaga
Samgönguráðuneytið hefur
farið þess á leit við sveitarfélög
landsins að þau upplýsi ráðu-
neytið um þær reglur sem í gildi
eru varðandi afslætti á fasteigna-
skatti. Tilefnið er úrskurður sam-
gönguráðuneytisins á síðasta ári
í máli er varðaði ágreining um
hvort sveitarfélagi væri heimilt
að veita flatan afslátt á fasteigna-
skatti eða binda hann eingöngu
við tekjur. Í málinu kom fram að
sveitarfélag hafði um árabil veitt
elli- og örorkulífeyrisþegum af-
slátt af fasteignaskatti og eftir
atvikum fellt hann niður. Í því
sambandi hafi verið tekið mið af
tekjum viðkomandi.
Árið 2003 var hins vegar gerð
sú viðbót við tekjutengda afslátt-
arkerfið að boðinn var flatur af-
sláttur fyrir ákveðinn aldurshóp.
Fasteignaskattur umræddra aðila
féll þannig niður þegar árstekjur
voru undir ákveðnum viðmiðun-
armörkum en við önnur mörk
var veittur 80% afsláttur. Fyrir
utan þennan tekjutengda afslátt
var öllum elli- og örorkulífeyris-
þegum veitt föst fjárhæð í afslátt
og þeir sem voru 70 ára og eldri
fengu hærri afslátt.
Óskað er að upplýsingarnar
berist ráðuneytinu eigi síðar en
2. febrúar. Bæjarráð Ísafjarðar-
bæjar hefur falið bæjarstjóra að
svara erindinu þegar gengið hefur
verið formlega frá reglum Ísa-
fjarðarbæjar fyrir árið 2009.
– thelma@bb.is