Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 16

Bæjarins besta - 29.01.2009, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Árið 2008 viðburðaríkt Rósa Helga Ingólfsdóttir er skattstjóri Vestfjarðaumdæmis og tók við embættinu í júlí á síðasta ári. Árið 2008 var viðburðaríkt í lífi Rósu því hún skipti tvisvar um starfsvettvang með tilheyrandi bú- ferlaflutningum. Hún hóf vinnu í Landsbankanum í febrúar á síð- asta ári eftir þrettán ára dvöl á skattstofunni á Siglufirði, en ákvað fyrir mikla mildi, að hennar sögn, að taka stöðu skattstjóra á Vest- fjörðum nokkrum mánuðum áður en bankarnir hrundu og seldi húsið sitt á Siglufirði. Dóttir hennar ákvað að vera eftir fyrst um sinn á Siglufirði en er nú flutt til móður sinnar og búa þær saman á Urðarvegi á Ísafirði. Rósa er dóttir Ingólfs Hauks- sonar og Maríu Sigurgeirsdóttur og fædd og uppalin í Reykjavík. Hún gekk í Langholtsskóla og kláraði verslunarpróf frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla. Þegar Rósa var tvítug flutti hún til Siglufjarðar eftir að hafa kynnst manni þaðan. Hún var ekki ókunn- ug plássinu því að systir hennar bjó þar og Rósa hafði eytt þar sumrum sínum í æsku og vann í frystihúsinu á sumrin. Eftir að hún var búin að vinna á skattstof- unni á Siglufirði í sjö ár ákvað hún að fara í viðskiptafræði í fjarnámi við Háskólann á Akur- eyri árið 2002. Útskrifuð 2007 „Við vorum nokkur á Siglu- firði, þar á meðal ég og þáverandi maðurinn minn, sem fengum það í gegn að stunda fjarnám í við- skiptafræði frá Siglufirði. Við þurftum að vera sjö til þess að námið yrði sett upp og við náðum því. Við voru átta sem byrjuðum um haustið en um áramótin vor- um við fjögur sem vorum eftir. Ein þeirra fór þá til staðarnáms við Háskólann á Akureyri en við hin héldum áfram. Tvær útskrif- uðumst við í júní 2006 en einn útskrifaðist árið eftir. Ég og sú sem útskrifaðist með mér vorum samstarfskonur á skattstofunni á Sigló en þegar við höfðum lokið náminu urðum við báðar deildarstjórar á stof- unni. Svo þegar skattstjórastaðan losnaði á Sigló 1. desember 2007 sóttum við báðar um hana. Á þessu tímabili var ég nýbúin að kaupa mér hús á Siglufirði eða þá um sumarið. Þá var ég nýbúin að læra og langaði að finna mér einhvern punkt. Ég hafði verið í leiguhúsnæði í sjö ár og svo átti stelpan mín eftir þrjú ár í grunn- skólanum. Planið var að leyfa henni að klára skól- ann á Sigló áður en við myndum eitthvað hugsa um það að flytja úr bænum, en sonur minn var farinn að heim- an í framhaldsnám,“ segir Rósa. Hún fékk hins vegar ekki stöð- una heldur samstarfskona hennar á skattinum. Komin á krossgötur „Á sama tíma hafði Lands- bankinn í Reykjavík samband við mig, en eftir úrskrift hafði ég sent inn almennar umsóknir í bankana. Þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki koma í viðtal. Ég vissi ekki alveg þá hvað ég átti að gera, var á einhverjum kross- götum, fannst mér. Ég var búin að lýsa því yfir, að ef ég fengi ekki stöðuna, heldur vinkona mín og samstarfskona, þá héldi ég áfram á stofunni næstu þrjú árin. Svo þegar á reyndi var sú ákvörðun ekki alveg eins auðveld og ég hélt. Mér fannst ég vera komin að einhvers konar tíma- mótum á skattstofunni á Siglu- firði, þar sem metnaður minn var að ná aðeins lengra og ljóst var að ég myndi ekki gera það þar. Ég ákvað því að slá til og fara í viðtalið hjá Landsbankanum og leist mjög vel á. Lengi vel eða frá því að ég var unglingur hafði blundað í mér að vinna í banka. Það skrítna var að mig langaði alltaf að vinna í Landsbankanum, þar sem ég þekkti þann banka best frá því að ég var unglingur að alast upp í Langholtshverfinu í Reykjavík. Þess vegna sló ég til og fór að vinna hjá bankanum í frágangi erlendra verðbréfavið- skipta. Þar sem ég er nú frekar jarð- bundin og lítið fyrir að taka stórar áhættur í lífinu, þá var ég samt ekki tilbúin til að hætta alveg hjá skattstofunni ef eitthvað skyldi nú ekki ganga upp þarna í Reyk- javík, þannig að ég tók eins árs launalaust frí. Mig hafði oft dreymt um það á þessum 18 árum á Siglufirði að flytja aftur „heim“ til Reykjavíkur, og þarna fékk ég tækifæri til þess. Ég byrjaði að vinna hjá Lands- bankanum við Austurstræti 1. febrúar 2008. Ég ákvað að skilja stelpuna mína eftir hjá föður- ömmu sinni á Siglufirði því hún vildi vera þar áfram. Ég leigði ekki húsið mitt og fór á milli eins oft og ég gat,“ segir Rósa, og fannst töluverð breyt- ing að flytja til Reyk- javíkur á þessum tíma. Hún bjó hjá frænda sínum í Hafnarfirði og keyrði í vinn- una á hverjum morgni. Reykjavík var ekki eins og hún hafði ímyndað sér eftir að hún kvaddi borgina fyrir átján árum. „Þetta var ekki alveg eins mikil sæla og ég hafði ímyndað mér. En samt var þetta mjög gaman að breyta til og mjög gott að vinna hjá bankanum. Í rauninni var ég síðasta manneskjan til þess að vera ráðin hjá honum.“ Titringurinn byrjaður – Fannstu fyrir einhverjum skjálfta innan bankans? „Já, allavega í því að það var komið stopp í ráðningar, en það var búið að vera mikið um ráðningar á árunum á undan. Spennan var samt ekki orðin eins mikil eins og hún varð svo þegar líða fór á árið. Samt hafði einhver orð á því, að árshátíðin sem ég fór á hjá bankanum í mars 2008 hefði nú ekki verið eins vegleg og árið áður. Vegleg var hún nú samt, fannst mér, en þarna var maður var við að einhver sparnaður væri byrjaður í bankanum. Það kom einnig í ljós þegar tilkynnt var um bónus starfsmanna í apríl 2008, en hann hafði þá verið lækkaður um helming, þannig að maður fann að eitthvað var að breytast,“ segir Rósa, og á þeim tímapunkti sá hún

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.