Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 29.01.2009, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 13 til kæmi alvarlegt dauðsfall í fjöl- skyldunni. Þá fór ég bara að vinna í löndun og var í henni þangað til ég fór að vinna á Grapevine um haustið.“ Styrkjanám- skeiðið vel sótt Og svo eru það músíkmálin ... „Já, ég hef verið að vinna þar líka. Frá því seint á árinu 2007 hef ég unnið á Útflutningsskrif- stofu íslenskrar tónlistar, fyrst sem einhvers konar verkstjóri en svo fórum við af stað með heil- mikið fræðsluprógramm. Ég var að skipuleggja og halda nám- skeið fyrir tónlistarmenn í hverj- um mánuði í fyrravetur, tók sam- an námsefni og fleira. Þar fórum við um víðan völl. Fyrsta námskeiðið var um styrki og sjóði sem standa tón- listarfólki til boða og þar var mjög vel mætt. Nokkru seinna var námskeið um það hvernig tónlistarmenn ættu að greiða skattana sína og þar var mætingin lakari.“ Reykjavík! Auk þess að vinna fyrir músík- anta er Haukur sjálfur músíkant, þó að hann viti sosum ekki alveg hvort hann eigi að skilgreina sig þannig. Utan frá séð virðist samt sem þeir sem eru í hljómsveitinni Reykjavík! hljóti að teljast mús- íkantar. „Ja, ég veit ekki hvort fólk getur kallast músíkantar fyrr en það fer að hafa umtalsverðar tekj- ur af þeirri iðju. Við höfum ekki þénað mikla peninga en haft af þessu þeim mun meiri ánægju. Við fimm Ísfirðingar og einn Reyðfirðingur stofnuðum hljóm- sveitina Reykjavík! árið 2004. Auk mín eru það Guðmundur Birgir Halldórsson móðurbróðir minn, Hnífsdælingurinn hjá Pennanum Kristján Freyr Hall- dórsson, Helgasonar, Valdimar Jóhannsson, sonur Jóa Fúsa og Svanfríðar fyrrum söngkonu með BG – hann býr nú í Brüssel en starfar með hljómsveitinni þegar færi gefst, Ásgeir Sigurðsson, dóttursonur Þórðar Júl á Ísafirði, og söngvarinn Bóas Hallgríms- son að austan. Við Bóas kynntumst í heim- spekináminu og svo fóru fleiri að bætast í hópinn. Þá var lang- eðlilegast að leita á náðir þeirra brottfluttu Ísfirðinga sem finna sér aldrei nóg að gera hérna í höfuðstaðnum. Við fórum fljót- lega að spila á tónleikum hér og þar um borgina og fengum bara mjög fína meðferð og góða að- sókn og fórum að gera þetta af einhverri alvöru. Við erum búnir að gefa út tvær breiðskífur og einhvern slatta af smáskífum. Núna í desember kom út seinni breiðskífan okkar.“ Lengst farið til Texass „Eins og þeir sem hafa verið í hljómsveit vita hefur verið mikið húllumhæ í kringum þetta allt. Við höfum verið svo heppnir að fá tækifæri til að ferðast víða um lönd og spila. Við höfum ekki bara verið víða í Evrópu heldur líka í Könudu og Bandaríkjunum. Ætli við höfum ekki lengst farið til Texass þar sem við höfum spil- að tvisvar. Hugmyndin er að taka nokkrar vel útilátnar tónleikaferðir í vor. Það er gaman að fá útrás fyrir tjáningarþörfina sem í öllum býr og ekki er verra þegar fólk tekur því vel sem maður er að gera og syngur með.“ Óheflaðir Vestfirðingar Þá er spurningin hvernig tón- listin sem Reykjavík! hefur í frammi skipast í flokk. Þeir fé- lagarnir semja alla sína tónlist sjálfir. „Ætli það sé ekki einfaldast að segja að við spilum hart rokk, gaddavírsrokk. Eins og flestir Vestfirðingar eru menn í bandinu mjög óheflaðir og hljómsveitin hefur einmitt getið sér gott orð fyrir óheflaða sviðsframkomu. Hins vegar erum við allir í Reykjavík! miklir áhugamenn um hvers konar músík. Gildir þá einu hvort það er klassísk tónlist eða nýklassík eða gullaldarpopp og hip-hop og rokk, en auðvitað bara það sem er með gæðabrag. Okkar músík er samt á okkar eigin forsendum. Það er mikið frelsi sem felst í því að vera ekki atvinnumaður í bransanum, því að þá getur maður gert það sem manni sýnist.“ Andi Fönklistans ... „Það er kannski gaman að segja frá því, að við í sveitinni viljum stundum rekja starfsemi hennar allt til hins ísfirska blóma- skeiðs á tíunda áratugnum, sem var tímabil sköpunarkrafts, virkni og fjörs, þar sem hljómsveitir störfuðu í öllum bílskúrum og öðrum skúrum og fyrirbæri eins og Fönklistinn og Menningarfé- lagið Andrúm létu til sín taka. Það myndaðist ansi sérstök og skapandi stemmning sem ég veit að við búum allir að og það fólk sem þar hafði sig í frammi hefur látið til sín taka hér og þar í þjóðlífinu.“ Í hljómsveitinni Reykjavík! spilar Haukur á gítar – rafmagns- gítar að sjálfsögðu enda ekki um annað að ræða í gaddavír. „Ann- ars tek ég líka í kassagítarinn og fékk núna meira að segja í jóla- gjöf forláta lítinn úkúlele-gítar, svona hawaii-kassagítar sem ég er að dunda mér við að læra á.“ Auk þess syngur hann bak- raddir. „Hann Dóri afi minn á Ísafirði [Halldór Hermannsson] fékk um daginn einhver verðlaun fyrir sérlega fallega rödd. Líklega í fyrsta sinn sem einhver af þessu kyni [úr Ögurnesinu við Ísafjarð- ardjúp] er vændur um raddfeg- urð! Og væntanlega það síðasta líka. En ég syng með.“ Gerir það einhver? Þegar Haukur er spurður hvort hann kunni betur við sig í Reyk- javík (án upphrópunarmerkis) en fyrir vestan stendur ekki á svar- inu: „Nei, blessaður! Gerir það ein- hver?“ Haukur býr ásamt kærustu sinni sem er af kyni Bandaríkja- manna og gefur því ágætis æf- ingu í ensku og köttum af óvissu þjóðerni við Skarphéðinsgötuna í Norðurmýrinni í Reykjavík í íbúð þar sem sjálfur Gunnar Þórðarson átti heima um árabil. Andi Gunnars Þórðarsonar „Það var margt sem Gunni Þórðar lagði íbúðinni til. Þar ber helst að nefna forláta mannhæð- arháan spegil, sem mér skilst að hann hafi notað þegar hann var að stríla sig upp fyrir djammið.“ Haukur viðurkennir að gera það líka. „Já, maður reynir að halda í hefðirnar. Ég spegla mig vel áður en ég fer út, hvort heldur til að spila eða skemmta mér í góðra vina hópi. Og svo er ég ekki frá því að Gunnar Þórðarson hafi skilið eftir góðan anda í íbúðinni sem lifir þar enn. Ég hef oftar en einu sinni lent í því að vakna með andfælum um miðja nótt með nýtt lag tilbúið í hausnum og þurft að hlaupa fram og spila það á gítarinn. Aldrei að vita nema þetta sé eitthvað sem Gunni hefur skilið eftir sig. Vonandi fer hann samt ekki að lögsækja mig fyrir lagastuld!“ – Hlynur Þór Magnússon.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.