Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 11
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 11
þrátt fyrir að hún sé ódýr í inn-
kaupum þessa stundina. Ég segi
því enn og aftur að þörf er að
vinna eftir ákveðinni stefnu og
ef forsætisráðherra sér fram á
tekjuafgang 2012 þá má hann
gjarnan upplýsa okkur hin um
það hvað það er sem hann hefur
í sjónmáli. Eins og er bíða menn
eftir að fá að vita hver stefnan
verður og hvaða skref eigi að
stíga næst. Það er ekki undarlegt
að almenningur hrópi á strætum
að þeir vilji fá upplýsingar. Það
hangir á allt á sömu spýtunni, að
við sjáum einhverja leið eða
stefnu út úr þessum ógöngum.“
Vantar upplýsta
umræðu um stöðu mála
„Ég vil meina að við í verka-
lýðshreyfingunni höfum staðið
okkur þokkalega í því sem snýr
að réttarstöðu launþega og ýmis-
legt annað sem við erum að ráð-
leggja fólki. Ég vil því hvetja þá
sem vantar upplýsingar að kíkja
inn á heimasíður stéttarfélaga því
þar eru að finna upplýsingar og
leiðbeiningar sem nýtist fólki
mjög vel í þeirri stöðu sem nú er
uppi.
Mér fannst mjög slæmt að
heyra að þeir sem standa fyrir
útifundunum í Reykjavík hefðu
lítið sér kynnt sér hvað við í
verkalýðshreyfingunni höfum
verið að gera í þessum málum.
Ég held að það hafi sjaldan verið
eins mikilvægt að fólk kynni sér
réttarstöðu sína á vinnumarkaði
og bara almennt.
Ég get ekki ítrekað nóg hve
mikilvægt er að almenningur í
landinu fái upplýsingar um það
sem er að gerast. Talað er um að
við þurfum að búa við skerta
þjónustu eitthvað áfram þar sem
verið er að skera mikið niður í
fjárlögum, málaflokkum sem ég
hefði viljað að farið yrði mildari
höndum um. Þá á ég við mála-
flokka sem skipta okkur meira
máli en utanríkismál og æðsta
stjórn landsins. Landsmenn fengu
í fyrra mótvægisaðgerðirnar
margrómuðu sem voru rúmir tíu
milljarðar sem þótti ofrausn þá.
Þar fór mest fyrir flýtifé í sam-
göngumálum en nú er verið að
skera stærsta hlutann af því til
baka, en við getum ekki séð ann-
að en það sé akkúrat það sem
þyrfti að fara í núna. Eins og t.d.
samgöngumiðstöðina í Reykja-
vík sem myndi gagnast öllum
landsmönnum sem og vegafram-
kvæmdir og önnur verk víða um
landið. Þetta eru verkefni sem
má ekki skera niður eða fresta
um lengri tíma við núverandi að-
stæður.
Það er þó jákvæður punktur í
þessum fjárlögum að framlög til
félags- og tryggingamálaráðu-
neytis sem og fjármálaráðuneytis
voru aukin, enda ekki vanþörf á
í því ástandi sem ríkir í landinu.
Maður vill síður vera of svartsýnn
en það er okkur öllum nauðsyn-
legt að vera raunsæ.“
Endurskoðun
kjaramála framundan
– Finnbogi segir mikla vinnu-
törn framundan hjá verkalýðs-
hreyfingunni.
„Fyrirferðarmesta og flóknasta
verkefnið sem við stöndum nú
frammi fyrir er endurskoðun
kjarasamninga. Það má segja að
framhald annarra kjarasamninga
á vinnumarkaði hangi á því hver
niðurstaðan verður í þeim við-
ræðum.
Forsendunefnd verkalýðsfé-
laganna hefur verið að störfum
og átt í viðræðum við fulltrúa
atvinnurekenda og ríkisstjórnar-
innar. Þeim störfum á að vera
lokið fyrir 15. febrúar og þá kem-
ur í ljós hvert framhaldið verður
og hvort við náum góðri lend-
ingu í því máli eða ekki. Að
sjálfsögðu gerum við okkur grein
fyrir að verðbólgumarkmið kjara-
samninganna eru löngu fyrir bí,
en ekki yrði sanngjarnt að ætla
almenningi í landinu að axla
birgðar óðaverðbólgu óstudd.
Það yrði skelfileg staða á vinnu-
markaði ef atvinnurekendur teldu
að samningsforsendur væru
brostnar og kysu að segja kjara-
samningum lausum frá 1. mars
næst komandi, þá býð ég ekki í
það ástand sem skapaðist í kjöl-
farið.
En við verðum að vonum það
besta og treysta því að þeir sem
stýra þeim viðræðum sýni skyn-
semi og hafi hagsmuni heildar-
innar að leiðarljósi, sagan hefur
kennt okkur að samstarf í þeim
málum skilar okkur betur áfram.
Það er unnið að því hörðum
höndum af verkalýðshreyfing-
unni, atvinnurekendum og ríkis-
valdinu að þau mál fari sem best.“
– thelma@bb.is
„Þó hér sé verið að tala um að
atvinnuleysi sé lægst á Vestfjörð-
um miðað við annars á landinu
verða menn að athuga að hér
hefur atvinnuleysi fimmfaldast
frá því á sama tíma í fyrra.“
Gert ráð fyrir millilanda-
flugvelli í Ísafjarðarbæ
Í nýju aðalskipulagi Ísafjarð-
arbæjar er það gert að mark-
miði að flug frá Ísafjarðar- og
Þingeyrarflugvelli verði mögu-
legt allan sólarhringinn. Einn-
ig er stefnt að því að milli-
landaflugvöllur verði staðsett-
ur í sveitarfélaginu. „Afar mik-
ilvægt er að flugsamgöngur til
og frá sveitarfélaginu verði
greiðar og öruggar, bæði til
annarra landsvæða sem og
annarra landa. Flugsamgöngur
skulu að vera áreiðanlegar,
þannig að almenningur geti
gert ráð fyrir að komast leiðar
sinnar á tilsettum tíma. Flug-
áætlun skal vera þannig háttað,
allt árið, að farþegar þurfi að
jafnaði ekki að dvelja lengur á
áfangastað en þann tíma sem
tekur að sinna erindinu“, segir
í greinargerð með drögum að-
alskipulagsins.
Í aðalskipulaginu er gert ráð
fyrir að nýr millilandflugvöllur
geti risið innan sveitarfélags-
ins en ekki er tekin afstaða til
staðsetningar. Flugvöllurinn
skal geta þjónað algengustu
farþega- og vöruflutningavél-
um sem nýttar eru í millilanda-
flugi í dag. Mikilvægt er að
hefja sem fyrst rannsóknir fyrir
staðarvali flugvallarins en
nefndir hafa verið staðir eins
og Sveinseyri í Dýrafirði, Arn-
arnes og Vellir (Hnífsdals-
bryggja) í Skutulsfirði. Lögð
skal áhersla á að neikvæð áhrif
á náttúru og landslag verði sem
minnst.
Áætlunarflug er á Ísafjarðar-
flugvelli eins og kunnugt er,
en Þingeyrarflugvöllur er vara-
flugvöllur fyrir Ísafjarðarflug-
völl. Þingeyrarflugvöllur var
endurbættur árið 2006 með
lengingu brautar, stækkun örygg-
issvæða og uppsetning á ljósa-
og aðflugsbúnaði. Ekki er að-
staða til næturflugs á þessum
flugvöllum nema fyrir neyðar-
og sjúkraflug. Yfir vetrartímann
styttist tímabilið sem flogið er á
hverjum degi, þannig að erfitt
getur reynst að sinna erindum á
einum degi. Ef tímabilið væri
lengra, gætu farþegar farið að
morgni á áfangastað og komið
heim að kvöldi, en þurfa nú oft
að bíða til næsta dags með að
ljúka ferð sinni. Ísafjarðarflug-
völlur gegndi áður mikilvægu
hlutverki í Grænlandsflugi.
Vegna reglugerðarbreytingar
hefur völlurinn misst það hlut-
verk þar sem ekki er fyrir hendi
búnaður til vopnaleitar. Engin
tæknileg fyrirstaða er fyrir því
að millilandaflugi til Ísafjarðar.
Vegna nálægðar er Ísafjarðar-
flugvöllur eini flugvöllurinn á
landinu sem getur sinnt Græn-
landsflugi. Í dag þurfa flugvélar
að millilenda á Ísafirði og taka
eldsneyti til að geta flogið á næsta
millilandaflugvöll. Farþegum er
ekki heimilt að fara frá borði.
Flugsamgöngur eru lykilþáttur
þáttur í samgöngukerfi landsins,
til að uppfylla þarfir um hraða
og skilvirkni í viðskiptum, stjórn-
sýslu og þjónustusókn, milli höf-
uðborgar og landsbyggðar“, segir
í drögunum. Þar kemur fram að
sex lendingarstaðir eru í Ísafjarð-
arbæ. Tveir þeirra, Ísafjarðar- og
Þingeyrarflugvellir, eru skráðir
hjá Flugmálastjórn og eru í
grunnneti flugvalla skv. sam-
gönguáætlun. Að auki eru þrjú
óskráð lendingar- og flugtaks-
svæði án nokkurs búnaðar. Í
samgönguáætlun er ekki gert
ráð fyrir alþjóðaflugvelli í
Ísafjarðarbæ eða annarsstaðar
á Vestfjörðum.
Í greinargerðinni segir: „Ör-
uggar og tíðar flugsamgöngur
eru ekki síður mikilvægar fyrir
atvinnulífið, ferðatími getur
haft mikil áhrif samkeppnis-
stöðu og afkomu fyrirtækja.
Þetta á bæði við um aðkeypta
þjónustu og sölu á þjónustu.
Flugsamgöngur skulu einnig
að gegna lykilhlutverki í að-
gengi fyrirtækja að mörkuðum
erlendis. Góðar flugsamgöng-
ur hafa veruleg áhrif á sam-
keppnishæfni og þróunar-
möguleika menntastofnana
eins og háskóla. Háskólasetur
Vestfjarða byggir kennsluna á
stundakennurum og gestafyr-
irlesurum og eru því flugsam-
göngur algjört skilyrði fyrir
því að skólinn dafni. Lögð er
áhersla á að Ísafjarðar- og
Þingeyrarflugvellir verði út-
búnir fyrir næturflug og hafi
þann búnað sem þarf til áætl-
unarflugs allt árið.
Koma skal strax á milli-
landaflugi í sveitarfélaginu,
með því að gera þær ráðstaf-
anir sem þarf til þess á Ísafjarð-
arflugvelli sbr. niðurstöðu um-
hverfismat í viðauka. Mikil-
vægt er að Ísafjörður missi ekki
tengslin við Grænland, heldur
geti eflt þau enn frekar. Áform
eru um námuvinnslu og fram-
leiðslu á Grænlandi og því ljóst
að miklir möguleikar eru fyrir
Ísafjarðarbæ að þjónusta svæð-
ið.“ – thelma@bb.is
Þingeyrarflugvöllur. Ljósm: © Mats Wibe Lund.