Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 21

Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 21
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 21 „Þrusustuð á blótinu“ Bolvíkingar blótuðu þorra í 64. sinn í íþróttahúsinu í Bolungarvík á laugardag. Að sögn Steinunnar Guðmundsdóttur, nefndarkonu, mættu 218 manns á blótið og skemmtu sér kon- unglega. „Skemmtiatriðin gengu mjög vel. Ég get ekki sagt að það hafi verið neitt sérstakt þema á þeim en það var stungið á helstu málum sem hafa verið að gerast í samfélaginu og var þeim fléttað inn í atriðin með söng og leik,“ segir Steinunn. Bæjarbragurinn var sunginn og vísur um hverja nefndarkonu. Hún segir Bolvíkinga kunna ágætlega við að blóta þorra í íþróttahúsinu en sakni að einhverju leyti þrengslanna í félagsheimilinu í Bolungarvík. Baldur og Margrét léku síðan fyrir dansi til kl. 03 og var þrusu stuð að sögn Steinunnar. – birgir@bb.is

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.