Bæjarins besta


Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 2

Bæjarins besta - 29.01.2009, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2009 Ný sundlaug í mynni Tungudals? Haukur í horni: Tvær eða fleiri flugur í einu höggi? Um 150 manns mættu í jóga. Settu Íslands- met í hópjóga Tæplega 150 manns mættu í hópjóga í íþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði á laugardag. Var mæt- ingin langt framar vonum skipu- leggjanda viðburðarins, Mörthu Ernsdóttur, sem bjóst við um 70- 100 manna þátttöku. „Vestfirð- ingar láta ekki sitt eftir liggja þegar þeir ætla sér eitthvað. Ég upplifði mikla ánægju og þakk- læti og ég hugsa að fólk hafi gengið sátt út,“ segir Martha. Hún reiknar með að aldursdreif- ing þátttakenda hafi verið á bilinu þriggja ára til sjötíu ára. „Tengda- móðir mín er 80 ára og hún sat í stól og fylgdist með og tók þátt. Við slógum Íslandsmet í jóga- iðkun í einum tíma en auglýsi hér með eftir ef það er ekki rétt,“ segir Martha. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að gjaldskrár hafna sveitarfélagsins hækki að meðaltali um 10% í ár. Gerð verð- ur breyting á einstöku liðum eins og það að rafmagnstengigjaldi verður skipt upp í tvo flokka, flotbryggjuflokk og hafskipa- kantsflokk. Orðið rafmagns- tengigjald fellur út og í staðinn komi rafmagnstenglagjald, þar sem viðkomandi gjald skal standa undir endurnýjun og við- haldi tengla og raflagna. Einnig verður tekið upp farþegagjald á skemmtiferðaskip og farþega- báta. Skemmtiferðaskip skulu borga farþegaskatt fyrir hverja ferð og farþegabátar skila inn farþegagjaldi mánaðarlega. Hækkun á rafmagni til skipa tekur mið af hækkun Orkubús Vestfjarða á milli gjaldskrár 2008 -2009 og er 23%, er framvegis uppfærist sjálfkrafa í samræmi við verðskrá OV. Aflagjald, kranagjald og skráningargjald skal vera óbreytt. Áður hafði hafnarstjórn samþykkt að gjald- skrá hafnsögubáts verði hækkuð um 40% vegna hækkunar á elds- neytisolíu síðustu misseri og ann- ars rekstrarkostnaðar. Gjaldskrár hafna sam- þykktar

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.