Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur á Ísafirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Ísafjarðarbæ í próf- kjöri sem haldið verður 13. febr- úar næstkomandi vegna sveitar- stjórnarkosninga í vor. Í til- kynningu frá Guðfinnu segir: „Ég hef tekið ákvörðun um að gefa kost á mér í fyrsta sæti fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í prófkjöri flokksins sem fram fer 13. febrúar næst- komandi vegna sveitarstjórnar- kosninga á komandi vori. Ég hef fylgst grannt með bæjarstjórnar- málum undanfarin ár og verið virk í starfi flokksins, m.a. átt sæti í stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ og verið í kjörnefnd flokksins í Norðvesturkjördæmi. Jafnframt hef ég notið þess að vera þátttak- andi í fjölbreyttu félagsstarfi og reynt að leggja mitt af mörkum til þess einstaka menningar- og mannlífs sem er hér á svæðinu. Það er að vandlega íhuguðu máli sem ég tek ákvörðun um að bjóða mig fram til ábyrgðarstarfa fyrir bæjarbúa og sækjast eftir forystusæti á lista Sjálfstæðis- flokksins í Ísafjarðarbæ í sveitar- stjórnarkosningunum í vor. Lands- byggðin hefur lengi átt undir högg að sækja og ekki síst Vest- firðir þar sem varnarbarátta hefur verið háð um árabil. Erfiðleik- arnir sem nú steðja að þjóðinni eru hins vegar þeir mestu í sögu lýðveldisins og hefur aldrei verið mikilvægara að standa vörð um hagsmuni sveitarfélagsins, íbúa þess og fyrirtæki. Þetta er góður málstaður að berjast fyrir því að hér fyrir vestan er eftirsóknarvert að lifa og starfa. Ég lýsi mig reiðubúna til að taka þátt í þeirri baráttu af heilum hug og gera mitt til að vinna að farsælli upp- byggingu bæjarfélagsins á kom- andi árum.“ Guðfinna M. Hreiðarsdóttir er fædd 3. apríl 1966 í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Hreiðar Eyjólfsson bílstjóri og Elsa Ein- arsdóttir húsmóðir, búsett í Reykjavík. Guðfinna lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1986, BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1991 og MA-próf í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2009. Á undanförnum ár- um hefur hún verið sjálfstætt starfandi við ýmiss konar ritstörf og ritstjórn, einkum um sagn- fræðileg efni. Hún hefur einnig unnið og sett upp sýningar þar sem viðfangsefnið er fortíðin og sagan frá mismunandi sjónar- hornum. Guðfinna hefur átt sæti í ýmsum nefndum og stjórnum, m.a. er hún formaður stjórnar Sögufélags Ísfirðinga, formaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða auk þess sem hún á sæti í Hrafns- eyrarnefnd og göngunefnd Skíða- félags Ísfirðinga. Guðfinna er gift Halldóri Hall- dórssyni bæjarstjóra og eiga þau þrjú börn. Þau hafa verið búsett á Ísafirði frá árinu 1996. Guðfinna býður sig fram í fyrsta sæti Jólasveinar létu sig ekki vanta og gáfu börnum góðgæti. Ljósin á jólatré Ísfirðinga á Silfurtorgi voru tendruð við fjöl- menna athöfn á laugardag. Jóla- tréð var fengið að gjöf frá Húsa- smiðjunni eins og undanfarin tvö ár. Af tilefni af tendruninni var mikið um dýrðir á Silfurtorgi. Styrktarfélag Tónlistarskóla Ísa- fjarðar var með árlega torgsölu sína. Lúðrasveit lék nokkur jóla- lög og kór söng nokkur lög. Að loknu ávarpi Halldórs Hall- dórssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar- bæjar, var kveikt á jólatrénu. Hápunktur dagsins var að sjálf- sögðu koma jólasveina sem skemmtu með söng sínum og færðu krökk- um góðgæti. Þrátt fyrir að veður- guðirnir hafi ekki verið í jóla- skapi myndaðist sannkölluð há- tíðarstemmning á torginu. Ljósin tendruð á jólatré Ísfirðinga Fjölmenni var viðstatt þegar ljósin á jólatré Ísfirðinga var tendrað.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.