Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009
„Við vorum með svipaðan bú-
skap en núna hefur fénu fækkað
töluvert. Maður verður að aka
seglum eftir vindi.“
– Þú verður sjötugur á komandi
sumri og með færra í takinu en
áður var. Núna eru það nánast
aðeins bókaútgáfan og sauðféð.
„Já, það eru bækurnar og
áframhald sem léttadrengur hjá
konunni. Raunar má segja að
Vestfirska forlagið sé búið að
hertaka mig. Ég reyni að sinna
því eins og ég mögulega get og
hef gaman af því. Ég væri löngu
hættur þessu ef ánægjan væri
ekki fyrir hendi.
Fyrir stuttu las ég á fréttavefn-
um skutull.is á Ísafirði, þar sem
greint var frá útgáfubókum for-
lagsins þetta árið, að Vestfirska
forlagið væri orðið ein af helstu
menningarstofnunum Vestfjarða.
Eins og öðrum finnst mér lofið
gott en þetta var nú kannski ein-
um of mikið sagt.“
– Þetta blasir kannski ekki við
þér sjálfum.
„Maður dæmir ekki sín eigin
verk heldur lætur aðra um það.“
Upphaf Vestfirska
forlagsins
– Hvenær byrjaðirðu bókaút-
gáfu og hvað varð til þess?
„Þegar við vorum á Hrafnseyri
var ég sífellt að kynna staðinn og
segja fólki sögu Jóns Sigurðs-
sonar. Því miður hefur það verið
þannig gegnum tíðina, að fólk
hefur séð Jón Sigurðsson sem
standmynd steypta í eir á Austur-
velli og nafnið Jón Sigurðsson
forseti. Fæstir hafa hins vegar
getað svarað því hvers vegna
hann var kallaður forseti eða fyrir
hvað hann stendur raunverulega
í þjóðarsögunni. Vegna hinnar
almennu fáfræði um Jón forseta
sem ég varð var við á Hrafnseyri
sá ég þörfina á því að reyna að
bæta þar úr með einhverjum
hætti.
Það hefur verið mjög algengur
misskilningur allt til þessa dags,
að Jón hafi verið fyrsti forseti
Íslands. Jón var hins vegar forseti
Kaupmannahafnardeildar Hins
íslenska bókmenntafélags og
þaðan fékk hann viðurnefnið
forseti. Hann var kosinn til þess
embættis að sjálfum honum for-
spurðum þegar hann var einu
sinni sem oftar staddur á skipi
úti á Atlantshafi á leið til Íslands.
Raunar var hann líka löngum
forseti Alþingis.
Árið 1994 var svo komið, að
ég ákvað að setja saman alþýð-
lega bók um Jón forseta. Ekki
kannski síst í minningu litlu fræð-
sluritanna sem hann sjálfur skrif-
aði fyrir íslenska sjómenn og
bændur. Ég ákvað að skrifa bók
sem væri ekki fræðirit heldur ein-
faldar staðreyndir um æviferil
Jóns. Auðvitað voru til feiknar-
legar bækur um hann sem fáir
lásu, þar á meðal ævisaga hans
eftir Pál Eggert Ólason prófessor
útgáfuna á sauðfjárjörðum fyrir
vestan. Hefurðu auðgast á þessari
iðju?
„Nei, alls ekki í peningum tal-
ið. Ég hef hins vegar orðið ríkur
af þessu hvað ánægjuna varðar.
Þetta hefur gefið mér mikið.
Fyrstu árin þurfti maður að borga
með þessu, eins og eðlilegt er.
Síðan hefur þetta farið á þann
veginn að útgáfan hefur gert sig
þokkalega þó að maður hafi alls
ekki verið að græða á því. Það er
fyrst og fremst ánægja mín og
ánægja lesendanna sem skiptir
máli. Hópurinn sem les þessar
bækur að vestan hefur sífellt farið
stækkandi og það gefur manni
byr í seglin. Ef fólkið keypti ekki
þessar bækur, þá væri auðvitað
sjálfhætt.
Að öðru leyti er það ánægju-
þátturinn sem drífur þetta áfram
og svo á hinn bóginn löngunin til
að draga fram efni hér á svæðinu
sem enginn hefði að öðrum kosti
fjallað um. Það er ég búinn að fá
staðfest margsinnis. Í þessum
bókum eru auk þúsunda ljós-
mynda geysilegur fróðleikur og
alls konar frásagnir sem væru
týndar og tröllum gefnar ef Vest-
firska forlagið hefði ekki komið
þar til skjalanna.“
Hann er svo
andskoti latur
„Fyrir nokkrum árum hafði
samband við mig maður að nafni
Bogi Þórhallsson, bóndi í Eyja-
firði. Hann hafði aðeins einu
sinni komið til Vestfjarða. Það
er gaman að segja frá því að
hann þekkti allt hér fyrir vestan
út og inn, bæði menn og málefni.
Þá þekkingu hafði hann öðlast
með því að kaupa allar bækurnar
að vestan og þrautlesa þær, bæði
gaman og alvöru. Þetta blessaða
forlag hefur einmitt verið þekkt
fyrir að gefa út bæði gaman og
alvöru eins og er í lífinu almennt.
Já, Bogi þessi kom einmitt við
á Hrafnseyri í sinni fyrstu ferð til
Vestfjarða. Meðal annars kom
hann í réttina sem er við þjóð-
veginn fyrir neðan bæinn. Síðan
fer hann inn á Hjallkárseyri sem
þá var næsti bær í byggð fyrir
innan Hrafnseyri. Þar bjó þá sá
merkilegi vestfirski karakter Há-
kon J. Sturluson. Bogi gefur sig
á tal við Hákon, sem eflaust hefur
verið snöggur upp á lagið eins
og hans var vandi. Hákon spyr
hvaðan maðurinn sé að koma og
Bogi kveðst vera að koma frá
næsta bæ fyrir utan þar sem hann
hafi komið við á réttinni.
Var eitthvað að gerast þar?
spyr Hákon. Þar var kona að
stússast við fé, svarar Bogi. Það
hefur nú verið hún Guðrún mín,
segir Hákon, hún hefur verið að
koma frá því að smala. Það er
trúlegt, segir Bogi, bóndinn úr
Eyjafirði, og bætir við: Svo sá ég
þarna stóran og mikinn mann
sem hallaði sér upp að staur. Jaaá,
segir Hákon, þetta hefur verið
helvítið hann Stóri-Grímur, hann
er svo andskoti latur.“
Kynnin af
Vestfirðingum
„Það hefur verið mín gæfa,
Reykjavíkurguttans sem hafði
ekki hugmynd um hvað Vest-
firðir voru, að kynnast góðu fólki
hérna fyrir vestan alla þessa ára-
tugi. Vissulega er margt af því
fólki farið. En ég segi eins og
aðrir hafa gert á undan mér: Það
hefur verið á við margra ára há-
skólanám að kynnast Vestfirð-
ingum, hinu vinnandi fólki bæði
til sjós og lands. Bændur og sjó-
menn eru salt jarðar, eins og þar
stendur.
Sá sem ekki kynnist því lífi
sem þetta fólk lifir og hefur lifað,
hann fer mikils á mis. Það kemur
vel fram í Bókunum að vestan,
sem við köllum, hvað Vestfirð-
ingar eru sérstakir á margan hátt.
Ég tel mig vel dómbæran í því
máli.“
Séra Hallgrímur
Í lokin á þessu spjalli við Stóra-
Grím, bókaútgefanda og létta-
dreng á Brekku í Dýrafirði, skal
hnýtt einni gamansögu í anda
hinna nýju vestfirsku þjóðsagna,
sem hann hefur gefið út ár hvert
á annan áratug:
Hallgrímur Sveinsson var í
liðuga fjóra áratugi staðarhaldari
á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæð-
ingarstað frelsishetjunnar Jóns
Sigurðssonar, og sat hann staðinn
og rak að höfðingjasið. Ekki var
Hrafnseyrarbóndinn þó prests-
menntaður og þjónuðu því aðrir
fyrir altari í Hrafnseyrarkirkju.
Gunnar Sigurðsson á Þingeyri,
meistarinn í Hlíð, kaupmaður og
trésmíðameistari, einn af afkom-
endum Sighvats Grímssonar
Borgfirðings, fræðimanns á
Höfða í Dýrafirði, er þekktur fyrir
að vera fljótur að hugsa og koma
fyrir sig orði. Standast honum
fáir snúning í þeirri list.
Fyrir nokkrum árum kom eldri
kona í búðina hjá meistaranum á
Þingeyri ásamt fleira fólki. Taka
þau tal saman og konan fer að
spyrja kaupmanninn um menn
og málefni. Kemur þar í samtal-
inu að hún segir honum frá því
að hún og samferðarfólk hennar
hafi komið við á Hrafnseyri.
Konan heldur áfram: Mikið er
þetta nú annars geðugur og ljúfur
maður, presturinn þarna á Hrafns-
eyri. Það er svo ljómandi gott að
tala við hann og svo er hann svo
fróður um alla hluti. Hvað heitir
hann nú aftur?
Svaraði þá meistari Gunnar að
bragði án þess að depla augum:
Þetta mun hafa verið hann séra
Hallgrímur. Hann er elskaður og
virtur af öllum sínum sóknar-
börnum og eftir því eru góðar
hjá honum ræðurnar.
– Hlynur Þór Magnússon.
í fimm hnausþykkum bindum,
og síðan bækur eftir Lúðvík
Kristjánsson og Einar Laxness
og fleiri góða menn.
Einhvern veginn fann ég fyrir
þessari þörf og skrifaði því þessa
bók og gekk auðvitað í smiðju til
allra þessara manna sem ég var
að nefna. Ég minnist þess að
Einar Laxness sagði við mig eitt-
hvað á þá leið, að mér bæri skylda
til þess að halda nafni Jóns á lofti
sem staðarins manns. Ég er ekki
frá því að þau orð hans hafi haft
nokkur áhrif á mig. Ég fór svo í
prentsmiðjuna Ísprent á Ísafirði
og hitti þar góða menn og þeir
prentuðu þessa bók fyrir mig. Ég
lærði heilmikið af þeim mönnum
enda vissi ég á þeim tíma varla
hvað prentsmiðja var.
Bókin hefur verið endurprent-
uð og hefur verið í gangi allar
götur síðan. Þessi frumraun mín
í útgáfu lukkaðist bara nokkuð
vel þó að á henni séu gallar eins
og öðrum mannanna verkum.
Henni hefur verið vel tekið. Hún
var fyrst og fremst hugsuð fyrir
almenning og ekki síst skólabörn.
Síðan þetta var eru nú bara
liðin fimmtán ár. Það eru núna
fimmtán ár frá því að Vestfirska
forlaginu var formlega hleypt af
stokkunum. Næsta skrefið var
að þýða bókina um Jón forseta á
ensku. Það gerði sá góði maður
og mikli enskumaður og ritstjóri,
Hersteinn Pálsson. Alveg óað-
finnanleg þýðing.
Fyrir nokkru hitti ég Björn
Davíðsson í Snerpu á Ísafirði og
við vorum að rifja það upp að eitt
af fyrstu verkunum hjá Snerpu
var umbrotið á þessari bók og
frágangur hennar til prentunar.
Þessi fyrirtæki bæði, Vestfirska
forlagið og Snerpa, eru alveg á
sömu járnum hvað aldur varðar.“
Töluvert á annað
hundrað titlar
– Hvað eru útgáfubækur Vest-
firska forlagsins orðnar margar á
þessum fimmtán árum?
„Ég hreinlega veit það ekki,
ég hef ekki talið þær saman. En
þær eru orðnar töluvert á annað
hundrað. Þar kennir náttúrlega
ýmissa grasa. Nefna má ritröðina
frá Bjargtöngum að Djúpi, tólf
bindi. Mannlíf og saga fyrir vest-
an, tuttugu hefti. 101 ný vestfirsk
þjóðsaga sem Gísli Hjartarson
tók saman, átta hefti. Fjórða heft-
ið núna fyrir jólin af 99 vest-
firskum þjóðsögum undir rit-
stjórn Finnboga Hermannssonar,
sem ýmsir hafa annars séð um.
Og meðal annarra orða, þá er
líklega orðið tímabært að gera
úttekt á vestfirsku nútíma þjóð-
sögunum á vísindalegan hátt.
Hvernig hafa þær orðið til? Hvers
konar efni er þetta? Hvað með
sannleikann í þeim? Og þannig
má endalaust spyrja.
Síðan má telja allar ævisög-
urnar sem forlagið hefur gefið
út. Þær eru orðnar nokkuð margar
og má þar nefna ævisögur séra
Baldurs Vilhelmssonar og Ás-
geirs á Látrum, ævisögu Torfa
Guðbrandssonar, Strandamaður
segir frá í tveimur bindum, Ekk-
ert að frétta eftir Sverri Guð-
brandsson bróður hans og ævi-
minningar Tryggva Þorsteins-
sonar læknis frá Vatnsfirði, svo
nokkrar séu nefndar.“
Ánægjan skiptir mestu
– Stóru bókaforlögin hafa bar-
ist í bökkum og verið að samein-
ast og fara í þrot til skiptis. Þú
hefur haldið þínu striki með litlu