Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.12.2009, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 10.12.2009, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 11 töldu að ég hefði verið í fullu starfi sem svokallaður staðar- haldari á Hrafnseyri. Það var fjarri sanni. Þetta var að mestu leyti heiðurstitill en að vísu fékk ég lítils háttar umbun síðustu árin sem slíkur. Það var þannig að maður var sjálfur að mestu leyti potturinn og pannan í því sem gert var á staðnum og í kynningu hans út á við, að ekki sé nú talað um að halda á lofti nafni Jóns Sigurðssonar og Hrafns Svein- bjarnarsonar. En sjálfboðavinna var það að mestu leyti og er ég mjög sáttur við það. Ég vil taka það fram, að kona mín var alltaf bóndinn og er enn. Ég hef alla tíð verið bara létta- drengur hjá henni og haldið því á lofti, enda hef ég sinnt ýmsum öðrum störfum gegnum tíðina. Maður hefur verið óragur við að taka að sér alls konar störf.“ Betra minna og jafnara – Þú varst bæði oddviti og hreppstjóri í Auðkúluhreppi. „Já, ég var oddviti og hrepp- stjóri og sýslunefndarmaður um skeið, ég segi nú ekki hunda- hreinsunarmaður. Maður var svo vitlaus þá að gangast upp í því að vera í alls konar félagsstörfum. Það vantaði nú ekki hjá manni. Þetta var einhvers konar metn- oft á honum. Síðan kom snjóbíll hreppsins þegar Auðkúluhreppur var sameinaður Þingeyrarhreppi árið 1990 og hann hefur verið í gangi síðan þegar á hefur þurft að halda.“ – Voruð þið með stórt bú á Hrafnseyri? „Við vorum yfirleitt alltaf með 250 fjár. Það var stöðugt í áratugi. Við vildum ekki hafa það meira þó að það hefði verið hægt. Þetta var alveg nóg og við pössuðum okkur á því að hafa þetta ekki of stórt.“ Léttadrengur konunnar – Hrafnseyri er meginþátturinn í ævivef ykkar hjóna. „Þegar við fórum frá Hrafns- eyri, þá fórum við þaðan með frið í hjarta eftir að hafa unnið að uppbyggingu staðarins öll þessi ár. Formlegur húsbóndi staðarins var Hrafnseyrarnefndin. Það var ákaflega gefandi að vinna með þeim mönnum öllum. Maður lærði mikið af því að umgangast þá. Ég get ekki annað en borið þessum mönnum ákaflega vel söguna. Samstarfið gat ekki verið ánægjulegra eða betra. Þeir treystu okkur alveg fyrir staðnum og ég vona að við höfum reynst þess trausts verðug. Þess má vel geta hér, að sumir yfirvalda til þess, og ætluðu að borga verkið úr eigin vasa. En eigi má sköpum renna og Sveinn Einarsson féll frá veturinn eftir. Hrafnseyrarnefnd tók svo málið upp á sína arma og þar komu aðrir hleðslumeistarar til, en það er önnur saga.“ Kennari og skóla- stjóri á Þingeyri – Svo varstu líka um langt ára- bil kennari og skólastjóri á Þing- eyri. „Já, fyrst var ég lengi kennari hjá Tómasi vini mínum Jónssyni, sem var skólastjóri á Þingeyri meira en tvo áratugi. Hann bað mig svo um að leysa sig af einn vetur meðan hann skryppi í spari- sjóðinn, en það urðu fjórtán ár. Við vorum samt alltaf með okkar búskap á Hrafnseyri. Það var ekki ríkisbú eins og margir héldu og svo höfðum við þar vetrarmenn. Meðal annars var þar Jón Guð- mundsson ásamt fjölskyldu sinni á okkar vegum í meira en áratug.“ – Leiðin yfir Hrafnseyrarheiði milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar hefur jafnan verið lokuð lang- tímum saman yfir veturinn. „Já, það var nú ekki mokað eins oft á fyrri tíð og hefur verið á síðustu árum. Svo áttum við lítinn snjóbíl á tímabili og fórum okkar Finnbogadóttir og eitthvert fyrsta verk hennar í embætti for- seta Íslands var að opna safnið. Minningarkapella Jóns Sigurðs- sonar sem Sigurbjörn biskup vígði þann sama dag var svo hluti af safninu. Þessi uppbygging hafði átt sér stað á árunum þar á undan. Árið 1993 kom til Hrafnseyrar Sveinn Einarsson bóndi frá Hrjót á Austfjörðum. Sveinn var einn af gömlu hleðslumeisturunum upp á grjót og torf, einn sá allra síðasti. Hann kom til okkar að lagfæra gamlar grjóthleðslur í kirkjugarði staðarins og þar í kring. Svo er frá því að segja að Guð- rún mín og systir hennar, Kristín Lýðsdóttir, voru að spjalla við karlinn í eldhúsinu á Hrafnseyri. Það er margt spjallað í eldhúsun- um. Þær spurðu hann hve mikið það hefði kostað að endurgera bæinn í Sænautaseli í Jökuldals- heiði, sem hann sá um. Fimm hundruð þúsund, svaraði Sveinn. Hvað mundi kosta að endurgera fæðingarbæ Jón Sigurðssonar hér á Hrafnseyri? Sjö hundruð þús- und, var svarið, og þá nákvæm- lega eins og bærinn var á tímum Jóns. Þarf ekki að orðlengja það, að þær systur gengu frá því við Svein að hann kæmi í það verk næsta sumar, ef þær fengju leyfi aður. En þegar litið er til baka blasir við, að maður hefði nú mátt fara sér aðeins hægar í þessum efnum. Ef menn eru í of mörgu, þá kemur það óhjá- kvæmilega niður á einhverju af þeim störfum sem fengist er við. Núna þegar ég lít til baka sé ég vel, að þegar ég var skólastjóri á Þingeyri var það ekkert sérlega heppilegt að vera jafnframt stjórnarformaður Kaupfélags Dýrfirðinga eða einn helsti frum- kvöðullinn í ævintýrinu Leik- fangasmiðjunni Öldu hf. svo dæmi séu tekin. Þetta er einfald- lega til vitnis um það að menn ætla sér stundum ekki af á ákveðnum aldri. Þá er svo margt sem hugurinn vill gera og menn láta sig hafa að fara út í og sækjast jafnvel eftir því. Það er betra að hafa þetta minna og jafnara.“ Bókaútgáfa og sauðfé – Núna eruð þið búsett á Brekku í Brekkudal í Dýrafirði. „Við keyptum þá jörð árið 1998 og fluttum alkomin hingað árið 2005 þegar við fórum frá Hrafnseyri. Brekka er raunar föð- urleifð konu minnar. Hér bjuggu foreldrar hennar og hér eru hennar æskuslóðir.“ – Eruð þið með svipaðan bú- skap á Brekku og var á Hrafns- eyri?

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.