Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009
gegnum
LINSUNA
Vegna síaukins áhuga al-
mennings á ljósmyndun,
hefur Bæjarins besta ákveð-
ið að birta í vetur valdar
myndir eftir hina fjölmörgu
áhugaljósmyndara á Vest-
fjörðum. Þeir sem vilja leyfa
lesendum blaðsins að sjá
verk sín er bent á að senda
þær í prentgæðum á net-
fangið bb@bb.is ásamt
stuttum texta og ljósmynd
af höfundi. Fimmti vest-
firski áhugaljósmyndarinn
til að sýna ljósmynd eftir
sig er Baldur Páll Hólm-
geirsson á Ísafirði.
I Love New York: Þessi mynd er hluti af sameiginlegri æfingu minni og stílistans Laura Reano Velarde.
Markmiðið var að æfa okkur bæði í tískuljósmyndun. Laura sá bæði um förðun og stíliseringu en ég sá um lýsingu
og ljósmyndun. Fyrirsætan er Eva Alfreðsdóttir á Ísafirði. Myndavél: Canon EOS 5D. Linsa: Canon EF 17-40mm
f/4L.Ljósop: ff/8.0. Hraði: 0.008 sek. ISO: 400.
Er skyld annarri hverri
manneskju fyrir vestan
Guðrún Gunnarsdóttir, söng-
kona og útvarpskona, er ein
Frostrósanna sem skemmta Vest-
firðingum í Ísafjarðarkirkju í
kvöld. Guðrún hefur dvalið í
Súðavík hluta úr sumri mörg und-
anfarin ár. Hvernig stóð á því að
Súðavík varð fyrir valinu sem
sumardvalarstaður og hvernig
tengist hún Vestfjörðunum?
„Pabbi minn er ættaður frá Ísa-
firði, eða eiginlega frá Súðavík,
því afi og amma bjuggu fyrst á
Hlíf sem er rétt fyrir utan Súðavík
og fluttust svo til Ísafjarðar og
bjuggu lengst af í Aðalstræti 15.
Þegar ég var fimmtán ára vann
ég í fiski í Hnífsdal eitt sumar og
var ekki búin að vera þar lengi
þegar þeir sem ég vann með voru
búnir að komast að raun um að
ég væri skyld annarri hverri
manneskju sem þarna vann. Eftir
snjóflóðin keypti félagið mitt,
FÍH, bústað í Súðavík og við
ákváðum að skella okkur þangað
eitt sumarið, svona til að halda
tengslum við ræturnar. Þar leið
okkur svo ljómandi vel að við
höfum verið fyrir vestan á hverju
sumri síðan.“
– Hvað er annars að frétta af
þér? Þú ert að syngja með Frost-
rósunum, hvað fleira?
„Ég er að syngja út um allt,
bæði ein og með öðrum. Hef
stundum sagt í gríni að ég sé
svona tækifærissöngkona. Hef
verið að syngja með Kristjönu
Stefáns og Andreu Gylfa á nokkr-
um tónleikum, til dæmis. Svo
hef ég verið að syngja með Ellenu
Kristjáns og Kristjönu og strák-
unum úr Buffinu til dæmis. Og
svo er það náttúrulega Cornelius
kallinn Wreswiik. Vinnan við
það verkefni er það sem mér
finnst skemmtilegast af því sem
ég hef verið að gera þetta árið.
Ég var búin að ganga með þennan
draum í maganum lengi. Alveg
síðan rétt eftir stúdentspróf þegar
ég bjó úti í Noregi í tvö ár ásamt
góðum vinum, þeim Aðalsteini
Ásberg Sigurðssyni og konunni
hans Önnu Pálínu Árnadóttur.
Meðfram vinnu á elliheimilum
og barnaheimilum vorum við í
vísnagrúppu og spiluðum og
sungum víða.
Þar kynntumst við tónlist Corne-
liusar og annarri norrænni vísna-
og þjólagatónlist og á einni þjóð-
lagahátíðinni í Finnlandi hittum
við Cornelius. Þá var hann nú
orðinn ansi svona lúinn og drakk
svolítið þarna, en það var mjög
magnað að hitta þessa stjörnu í
eigin persónu. Eftir það fórum
við meira að skoða tónlistina hans
og þá ekki síst textana, enda var
hann textans maður og lagði mest
upp úr flutningi þeirra. Aðal-
steinn Ásberg þýddi textana og
sænskur vinur okkar kom með í
púkkið og við ákváðum að láta
það verða að veruleika að gefa
lög Corneliusar út á íslensku.
Svo komu þrír Svíar til landsins
í mars og við tókum alla plötuna
upp á þremur dögum. Platan var
svo gefin út í júní og í júlí komu
Svíarnir aftur og við ferðuðumst
um landið með Corneliusar-pró-
grammið til að kynna plötuna.
Það virðist vera gríðarlegur áhugi
á þessari tónlist því það var upp-
selt á nærri alla tónleikana. Við
hefðum getað haldið helmingi
fleiri tónleika.“
Komin á Rás 1