Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 9
þessi göng líka. Þau munu nátt-
úrulega gjörbreyta öllum okkar
búsetumöguleikum. Að maður
tali nú ekki um að þau munu
leysa af hólmi þessa hlíð sem
hefur tekið svo gríðarlegan toll.“
Um það hvort göngin ýti undir
hugsanlega sameiningu bæjarfé-
laganna segir Halldór: „Já. Ég er
nú þeirrar trúar.“
Mikið var um dýrðir í íþrótta-
húsinu í Bolungarvík þegar Bol-
ungarvíkurkaupstaður og Ísa-
fjarðarbær buðu íbúum til veislu
í tilefni af því að Kristján L. Möll-
er samgönguráðherra sprengdi
síðasta haftið í Bolungarvíkur-
göngum. Vegamálastjóri, fulltrúi
verktaka á svæðinu og fulltrúar
sveitarfélaga fluttu ræður á þess-
ari hátíðarsamkomu auk margra
annarra. Boðið var upp á tónlist-
aratriði af ýmsum toga og mikil
stemning ríkti meðal þeirra
fjölmörgu sem komu saman til
að fagna þessum tímamótum.
Slysavarnadeildir í Bolungar-
vík og Ísafjarðarbæ sáu í samein-
ingu um kaffiveitingar og Valli
bakari og Gamla bakaríið bökuðu
marsipantertu sem var eftirlíking
af Bolungarvíkurgöngum í hlut-
föllunum 1 á móti 1000, en bæj-
arstjórinn í Bolungarvík reiknaði
út umfang tertunnar og setti upp
í excelskjal ásamt umfangi marsi-
pans svo tertan yrði í réttum hlut-
föllum. Kom það svo í hlut vega-
málastjóra, samgönguráðherra
og bæjarstjóranna beggja megin
ganga að „slá í gegn“ á táknrænan
hátt og tóku þeir í sameiningu
haftið sem skildi gangahlutanna
að inni í tertunni og gerðu leiðina
greiðfæra.
– fridrika@bb.is
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Elías Jónatansson,
bæjarstjóri Bolungarvíkur, Kristján L. Möller, samgönguráðherra og
Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, opnuðu göngin á táknrænan hátt.
Auglýst eftir framboðum til prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningar í Ísafjarðarbæ
Laugardaginn 13. febrúar 2010 fer fram prófkjör vegna framboðs
sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ til bæjarstjórnarkosninga þann 29.
maí 2010.
Auglýst er eftir tillögum að framboðum til prófkjörsins. Skal framboð
vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt sam-
þykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs og hlíti þeim reglum
sem kjörnefnd setur. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu
bæjarstjórnarkosningum. Að hverju framboði skulu standa 10 flokks-
bundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Ísafjarðarbæ. Kjörnefnd er heimilt
að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar þeim frambjóðendum
sem hér er auglýst eftir.
Framboðsfrestur rennur út 22. janúar 2010 og skal framboðum og
listum með nöfnum meðmælenda skilað til formanns kjörnefndar. Óð-
ins Gestssonar, Eyrargötu 6, 430 Suðureyri. Með hverju framboði skal
fylgja mynd af viðkomandi ásamt stuttu æviágripi, helst á tölvutæku
formi.
Prófkjörsreglur og frekari upplýsingar má fá hjá formanni kjörnefnd-
ar, Óðni Gestssyni í síma 892 2482 og á netfanginu odinn@icelandicsaga.is
Kjörnefnd fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ.
Saga vegagerðar um Ísafjarðardjúp skráð
Að undanförnu hafa Jón Páll
Halldórsson og Guðfinna M.
Hreiðarsdóttir unnið að skrán-
ingu sögu vegagerðar um Ísa-
fjarðardjúp, allt frá Þorskafjarð-
arheiði út í Bolungarvík. Að sögn
Guðfinnu er verkið á lokastigi
og er verið að afla myndefnis sem
prýða mun væntanlega bók. Segir
hún ótrúlega stóran hóp manna
og kvenna hafa unnið við vega-
gerð í Djúpinu í gegnum tíðina
og vill gjarnan að þeir sem eigi
ljósmyndir frá þeim tíma eða
lumi á skemmtilegum sögum hafi
samband við þau sem að sögurit-
uninni standi.
Skemmst er að minnast þess
að síðastliðið sumar náðist merki-
legur áfangi í vegagerð í Ísafjarð-
ardjúpi þegar Mjóafjarðarbrú var
opnuð til umferðar og um leið
var kominn malbikaður vegur um
allt Ísafjarðardjúp. Segir Guð-
finna að meðan vegagerð var
unnin með handverkfærum og
hestum þá hafi þótt óhugsandi að
leggja akveg um brattar og grýtt-
ar fjallshlíðar Ísafjarðardjúps.
Lögð var höfuðáhersla á sam-
göngur á sjó enda Vestfirðingar
manna sjóvanastir. „Þið hafið
sjóinn, þar er ykkar vegur“ var
löngum sagt við Vestfirðinga.
Um 1930 voru þó farnar að
heyrast raddir um auknar sam-
göngur á landi og horfðu menn
nes. Það var svo árið 1943 sem
byrjað var á vegagerð á Þorska-
fjarðarheiði og árið 1946 hófust
framkvæmdir við Óshlíðarveg.
Um þremur áratugum seinna var
vegurinn um Ísafjarðardjúp
formlega tekinn í notkun, haustið
1975.
– thelma@bb.is
þá helst til þess að lagður yrði
akvegur vestur yfir Þorskafjarð-
arheiði að Djúpi. Frá Arngerðar-
eyri eða Melgraseyri yrði sjó-
leiðin síðan farin til Ísafjarðar.
Enginn var svo djarfur að leggja
til að þjóðvegur yrði lagður út
með Djúpi að vestan inn fyrir
hvern fjarðarbotn og út fyrir hvert
Vinnuflokkur mætir til starfa á Óshlíð
sumarið 1948. Ljósmynd Jón J. Víðis.
Yfir 30 börn bíða
eftir leikskólaplássi
Yfir 30 börn voru á biðlistum
leikskóla Ísafjarðarbæjar í októ-
ber. Flest biðu eftir plássi á Sól-
borg eða 17 börn, en því næst
komst Eyrarskjól þar sem 14 börn
voru á biðlista. Þetta kemur fram
í samantekt leikskólafulltrúa sem
lögð var fyrir fræðslunefnd sveit-
arfélagsins á síðasta fundi.
Flest barnanna á biðlista eru
fædd 2008 eða 24 talsins. Þá eru
sjö börn fædd á árinu 2009 og
tvö börn fædd árið 2007. Sveit-
arfélagið hefur haft það fyrir
stefnu að öll börn eldri en átján
mánaða gömul komast fljótt í
leikskóla eftir að sótt er um fyrir
þau. Flest barnanna á biðlista eru
undir þeim aldri.
Í Ísafjarðarbæ eru sex leikskól-
ar, Sólborg og Eyrarskjól eru á
Ísafirði, Bakkaskjól í Hnífsdal,
Tjarnarbær á Suðureyri, Laufás
á Þingeyri og Grænigarður á Flat-
eyri.
– thelma@bb.is