Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 19
Sælkeri vikunnar er Alfreð Erlingsson á Ísafirði.Sælkerinn
Lax með mangó og muldum
pistasíuhnetukjörnum
Matgæðingur vikunnar býður
upp á tvær uppskriftir. „Fram-
undan er mikla matarhátíð með
jólahlaðborðum og svo sjálf jóla-
hátíðin. Væntanlega eru kjötréttir
í hávegum hafðir nú sem endra-
nær og því ætla ég að miðla einni
góðri laxauppskrift sem getur allt
eins verið hátíðarmatur. Þetta er
mjög einfaldur réttur, nema helst
ef að veiða þarf laxinn!!!,“ segir
Alfreð.
Lax með mangó
chutney og muldum
pistasíuhnetukjörnum
2 laxaflök beinhreinsuð
Safi úr 2-3 sítrónum
Paprikuduft
Salt og pipar
2 krukkur, sweet mangó chut-
ney (helst frá Rajah)
300g muldir pistasíuhnetu-
kjarnar (fæst tilbúið)
Leggið flökin á álpappír og
kreistið sítrónurnar yfir. Kryddið
með paprikudufti, salti og pipar.
úr smjöri og kryddaðar með stein-
selju og hvítlauk.
Salat t.d. iceberg, vínber,
papriku, fetaost og furuhnetur
eða sólblómafræ og smá ólífuolíu
yfir.
Einn góður eftir-
Smyrjið chutney-inu á flökin. Að
síðustu er muldu hnetukjörnun-
um dreift yfir. Sett í ofn við 180-
200°C þar til laxinn er eldaður í
gegn. Meðlæti að vild, t.d. til-
búnar litlar kartöflur steiktar upp
réttur og fljótlegur
Fyrir 4
2 perur (frekar þroskaðar)
4 dl vatn
1 dl sykur
1 engiferrót
Sjóðið saman vatn og sykur,
skrælið engiferrótina og skerið í
þunnar sneiðar og setjið út í
sykurlöginn og látið sjóða rólega
í ca 5 mín. Skerið perurnar í
tvennt hreinsið steinana úr. Takið
pottin af hellunni og setjið
helmingana út í og látið standa í
ca 2 tíma. (Ath að þetta rúmist
vel í pottinum). Berið fram með
ís (vanilluís er bestur með).
Verði ykkur að góðu
Ég skora á vin minn Níels R
Björnsson á Ísafirði. Hann lumar
á ýmsu góðgæti.
„Svo náttúrulega vinn ég hjá
Rúv og er núna komin yfir á Rás
1, þar sem ég er með tvo þætti.
Okkar á milli á þriðjudagsmorgn-
um og Á réttri hillu eftir hádegi á
föstudögum. Mér finnst alveg
æðislega gaman að vera komin
yfir á Rás 1, það er gamall draum-
ur hjá mér. Þótt mér hafi líkað
afskaplega vel á Rás 2 og sakni
sambandsins sem myndast við
hlustendur í beinni útsendingu,
þá hafði mig lengi langað til að
vinna á Rás 1 og er mjög ánægð
þar. Einhvern tíma var reyndar
sagt að fólk væri fært af Rás 2
yfir á Rás 1 þegar það þætti of
gamalt til að vera á Rás 2, en það
er löngu liðin tíð. Meirihlutinn á
Rás 1 er ungt fólk, miklu yngra
en ég.“
Ný Frostrós
– Nú ertu orðin ein af Frostrós-
unum sem ætla að skemmta Ís-
firðingum í kvöld. Hvað geturðu
sagt mér um það verkefni?
„Mér var boðið að vera með í
fyrra en gat það ekki þá, því ég
var að fylgja eftir Umvafin engl-
um plötunni minni og líka að
syngja með Björgvini Halldórs,
en núna var ég laus þannig að ég
var óskaplega ánægð með að geta
verið með. Við sem erum í Frost-
rósunum núna erum svo skemmti-
lega ólík og ég vona að það skili
sér í því að fólk fái fjölbreyttan
söng.“
– Koma nýjar áherslur með
nýju fólki?
„Ég veit bara ekki nógu vel
hvernig þetta hefur verið áður.
Við Friðrik Ómar syngjum dúett,
en ég held þetta sé ósköp svipað
og hefur verið. Þetta er orðið það
fast í sessi að það sem helst breyt-
ist er að fólk fær að heyra nýjar
raddir frá ári til árs. Við erum
með strengjasveit og hljómsveit
og barnakór eins og verið hefur
og lagavalið er svipað.“
Barnabörnin
elska Súðavík
– Nú eru börnin og barnabörn-
in komin í sviðsljósið líka. Er
ekki nóg að gera við að fylgjast
með afrekum þeirra?
„Já, já, þau eru öll á kafi í
leiklist og músík. Valgeir Hrafn
dóttursonur minn er að fara að
leika í Óliver í Þjóðleikhúsinu
og stelpurnar mínar fjórar eru
allar á fullu. Það er hending ef
maður nær að fylgjast með því
öllu.“
– Deila þau dálæti þínu á Súða-
víkinni?
„Í sumar fór ég í fyrsta sinn
með barnabörnin til Súðavíkur
og þeim fannst alveg óskaplega
gaman. Fyrst leist þeim nú ekkert
á að fara svona langt, en urðu
svo alveg yfir sig hrifin. Með
tilkomu Raggagarðs er bara frá-
bært að vera þarna með börn.
Þau voru úti að leika sér allan
daginn, alsæl. Og þegar við fór-
um spurðu þau hvort við kæmum
ekki örugglega aftur næsta sum-
ar, þannig að það verður sett á
prógrammið.“ – fridrika@bb.is