Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009
Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími
892 5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is, Friðrika Benónýsdóttir, símar
456 4560 og 697 8618, fridrika@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894
6125, halldor@bb.is. Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er
afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Ertu farin(n) að huga að
jólaundirbúningnum?
Alls svöruðu 412.
Já sögðu 328 eða 80%
Nei sögðu 84 eða 20%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Stíf auðaustanátt með
talsverðri vætu vætu,
en úrkomulítið NA-til.
Milt veður.
Horfur á laugardag:
Lægir og léttir víða til.
Kólnar heldur og búast
má við næturfrosti
inn til landsins.
Horfur á sunnudag:
Suðaustlæg átt og
vætusamt sunnan- og
vestanlands, en þurrt
norðaustantil.
Ritstjórnargrein
Bílfært allt árið!
Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Sama gildir um hagsmunamál
Vestfirðinga. Þess vegna finnst BB aldrei of miklu rými varið til
að árétta nauðsyn Vestfirðinga á samstöðu við að tryggja að hér
séu til staðar þær frumþarfir sem þarf til eflingar byggðar í fjórð-
ungnum Má þar til nefna: atvinnnu – samgöngur – raforku –
menntun – heilbrigðisþjónustu og verslun að ógleymdri þörfinni
fyrir listir og menningu. Séu tilgreindir þættir ekki í takt við það
sem gerist í öðrum landshlutum, munu Vestfirðingar fara halloka,
gjalda þess í formi skertra lífskjara, sem leiðir af sér að færri
hendur verða eftir til að bera uppi samfélagið.
Í ályktun fundar aðgerðarhópsins Áfram vestur, til stuðnings
Dýrafjarðargöngum og tengingu byggða á Vestfjörðum með ör-
uggum samgöngum árið um kring, sem haldinn var á Ísafirði
þegar fagnað var síðustu sprengingunni í Bolungarvíkurgöngunum
er, að því er fram kom í síðasta tbl. BB, ,,lýst yfir skilningi á erf-
iðri stöðu þjóðarbúsins. Menn séu tilbúnir að taka þátt í erfiðu
endurreisnarstarfi með stjórnvöldum. En að sama skapi sé þess
vænst að stjórnvöld hafi ríkari skilning á stöðu Vestfirðinga og
átti sig á því tjóni sem þeir hafi orðið fyrir vegna skorts á sömu
mannréttindum og flestir aðrir landsmenn njóti.“
Þetta er mergurinn málsins: Vestfirðingar njóti sömu mannrétt-
inda og flestir aðrir landsmenn hvað varðar samgöngur, aðgang
að orku og þar með möguleika á nýjum atvinnutækifærum, svo
dæmi séu tekin. Eigi að vera unnt að líta á Vestfirði sem, eitt stjórn-
sýslu- og atvinnusvæði hljóta Dýrafjarðargöngin og heilsárs veg-
ur um Dynjandisheiði að vera forgangsverkefni. Vestfirðingar hafa
mátt búa við sumarveg yfir Dynjandisheiði í hálfa öld. Það geng-
ur bara ekki lengur. Frá hausti til vors hefur vegurinn milli höfuð
byggðarlaganna á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum verið
lokaður.
Að vegurinn yfir Hrafnseyrarheiði hafi minjagildi, þar sem
lega hans er nánast sú sama og var þegar hann var lagður 1940 til
1950, eru sterk rök fyrir jarðgöngum undir heiðina. Vestfirðingar
munu ekki setja sig upp á móti því að vegurinn verði í framtíðinni
nýttur við smölun eða að ferðamönnum gefist tækifæri til að
klungrast upp á heiðina til myndatöku. Hins vegar treysta þeir því
að á jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði ekki
frekari tafir en orðið er og að markvisst verði unnið að hönnun
nýs vegar yfir Dynjandisheiði.
Það er ekki einkamál Vestfirðinga heldur hagur allra landsmanna
að bílfært sé innan fjórðungsins allt árið.
s.h.
Sex styrkir
til Vestfjarða
Sex vestfirsk verkefni hlutu
styrk er úthlutað var úr Þjóð-
hátíðarsjóði fyrir árið 2010.
Melrakkasetur Íslands hlaut
styrk að upphæð 600 þúsund
krónur sem nýttur verður til
að setja upp sýningu um
refaveiðar og refaveiðimenn
í Melrakkasetrinu að Eyrar-
dal í Súðavík. Sjóminjasafn-
ið Ósvör fékk 500.000 króna
styrk til að gera skinnklæði
eins og notuð voru á áraskip-
um á árabátaöldinni. Háskóli
Íslands hlaut 500 króna styrk
vegna verkefnisins Vestfirð-
ir á miðöldum en felst í því
að vernda menningarverð-
mæti sem komið hafa í ljós í
Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi
m.a. í formi kynningarverk-
efnis.
Félag áhugamanna um
Bátasafn Breiðafjarðar á
Reykhólum hlaut einn hæsta
styrkinn, en hann nemur
einni milljón króna. Aðeins
eitt verkefni á landinu öllu
fær hærri styrk og fimm önn-
ur jafnháan styrk. 500.000
krónur kom í hlut Þráskers
ehf. til endurbyggingar á
Hraðfrystihúsinu í Flatey og
élag um Snjáfjallasetur á
Snæfjallaströnd við Djúp
fær sömuleiðis hálfrar millj-
óna króna styrk til að setja
upp sýningar um Dranga-
jökul.Úthlutað var 65 styrkj-
um að fjárhæð samtals um
34 milljónir króna.
Í byrjun ársins 2009 voru 702
innflytjendur á Vestfjörðum eða
9,5% mannfjöldans í fjórðungn-
um. Það er þó nokkur aukning
frá aldamótum þegar innflytjend-
ur voru 6,7% íbúa á Vestfjörðum
eða 556 alls. Sem fyrr eru Pól-
verjar eru langfjölmennasti hópur
innflytjenda í fjórðungnum en
þeir voru 433 í byrjun árs. Af þeim
eru karlmenn í miklum meiri-
hluta eða 247 talsins. Langflestir
íbúar með erlendan bakgrunn eru
í Ísafjarðarbæ eða 9% af áætluð-
um mannfjölda sveitarfélagsins.
Þetta kemur fram í nýjum töl-
um Hagstofunnar. Ef litið er til
landsins í heild var tæpur þriðj-
ungur innflytjenda frá Norður-
löndunum árið 1996 en einungis
6,3% í ársbyrjun 2009. Innflytj-
endum frá öðrum Evrópulöndum
en Norðurlöndum hefur hins veg-
ar fjölgað mjög á sama tímabili.
Þeir voru 39,8% allra innflytj-
enda árið 1996 en 72,9% í byrjun
árs 2009. Hlutur innflytjenda frá
öðrum heimsálfum en Norður-
Ameríku hefur staðið í stað. Inn-
flytjendum frá Norður-Ameríku
fækkaði mikið eða úr 8,2% 1996
í 2,6% árið 2009.
Árið 2009 voru Pólverjar lang-
fjölmennasti hópur innflytjenda
hér á landi. Alls 11.575 einstakl-
ingar eiga uppruna í Póllandi eða
40,4% allra innflytjenda. Pólskir
karlar eru tæplega helmingur
allra karlkyns innflytjenda árið
2009, eða 46,2% en pólskar kon-
ur eru 33,6% innflytjenda kvenna.
Næstflestir hafa fæðst í Litháen,
5,5%, en Þjóðverjar þar á eftir,
4,6%. – thelma@bb.is
Innflytjendur 9,5% Vestfirðinga
Áætlað að bæði nemendum og
kennslustundum fækki á næsta ári
Nemendafjöldi grunnskóla
Ísafjarðarbæjar hefur dregist
mikið saman á undanförnum
árum og samkvæmt áætlun
grunnskólafulltrúa er gert ráð
fyrir enn meiri fækkun á næsta
skólaári. Í ár eru 576 nemendur í
skólum sveitarfélagsins. Flestir
ganga í Grunnskólann á Ísafirði
eða 465, því næst kemur Grunn-
skólinn á Þingeyri með 46 nem-
endur, 41 nemandi gengur í
Grunnskólann á Suðureyri og 24
í Grunnskóla Önundarfjarðar.
Gert er ráð fyrir að nemendum
fækki um 4% á næsta ári eða í
553. Samkvæmt áætluninni fækk-
ar mest á Ísafirði eða um 21 nem-
anda. Áætlunin er unnin sam-
kvæmt þeim nemendafjölda sem
fyrir er í skólanum og eins upp-
lýsingum um nemendafjölda í
elsta árgang leikskóla sveitarfé-
lagsins.
Samkvæmt tölulegum upplýs-
ingum sem lagðar voru fyrir
fræðslunefnd kom fram að frá
2006 til 2009 hefur kennslu-
stundaúthlutun minnkað um 238
tíma, sem nemur rúmlega níu
stöðugildum. Miðað við nem-
endaþróun má leiða að því líkur
að næsta skólaár verði enn frekari
fækkun á úthlutuðum kennslu-
stundum og því fækki um tæp-
lega tvö stöðugildi til viðbótar.
Flestir nemendur eru á hvern
kennara í GÍ, eða 9,3, en annars
skiptist nemendafjöldi niður á
kennara á þann hátt að sex nem-
endur eru á hvern kennara í GS,
4,8 í GÖ og 6,1 í GÞ.
– thelma@bb.is
Grunnskólinn á Ísafirði.