Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.12.2009, Síða 13

Bæjarins besta - 10.12.2009, Síða 13
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 13 Sérfræðingur Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í rannsóknarverk- efni á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði. Um er að ræða tíma- bundið verkefni til eins árs. Starfssvið: Meginverkefnið felur í sér tölfræðilegar rannsóknir á snjóflóðagögn- um. Við vinnuna er m.a. notað líkan sem reiknar flæði snjóflóða. Menntun og hæfniskröfur: · Háskólamenntun á sviði raunvísinda eða önnur sambærileg mennt- un sem nýtist í starfi. · Góð tölvukunnátta. · Reynsla af vinnu við rannsóknir er kostur. · Færni í mannlegum samskiptum. · Skipulögð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði í starfi. · Reynsla af útivist við íslenskar vetraraðstæður er kostur. Á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði eru sjö starfsmenn. Setrið er til húsa í Vestrahúsinu þar sem einnig eru fjölmargar aðrar rann- sóknarstofnanir og Háskólasetur Vestfjarða. Um er að ræða fullt starf og fara launin eftir kjarasamningi ríkisins og viðeigandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veita Harpa Grímsdóttir útibússtjóri Snjóflóðaseturs, harpa@vedur.is, sími 843 0413 og Borgar Æ. Axels- son, mannauðsstjóri, borgar@vedur.is, sími 522 6000. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2009. Umsóknir sem greina frá menntun og fyrri störfum skulu berast Borg- ari Ævari Axelssyni, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið borgar@vedur.is, merkt: „Sérfræðingur á snjóflóðasetri.“ Búið er að loka fyrir samskipta- vefinn Facebook hjá Ísafjarðar- bæ. Fyrir þó nokkru var lokað fyrir þannig að starfsmenn kæm- ust ekki á þennan vef en eftir bæjarstjórnarfund fyrir stuttu var lokað fyrir hjá bæjarstjórninni eða fulltrúum hennar sem nota þráðlausar tengingar og fartölvur, að því er fram kemur á ruv.is. Samkvæmt heimildum RÚV létu bæjarfulltrúar einhverjir, ekki bæjarstjórnarfundinn trufla sam- skipti sín á netinu við vini og kunn- ingja. Þorleifur Pálsson, starfsmanna- stjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við útvarpið að hann vissi ekki til þess að fasbókin væri misnotuð á vinnutíma en vitað væri að notkunin yki álag á tölvu- kerfið og því hafi, að höfðu sam- ráði við yfirstjórn bæjarskrifstof- unnar verið ákveðið að loka fyrir fasbókina. – fridrika@bb.is Lokað fyrir Facebook Verktakafyrirtækið Vestfirskir verktakar á Ísafirði hefur sagt upp fjórum starfsmönnum. Alls starfa tuttugu og sjö manns hjá fyrirtækinu. Uppsagnirnar taka gildi um áramótin. Hermann Þor- steinsson, einn eiganda Vest- firskra verktaka, segir ástæðuna vera verkefnaskort. „Það er mjög leitt að þurfa að grípa til þessara aðgerða,“ segir hann. „En það er mjög lítið að gera og mjög lítið framundan,“ segir hann. „Það er alveg sama hvar er bankað upp á, hvort heldur er hjá opinberum aðilum eða einkaaðilum og ekk- ert annað að gera í stöðunni en reyna að sníða sér stakk eftir vexti. Það er bara búið að skrúfa fyrir allt fjármagn til fram- kvæmda.“ Vestfirskir verktakar ehf.,voru stofnaðir 31. október 2003 og þar rann saman starfsemi þriggja fyrirtækja, Eiríks og Einars Vals hf., GS trésmíði og Múrkrafts. Starfssvæði þeirra hefur aðallega verið á Vestfjörðum. Eigendur fyrirtækisins eru þeir Sveinn Ingi Guðbjörnsson, Garðar Sigur- geirsson og Hermann Þorsteins- son. – fridrika@bb.is Fjórum sagt upp hjá Vestfirskum Breytingar á frumgreinanámi hjá Háskólasetri Vestfjarða Þær breytingar verða á frum- greinakennslu hjá Háskólasetri Vestfjarða um áramótin að ekki verður lengur hægt að stunda námið vestra, en nemendur geta haldið áfram í sama námi í fjar- námi hjá Háskólanum í Reykja- vík. Ástæðan er sú að fjárveiting til námsins var einungis til tveggja ára og rennur út um áramótin. Peter Weiss, forstöðumaður Há- skólasetursins, segir að þátttaka í náminu hafi dalað það mikið að ekki þyki lengur forsvaranlegt að veita fé til þess. Háskólasetur Vestfjarða mun þó halda áfram að kenna fyrsta misserið suður sem verktakar Háskólans í Reyk- javík og jafngildir sú kennsla 1.75 stöðugildum. Peter segir það mjög ánægjulegt þar sem hin svokallaða menntabrú virki þá í báðar áttir. Aðrar breytingar hjá Háskóla- setrinu á vorönn verða þær að Sigríður Ólafsdóttir, fagstjóri Haf- og strandsvæðanáms, fer í barneignarleyfi og við starfi hennar tekur Dagný Arnarsdóttir. Einnig mun Sigurður Arnfjörð Helgason, verkefnastjóri, hætta störfum og snúa sér alfarið að hótelrekstri á Núpi í Dýrafirði. Starf Háskólaseturs hefur gengið vel á haustönn. Tuttugu nýir nemar hófu meistaranám í Haf- og strandsvæðastjórnun og stunda því þrjátíu einstaklingar það nám við Háskólasetrið nú. Nemarnir koma frá ýmsum lönd- um, flestir frá Norður-Ameríku og Evrópu en nokkrir Íslendingar eru í hópnum. 150 fjarnemar stunda einnig nám við Háskóla- setrið og Peter segir þá tölu hafa verið stöðuga í nokkur ár. Háskólasetur Vestfjarða er til húsa í Vestrahúsinu á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.