Bæjarins besta - 10.12.2009, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009
Inn að beini Ralf Trylla, umhverfisfulltrúiÍsafjarðarbæjar
Ralf Trylla starfar sem umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar að því að fegra og betrumbæta
sveitarfélagið. Ralf kemur frá Sviss en hann er menntaður umhverfis- og garðyrkjuverkfræðingur.
Þegar Bæjarins besta innti hann eftir svörum inn að beini kom í ljós að mesta uppgötvun hans
var íslenska veðrið, enda kemur hverfulleiki þess mörgum á óvart.
Afdrifaríkasta ákvörðun lífs þíns?
Að flytja til Íslands
Hvar langar þig helst að búa?
Á Íslandi
Hver var hamingjusamasta stund lífs þíns?
Að stofna fjölskyldu.
Mestu vonbrigði lífs þíns?
Að Ísland fór á hausinn þegar ég var nýfluttur hingað.
Mesta uppgötvunin í lífi þínu?
Íslenskt veður.
Uppáhaldslagið?
Patent Ochsner-Niemer im Nüt.
Uppáhaldskvikmyndin?
Waldo Pepper.
Uppáhaldsbókin?
Owners manual BMW R80 GS.
Ógleymanlegasta ferðalagið?
Mótorhjólaferð með pabba mínum til Sahara.
Uppáhaldsborgin?
Hausen Am Albis.
Besta gjöfin?
Allt frá kærustunni minni.
Telur þú að líf sé á öðrum hnöttum?
Já.
Hvaða hlutar geturðu alls ekki verið án?
Bílskúrsins.
Fyrsta starfið?
Tækniteiknari
Draumastarfið?
Póstflugmaður árið 1920
Hvaða frægu manneskju hefur þér verið líkt við?
Einhvern Ralf frá Sviss.
Fallegasti staðurinn á Íslandi?
Á eftir að sjá mikið af Íslands fallegu
náttúru en útsýnið af Bolafjalli er mjög fallegt.
Skondnasta upplifun þín?
Sama og hamingjusamasta stundin.
Aðaláhugamálið?
Að bíða eftir góðu veðri.
Besta vefsíðan að þínu mati?
Blackwaters.ch.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Flugmaður í svissneska flughernum.
Hver er þinn helsti kostur að þínu mati?
Duglegur.
En helsti löstur?
Óþolinmóður.
Besta farartækið?
7.5 fermetra Frenzy (snowkite).
Hver er uppáhaldshátíðardagurinn þinn?
Afmælið mitt.
Hvaða manneskju lítur þú mest upp til?
Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar.
Ef þú mættir heita hvað sem er, hvað myndirðu heita?
Slunginn Víkingur.
Á hvaða tíma sólarhrings kanntu best við þig?
Breytilegt eftir árstíma
Í hvaða stjörnumerki ertu?
Hrútur.
Lífsmottóið þitt?
Ætli það sé ekki best...
Tóku þátt í
heimsmeti
Fimm ísfirskir kafarar tóku
þátt í því að setja heimsmet í
köfun í síðustu viku. Heims-
metið fólst í fjölda kafara
sem voru neðansjávar á sama
tíma. Íslenski tíminn var
19.06. Kafarar frá öllum
heimshornum hafa tekið sig
saman einu sinni á ári síðan
2005 og reynt að fá eins
marga kafara til að vera neð-
ansjávar á sama tíma og hægt
er.
Uppátækið á upptök sín í
Noregi en hefur breiðst hratt
út og í ár tóku kafarar frá
sautján löndum þátt í köfun-
inni. Á Íslandi var kafað á
þremur stöðum, Ísafirði, Ak-
ureyri og í Silfru á Þingvöll-
um. Þröstur Þórisson, kafari
á Ísafirði, segir að um 2.500
manns hafi verið neðansjáv-
ar á sömu mínútunni, sem sé
nýtt heimsmet því í fyrra hafi
þeir verið rúmlega 2.100.
Börn skrifa
sögur og ljóð
Smásagna- og ljóðabókin
,,Börn skrifa sögur og ljóð“,
er komin út í níunda sinn.
Bókin inniheldur ljóð og
smásögur eftir nemendur í
2. til 10 bekk Grunnskólans
á Ísafirði en verkin eru samin
á þessu hausti fyrir smá-
sagna- og ljóðahappdrætti
skólans, sem jafnan lýkur á
degi íslenskrar tungu, þann
16. nóvember. Ritnefnd hef-
ur valið það besta af öllu því
úrvalsefni sem nemendur
skiluðu, og er bókin í ár mik-
ið yndi aflestrar eins og áður.
Bókin verður til sölu í
Bókhlöðunni og kostar 1000
krónur. Andvirðið rennur til
kaupa á vinningum í happ-
drættinu á næsta ári. Einnig
er hægt að kaupa bókina hjá
ritara skólans.
Aðventukvöld
á Suðureyri
Árlegt aðventukvöld í Suð-
ureyrarkirkju fer fram nk.
sunnudag kl. 20:00. Að vanda
verður fjölbreytt dagskrá þar
sem fermingarbörn og ungl-
ingar flytja helgileik og syngja.
Þá munu grunnskólabörn
leika á hljóðfæri og sönghóp-
ur hefur æft vandaða dagskrá.