Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.12.2009, Page 16

Bæjarins besta - 10.12.2009, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 Af Strútum og Stökkum Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Stakkur skrifar Um það bil 215 börn voru í leik- skólum Ísafjarðarbæjar þetta skólaárið, sem er aðeins færra en árið áður, en þá voru um það bil 230 börn á leikskólunum. Leik- skólarnir eru 6, þar af er einn fjögurra deilda og einn þriggja deilda. Við leikskólana voru 58,3 stöðugildi og er það tveimur stöðugildum færra en var í fyrra, en þá voru 60,5 stöðugildi. Stöðugildi fylgja alltaf barna- fjölda, og eru því aldrei fleiri stöðugildi en þörf er á. Miklu fleiri starfsmenn sinna störfunum en stöðugildin segja til um. Flest- ir starfsmenn er leiðbeinendur og hafa ekki átt kost á námskeið- um við hæfi að öðru leyti en því sem leikskólastjórar hafa fundið til á starfsdögum. – fridrika@bb.is Börnum á leik- skólum fækkar Náttúrustofa Vestfjarða hefur formlega tekið við rekstri sjó- minjasafnsins í Ósvör í Bolung- arvík af bænum. Að sögn Þorleifs Eiríkssonar, forstöðumanns Nátt- úrustofu Vestfjarða, hefur Nátt- úrustofan séð um safnið að mestu leyti undanfarið, þótt reksturinn hafi verið í höndum bæjarfélags- ins. „En nú er sem sagt orðin þessi breyting á og nú tökum við alveg yfir og sjáum algjörlega um reksturinn,“ segir Þorleifur. Eftir að Náttúrustofan kom að rekstri safnsins urðu þær breyt- ingar á að Ósvör var gert að „al- vöru safni“ eins og Þorleifur orð- ar það. Í því felst að sinna öllum skyldum safna sem eru sýningar, varðveisla muna og rannsóknir. „Þetta er staðfesting á því sem við höfum verið að vinna að,“ segir Þorleifur. „Við höfum verið að vinna eftir þessum reglum síð- asta árið til reynslu og það sem sagt endaði með því að ákveðið var að gera þennan formlega samning um að Náttúrustofan tæki yfir rekstur safnsins.“ Sjóminjasafnið í Ósvör stendur austast í Bolungarvíkinni, niðri við sjóinn og samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salt- húsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Í safninu eru einnig til sýnis veiðarfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun á öldum áður.Safnvörðurinn tekur á móti gestum íklæddur skinnklæðum líkum þeim er íslenskir sjómenn klæddust áður fyrr og lýsir því sem fyrir augu ber, að því er fram kemur á heimasíðu safnsins. – fridrika@bb.is Náttúrustofa Vestfjarða tekur formlega við rekstri Ósvarar Náttúrustofa Vestfjarða hefur formlega tekið við rekstri sjóminjasafnsins í Ósvör. Sá mæti maður Magnús Reynir Guðmundsson ritar grein á vefsíðu BB og Magnús reynir þar við það töfrabragð að breyta Stakki í Strút. Líkir hann þeim síðarnefnda við hinn fyrrnefnda og telur að báðir stingi höfðinu í sandinn. Er þetta hin skemmtilegasta kenning en fær vart staðist fremur en annað í greininni, nema náttúrlega hann sé að feta í farið sem hann vill meina að hinn fyrrnefndi hafi arkað. Magnúsi Reyni er margt til lista lagt og hefur fengist við ýmislegt um ævina og telst því með lífsreyndari mönnum. Hann hefur verið fréttaritari Ríkisútvarpsins, varaþingmaður Framsóknar- flokksins og setið á Alþingi 1983, 1985 og 1986, verið vara- maður í bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar fyrir Framsóknar- flokkinn og er nú bæjarfulltrúi Í-lista í bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar. Áður var Magnús einnig bæjarritari Ísafjarðarkaup- staðar í rúm tuttugu ár. Hann var einnig bæjarfulltrúi Frjáls- lyndra og óháðra heilt kjörtímabil, árin 2002 til 2006. Magnús gegndi því aðalstarfi að vera bæjarritari og var samtímis varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Ísafjarðar- kaupstað. Hann hefur verið og er enn framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins á landsvísu, þótt enginn sé lengur full- trúinn á Alþingi. Fáir menn hafa slíkan feril og jafn mikla pólitíska reynslu. Fáir ef nokkur var öllum hnútum kunnugri í rekstri Ísafjarðarkaupstaðar þegar hann varabæjarfulltrúi og í föstu starfi sem bæjarritari. Fyrir rúmum fimm árum var bent á mikla reynslu Magnúsar Reynis á þessum vettvangi. Viðbrögð hans voru þá þau að skamma Stakk. Hefur því þótt óvarlegt að hrósa Magnúsi Reyni síðan. Að honum hefur ekki verið vegið. Það hefði verið til fyrirmyndar ef Magnús sem sjálfur dylgjar að manni, sem eitt sinn bjó hér á Ísafirði, hefði bent á hverjir hinir nafn- greindu menn væru sem hann telur að veist hafi verið að, oft- ar en ekki ,,með óhróðri, ósannindum og dylgjum”. Það reynir Magnús ekki og dæmir þar með skrif sín sjálfur. Magnúsi Reyni skal á það bent að þrátt fyrir leit í gagnasafni BB fannst ekkert sem rennir stoðum undir fullyrðingu hans . Margt hefur hann gott gert og er vel ritfær. Það hefur notið sín í þjóðmálaumræðu og er vel. Hins vegar verða honum á all algeng mistök að slá því fram að strúturinn stingi höfðinu í sandinn, notar reyndar orðalagið ,,sem sagt er.” Allt upplýst fólk veit vel að það eru ósannindi að strúturinn stingi höfðinu í sandinn þegar hann hræðist. Hann annað hvort leggst niður flatur eða flýr. Hvorugt á við hér. Á tímum alvöru og átaka í samfélaginu er eðlilegt að ræða þau málefni sem varða þjóðina til framtíðar. Þjóðin verður að standa saman ef vel á að fara. smáar Til sölu er 5 ára gamalt borð- stofuborð. Fæst á mjög góðu verði. Uppl. í síma 845 8579. Óska eftir að kaupa göngu- skíðagræjur fyrir 9 ára stelpu. Uppl. í síma 456 4756 og 866 8501 (Sóley). Til sölu er Subaru Legacy Wagon, 4x4, sjálfskiptur, árg. 1999, ekinn 145 þús. km. Sum- ar- og vetrardekk fylgja. Ásett verð kr. 480 þús. Upplýsingar í síma 894 4612. Kvenfélagskonur í Hvöt í Hnífsdal komu færandi hendi á vinnustofu Hlífar á Ísafirði á dögunum. Færðu þær vinnustofunni forláta sauma- vél til eignar. Hvöt hefur haft þann sið að halda kvöld- skemmtun árlega og nota hluta ágóðans til að kaupa eitthvað sem þær hafa svo gefið Hlíf. Maron Pétursson, forstöðu- maður Hlífar, segist vilja koma á framfæri þakklæti til kvenfélagsins Hvatar fyrir þennan mikla og góða stuðn- ing í gegnum árin. Vinnustofu Hlífar færð saumavél

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.