Bæjarins besta


Bæjarins besta - 10.12.2009, Page 8

Bæjarins besta - 10.12.2009, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2009 Bjarki Bjarnason, löggiltur endurskoðandi, Pollgötu 2, 400 Ísafirði, símar 456 2200 – 892 9859, tölvupóstur bbe@bbe.is Þjónusta í boði: Endurskoðun félaga og félagasamtaka. Ársreikningar og árshlutareikningar. Skattskil. Bókhalds- og launavinnsla. eru orðnir að engu. Góðærið sem fjármálabólan dreif áfram átti sér fyrst og fremst stað á suðvestur horni landsins. Ótti um lækkun eignaverðs dregur kjark úr fjár- festum og þeim sem hyggja á atvinnuuppbyggingu. Enginn vill fjárfesta og sjá verðmæti eigna sinna lækka. Hér á Vestfjörðum er þessi áhætta ekki jafnmikil og annars staðar og því má jafnvel búast við að fjárfestar beini sjón- um sínum hingað í auknum mæli. Í fjölmiðlum er (jafnvel) talað um hættuna á stórfelldum brott- flutningi fólks, sérstaklega ungs fólks, af landi brott. Á Vestfjörð- um fjölgaði íbúum fyrstu níu mánuði ársins í fyrsta sinn í rúm- an áratug. Á nýlegri ráðstefnu matvælaframleiðenda sagði Bill Gates, að nú myndi athygli heimsins beinast aftur að frum- framleiðslunni. Þetta eru áhuga- verðar fréttir fyrir Vestfirðinga sem byggja atvinnulíf sitt fyrst og fremst á frumframleiðslu; sjávarútvegi, landbúnaði og að ógleymdri ferðaþjónustunni. Þrátt fyrir að gríðarlegir fjármun- ir hafi bókstaflega gufað upp í arinnar mun einnig ná hingað eins og til annarra staða. En hér er reyndar ekki af mörgu að taka og ákaflega hættulegt ef niður- skurður heggur of nærri grunn- stoðum okkar samfélags. Rekstur Ísafjarðarbæjar hefur verið traust- ur undir forystu Sjálfstæðis- flokksins og gengið vel hvort sem borið er saman við önnur sambærilega stór eða stærri sveit- arfélög. Bæjarstjórninni hefur borið gæfa til þess að búa í haginn og forðast allt bruðlið sem víða hefur verið áberandi. Fjárfest- ingar bæjarfélagsins hafa fyrst og fremst verið til uppbyggingar á innviðum samfélagsins og til að efla grunnþjónustu við íbúa. Samdráttur í tekjum sveitarfé- lagsins krefst þess að leitað sé nýrra leiða og að gætt sé aðhalds í rekstri bæjarfélagsins. Við verð- um hins vegar að gæta þess að falla ekki í sömu gryfju og ríkis- stjórnin í þeim efnum. Svarið er ekki fólgið í því að hækka álögur og skatta á íbúana þar sem því verður við komið. Slíkar aðgerðir eru allt eins líklegar til þess að hafa þveröfug áhrif. Fjárhagur heimilanna er víða erfiður og auknar opinberar álögur munu þrengja enn frekar að fjölskyld- um landsins. Við getum ekki búist við efnahagsbata ef hið opinbera sogar til sín alla fjár- muni með skattlagningu og heftir þannig mögulegan bata. Það er álíka viturlegt og reyna að hífa sjálfan sig upp á hárinu. Aðhaldið verður að byggjast á sátt um forgangsröðun. Við verð- um að ná samkomulagi um hvernig við nýtum best sameigin- lega sjóði okkar með það að leið- arljósi að standa vörð um grunn- þjónustuna. Samfélags- og efna- hagslegir innvirðir verða að vera í lagi ef við ætlum að nýta þau tækifæri sem okkur standa til boða. Framundan er barátta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar að undanförnu hafa skapað óvissu á öllum sviðum atvinnulífsins – en sér í lagi í sjávarútveginum – og einkennast af auknum álög- um, skattahækkunum og óút- færðum hugmyndum um breyt- ingar. Á Vestfjörðum hefur hvorki ríkt fjármálabóla né bruðl og við eigum ekki að sætta okkur við að grunnþjónusta samfélags okkar verði skorin undir sárs- aukamörk. Það nær engri átt að það verði skorið meira niður á Vestfjörðum vegna óráðsíu ann- arra. Við verðum að draga línu og segja hingað og ekki lengra. Sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor eru mikilvægur þáttur í baráttunni framundan. Það verð- ur að spyrna við fótum gegn þeirri stefnu sem ríkistjórnin rekur í landsmálunum, ef við ætlum ekki að fyrirgera möguleikum okkar til framíðar. Stefna Sjálfstæðis- flokksins veitir hins vegar von um að okkur takist að nýta tæki- færin sem framundan eru. Til þess þurfum við styrka forystu samhents fólks. Ég býð mig fram til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Ísa- fjarðarbæ í þeirri baráttu, í sveit- arstjórnarkosningunum í vor. Eiríkur Finnur Greipsson. hruninu eru enn til peningar á Íslandi og samkeppnisstaða okk- ar um þessa fjármuni hefur batn- að. Aðhald og forgangsröðun Það verður ekki framhjá því litið að niðurskurður ríkisstjórn- Eiríkur Finnur Greipsson. Samstaða til sóknar Göngin algjör forsenda þess að hægt sé að skoða sameiningu „Auðvitað eru þetta tímamót,“ segir Elías Jónatansson, bæjar- stjóri Bolungarvíkur um gegn- umsláttinn í Bolungarvíkurgöng- unum. „Ekki bara fyrir Bolung- arvík heldur fyrir svæðið allt og alla Vestfirði. Þetta styrkir okkur sem eitt atvinnusvæði hér á norð- anverðum Vestfjörðum og styrk- ir byggðina, að mínu mati.“ Spurður hvort hann telji að göng- in auki þann möguleika að Bol- ungarvík og Ísafjarðarbær sam- einist segir Elías: „Það liggur fyrir í þeim viðræðum um sam- einingu sem nú eru í gangi að meginhindruninni, sem voru samgöngurnar, hefur verið rutt úr vegi. Ég held að menn séu að skoða þessi mál með opnum huga. En það er auðvitað ekki hægt að segja neitt um niður- stöðuna fyrr en sú vinna hefur verið unnin. En ég get alveg sagt það að áður en göngin komu til var sameining ekki inni í mynd- inni í mínum huga.“ Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri í Ísafjarðarbæ, segir reynsl- una af Vestfjarðagöngunum hafa verið stórkostlega og að þau hafi gjörbreytt möguleikum fólks til að búa á svæðinu. „Og ég held að það megi fullyrða það um Pálmi Gestsson, leikari og Bolvíkingur, var veislustjóri og flutti gamanmál bæði í veislunni í íþróttahúsinu og við athöfnina í göngunum. Nú eru tímar sem reynir á. Hrunið hefur gjörbreytt umgjörð íslensks samfélags og ljóst er að erfiðleikar eru framundan. Skatta- hækkanir og niðurskurður hafa verið boðaðir af ríkisstjórninni, þrengt hefur verið að atvinnulíf- inu og auknar byrðar lagðar á al- menning. Svartsýni er víða ríkj- andi nú þegar orðið kreppa er á hvers manns vörum. Engu að síður er mikilvægara nú en oft áður að við Vestfirðingar missum ekki sjónar af sóknarfærunum sem hafa skapast því við erum í góðri aðstöðu til að nýta þá möguleika sem eru framundan. Í sveitarstjórnarkosningunum í vor verður kosið um hvernig við get- um hlúið að samfélagslegum grunngildum okkar en á sama tíma stillt saman strengi til að sækja fram og grípa þau tækifæri sem eru til félagslegar- og efna- hagslegrar uppbyggingar. Tækifæri til uppbyggingar Svokallaðir draumar um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.