Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Eignir þrotabús til sölu Til sölu eru neðangreindar eignir þrotabús Eyrarodda hf.: Fasteignin Hafnarbakki 5, 425 Flateyri, fasta- nr. 212-6399. Fasteignin Hafnarbakki 5, 425 Flateyri, fasta- nr. 212-6400. Fasteignin Hafnarbakki 5, 425 Flateyri, fasta- nr. 212-6408. Fasteignin Hafnarbakki 8, 425 Flateyri, fasta- nr. 212-6406. Fasteignin Oddavegur 3, 425 Flateyri, fastanr. 212-6395, ásamt vélum og tækjum veðsettum Byggðastofnun. Skipið Stjáni Ebba ÍS 056, skipaskrárnr. 2515. Tilboðum skal skilað til skiptastjóra innan 7 daga frá birtingu auglýsingu þessarar. Skipta- stjóri áskilur sér rétt f.h. þrotabúsins til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Nánari upplýsingar veitir skiptastjóri, Frið- björn E. Garðarsson hrl., í síma 571 5040. Alls létust 46 einstaklingar á síð- asta ári sem búsettir voru á Vest- fjörðum, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Um er að ræða nákvæmlega sama fjölda látinna og árið 2009 en árið 2008 létust 52 Vestfirðinga. Síðastliðin ár hafa fleiri karlmenn látist en konur. Í fyrra létust 24 karlar og 22 konur, en árið 2009 létust 19 konur og 27 karlmenn. Vestfirðingar eru nú um 7.300 talsins sem þýðir að dánartíðin er 6,3 á hverja 1000 íbúa sem er nákvæmlega sama tíðni og á landinu öllu. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að á Íslandi sé lægsti ung- barnadauði meðal Evrópuþjóða eða 1,8 börn af 1000 lifandi fædd- um á meðan ungbarnadauði í Evrópusambandinu var 4,3. Ís- lenskir karlar eru þeir langlífustu í Evrópu og hafa lífslíkur íslensk- ra karla batnað mjög á undan- förnum árum. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig rúmlega tveimur árum í meðal ævilengd. Meðal ævilengd íslenskra karla er 79,7 ár. Íslenskar konur voru lengi vel þær langlífustu í heiminum en þær hafa látið undan síga á þessari öld og eru nú í fimmta sæti. Meðal ævilengd íslenskra kvenna er 83,3 ár. – kte@bb.is 46 Vestfirðingar létust árið 2010 Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að hefja við- ræður um uppkaup á fasteign- unum að Seljalandsvegi 100 og 102 vegna væntanlegra framkvæmda við ofanflóða- varnir neðan Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Frumathugun á ofanflóðavörnum, sem unnin var árið 2009 af verkfræðistof- unni Verkís, gerði ráð fyrir að verkinu yrði skipt í fimm hluta. Þær framkvæmdir sem nú standa yfir eru á garði nr. 5, sem er fyrir ofan Hjallaveg. Að því er fram kemur í minnis- blaði bæjartæknifræðings er garður 1 um 14 metra hár og 260 metra langur og ver í sjálfu sér ekki mörg hús. Ofanflóðasjóður vill því að skoðað verði hvort hægt sé að fara aðrar leiðir þar, t.d. með uppkaupum á húsun- um við Seljalandsveg 100 og 102. Í minnisblaðinu kemur jafn- framt fram að kostnaður við uppkaupin sé um 60-80 millj- ónir króna sem sé ódýrari leið en bygging varnargarðs. Þegar ákvörðunin liggi fyrir verður hægt að hefja vinnu við um- hverfismat, deiliskipulag og end- anlega hönnun mannvirkisins. Samþykkt að fara í viðræður um uppkaup Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er meðal þriggja áhuga- verðustu viðburða heims í apríl að mati umsvifamesta útgefanda ferðabóka í heiminum, Lonely Planet. Eins og fram hefur komið telur ferðabókaútgáfan Vestfirði vera meðal tíu áhugaverðustu svæðanna til að ferðast um. Í samtali við fréttir Stöðvar 2 segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, að val Lonely Planet á Vestfjörðum sem áhuga- verðan stað til að ferðast um, sé staðfesting á því sem Vestfirð- ingar nú þegar vita. „Nú erum við að búa okkur undir allra þá traffík sem von er á í sumar,“ segir Daníel. Hann segir ljóst að ferðabókaútgáfurisinn hafi al- gjörlega fallið fyrir hátíðinni Al- drei fór ég suður, sem haldin er á opnu, fallegu og auðlegðu svæði. „Það er í raun algerlega ótrú- legt að hátíðin okkar skuli rata þarna inn,“ segir Jón Þór Þor- leifsson rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Aðspurður hvort þetta gefi hátíðinni ekki byr undir báða vængi svarar hann afdráttarlaust já. „Þetta hlýtur að vera eðal gæðastimpill á því sem við erum búin að vera að gera miðað við hvað það er mikið í gangi um allan heim í apríl og vonandi að þetta hjálpi okkur við að gera Vestfirði að enn meira spennandi áfangastað fyrir útlendingana.“ Í umsögn Lonely Planet um Vestfirði segir: „Hver sá sem er það heppinn að heimsækja Ísland snýr þaðan með kringlótt augu og opinmynntur með sögur í far- teskinu af ótaminni eyju með eld- fjöllum (já líka því eldfjalli), foss- um og einstakri náttúrufegurð. Það kemur ekki á óvart að leiðir út frá Reykjavík og hringinn um Ísland eru fjölfarnar, sérstaklega á sumrin. En það er annað Ísland: hljóðlátt leyndarmál um lands- hluta sem litla athygli hefur feng- ið en hefur í ár vakið hrifningu sem erfitt er að horfa framhjá. Staðurinn er Vestfirðir, skringi- lega skapaður skagi sem er aðeins tengdur restinni af landinu með mjórri landræmu. Það er eins ein- angrað og það er stórfenglegt,“ segir í umsögn um Vestfirði á vef Lonely Planet. Lonely Planet mælir með Aldrei fór ég suður Fjölbreyttu tónlistarstarfi gerð skil Mikil tónlistarhátíð var á Ísa- firði og um land allt á laugardag í tilefni af Degi tónlistarskólanna, en markmiðið með hátíðinni í ár var að vekja athygli almennings og stjórnvalda á því mikla starfi sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Í Tónlistarskóla Ísa- fjarðar var blásið miðsvetrartón- leika en þeir hafa verið haldnir í skólanum svo lengi sem elstu menn muna. Tónleikarnir á Ísa- firði voru tvennir með fjölbreyttri dagskrá. Fyrri tónleikarnir voru í Hömrum á fimmtudag en þar komu fram um 80 nemendur sem léku á ýmis hljóðfæri. Síðari tón- leikarnir voru í Ísafjarðarkirkju á laugardag. Þar komu fram stærri hópar, m.a. barnakór, þrjár lúðrasveitir, gítarsveit og einnig voru flutt atriði úr Samféskeppn- inni sem nýlega fór fram. Loks kom Stórhljómsveitin „Ísófónía“ fram á tónleikunum, en hún var sett saman sérstaklega af þessu tilefni. Sveitin var skipuð 60-70 hljóðfæraleikurum á öll möguleg hljóðfæri. „Ísófónían“ flutti þekkt dægurlög á borð við Þú komst við hjartað í mér og Jungle Drum við söng Stúlkna- kórs skólans. Tónleikarnir hlutu góðar viðtökur og húsfyllir var á þeim báðum. Markmið beggja tónleikanna var að kynna hið viðamikla starf sem fram fer í Tónlistarskóla Ísa- fjarðar en ekki síður að kennarar og nemendur skemmti sér og öðr- um með fjölbreyttum tónlistar- flutningi á léttu nótunum. Sig- ríður Ragnarsdóttir notaði tæki- færið og hrósaði bæði nemend- um og kennurum fyrir gott starf. – thelma@bb.is Hluti Ísófóníu, stórhljómsveitar sem skipuð var fyrir tónleikana.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.