Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 19

Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 19 Sælkerar vikunnar eru Hilmar Pálsson og Guðbjörg Skarphéðinsdóttir á Ísafirði Saltfiskur og skötuselsragú „Hér koma tvær fiskupp- skriftir sem við höfum notað mikið og eru auðveldar í eldun og hráefni ekki dýrt. Desert- kakan er fljótleg, einföld og mjög braðgóð og holl.“ Saltfiskur á grænmetisbeði Saltfiskur, sem fæst í Bónus og tilbúinn á pönnuna. Magn fer eftir fjölda í mat 1-2 stykki á mann. Fiskinum er velt upp úr hveiti sem hefur verið kryddað með pipar og uppáhalds karrý- inu ykkar. Magn karrýs fer eftir karrýsmekk hvers og eins. Fiskurinn steiktur á heitri pönnunni upp úr smá smjöri og ég blanda það með ólífuolíu til helminga. Fyrst á roðlausu hliðinni og síðan á roðhliðinni í svona 4 mín á hvorri hlið eft- ir hita. Allavega fá roðið smá stökkt. Fiskurinn tekinn til hliðar og haldið heitum, þar til grænmetið er tilbúið. Grænmeti Nota má bara það grænmeti sem maður vill og er til í ísskápn- um og þarf að klára. Ég nota: Sætar kartöflur, gulrætur, papriku, brokkál, sérrítómata, blaðlaukur,rauðlaukur, hvítlauk- ur (2-3 rif eftir smekk), smjör- baunir, kannski 1/2 rauður chilli- pipar ef menn vilja styrkja blönd- una. Þetta er skorið niður í hæfilega bita og mýkt á pönnunni, sem fiskurinn var steiktur á, að við- bættri smá ólífuolíu. Kryddað með smá pipar, kannski skvettu af soja, eða ostrusósu. Því næst er fiskurinn settur ofaná og smá rjóma hellt á milli í grænmetið og látið krauma í nokkrar mínút- ur, og borið fram á pönnunni. Með þessu má svo hafa hvít- lauksbrauð eða nýbakaðar kota- sælubollur, og svo vín hússins (vatn). Skötuselsragú 600 g skötuselur Hveiti 4 msk. olífuolía 2 laukar fínt saxaðir 4 saxaðir hvítlauksgeirar 1 paprika fínt söxuð 200 g sveppir fínt saxaðir 1 gulrót fínt söxuð ½ knippi steinselja safi úr hálfri sítrónu 2 msk smjör 3 tómatar skornir í báta. Salt og pipar Skerið skötuselinn í litla bita. Hitið olífuolíu á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn. Bætið síðan papriku, gulrót og sveppum á pönnuna og látið krauma í smá stund þar til það er orðið mjúkt. Setjið á disk. Veltið skötuselnum upp úr hveiti og steikið örstutt á báðum hliðum á annarri pönnu. Bætið þá grænmetinu út á pönn- una og bætið steinselju, smjöri og tómötum útí, hellið sítrónu- safanum yfir og kryddið. Leyfið þessu að hitna vel með fiskinum, þó ekki of lengi því þá verður skötuselurinn seigur. Borið fram með hrísgjónum. Berjapæ 100 g brætt smjör 1 dl sykur 1 ½ dl hveiti 2 ½ dl kókosmjöl 150-200 g ný eða frosin aðal- bláber Öllu blandað saman og helm- ingur deigsins sett í botninn á endföstu móti, aðalbláberjum stráð yfir og síðan er restinni af deiginu dreift yfir. Bakað í 15-20 mínútur við 200°C. Gott með þeyttum rjóma en enn betra með ís og góður kaffi- bolli með er toppurinn. Við viljum svo skora á Pál Janus Hilmarsson son okkar og Elísu Stefánsdóttur tengda- dóttur sem næstu matgæðinga. ÚTBOÐ Ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í verkið „Þjónustuútboð, sláttur opinna svæða í Ísafjarðarbæ 2011.“ Helstu magntölur: Ísafjörður 1,4 ha Suðureyri 0,7 ha Flateyri 3,8 ha Þingeyri 4,3 ha Útboðsgögn eru til sölu á kr. 3.000.- hjá Ísafjarðarbæ, Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði. Tilboðin verða opnuð á tæknideild Ísa- fjarðarbæjar þriðjudaginn 5. apríl nk. kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Eiríki gengur vel í heilsuátaki sem hann hóf í upphafi árs. Þegar sex vikur voru liðnar af átakinu, eða helmingur þess tíma sem hann setti sér til að ná markmiði sínu, hafði hann misst 5,8 kíló. Hafði hann því farið úr 105,6 kílóum í 99,8 kíló frá því að átakið hófst. Þá hafði mittismálið minnkað úr 112 sentimetrum í 105 sentimetra og fituprósentan dregist saman um 2,4% og var orðin 21%. „Eiríkur er að standa sig vel og á góðri leið með að ná markmiðinu sem er 95 kíló,“ segir Árni Heiðar Ívarsson einkaþjálfari leiðbeinandi Eiríks í lífstílsbreytingunni. Rétt ber að geta að Eiríkur var nú þegar bú- inn að missa nokkur kíló áður en hann byrjaði í átakinu og vó í upphafi um 113 kíló. Áskorunin Eiríkur Jóhannsson, 27 ára kokkur. Eiríkur heldur á smjör- stykki af sömu þyngd og hann hefur misst í átakinu.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.