Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Útgefandi: Gúttó ehf., kt. 680501-2620, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564. Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892
5362, bb@bb.is. Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693 og 849 8699, thelma@bb.is. · Kristján Torfi Einarsson, sími 456 4560,
kte@bb.is · Ritstjóri netútgáfu bb.is: Sigurjón J. Sigurðsson. Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is.
Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson. Lausasöluverð er kr. 400 eintakið með vsk. Veittur er afsláttur
til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. ISSN 1670 - 021X
Spurningin
Ertu sátt(ur) með
ákvörðun forsetans að
vísa Icesave samning-
unum til þjóðarinnar?
Alls svöruðu 827.
Já sögðu 471 eða 57%
Nei sögðu 313 eða 38%
Alveg sama sögðu 43 eða 5%
Netspurningin er birt viku-
lega á bb.is og þar geta
lesendur látið skoðun sína
í ljós. Niðurstöðurnar eru
síðan birtar hér.
Helgarveðrið
Horfur á föstudag:
Hvöss vestlæg átt, en
hægari þegar líður á
daginn. Dálítil él og
kólnandi veður. Horfur á
laugardag: Vaxandi
suðlæg átt með slyddu
eða rigningu. Hlýnandi
veður. Horfur á sunnu-
dag: Útlit fyrir suðvest-
anátt með éljum og kóln-
andi veðri um land allt.
Ritstjórnargrein
Aftur í gólfið!
Svolítil Pollýanna
Ásgerður Þorleifsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Atvinnuþróunar-
félagi Vestfjarða á Ísafirði, segir
það hafa verið eina skynsamleg-
ustu ákvörðun lífs síns að flytjast
aftur á heimaslóðir eftir um tíu
ára búsetu í Reykjavík. Ásgerður
segir hér frá starfinu með At-
vinnuþróunarfélaginu, besta skól-
anum sem hún hefur gengið í,
flughræðslunni og lífsgæðunum
á landsbyggðinni.
Starf með fötluð-
um besti skólinn
Ásgerður, eða Ása eins og hún
er kölluð af vinum og fjölskyldu
er dóttir hjónanna Þorleifs Ing-
ólfssonar og Láru Huldu Arn-
björnsdóttur í Bolungarvík. „Ég
fæddist reyndar á Ísafirði en ólst
upp í Bolungarvík og er sannur
Víkari. Pabbi er þaðan en mamma
er Keflvíkingur. Hún fluttist vest-
ur þegar hún var sextán ára og
hefur verið hér alveg síðan,“ út-
skýrir Ása.
Sjálf fluttist hún til Akureyrar
sextán ára gömul til að ganga í
menntaskóla. Að stúdentsprófi
loknu fluttist hún hins vegar til
Reykjavíkur þar sem hún dvaldist
í um tíu ár.
„Ég var bæði í námi og að
vinna. Fyrst vann ég á skamm-
tímaheimili fyrir fötluð börn í
nokkur ár. Það hefur eiginlega
reynst mér mesti og besti skóli
sem ég hef farið í. Þetta var mjög
áhugavert og krefjandi starf og
mjög góður tími,“ segir Ása. „Ég
lærði heilan helling. Ég held til
dæmis að ég hafi lært mikið um-
burðarlyndi og æðruleysi á því
að vinna þar,“ bætir hún við.
Eftir nokkurra ára starf fór hún
í háskólanám. „Ég fór fyrst í sál-
fræði í hálft ár, en hætti því og
skipti yfir í viðskiptafræði sem
ég lauk svo. Sálfræðin hentaði
mér ekki, en ástæðan fyrir því að
fór í viðskiptafræðina var mann-
legi þátturinn – ég hafði mikinn
áhuga á stjórnun, starfsmanna-
málum, mannauðsstjórnun og
slíku. Þannig voru áherslurnar í
mínu námi,“ útskýrir Ása.
Fékk nóg af stressinu
Samhliða háskólanámi sínu
vann Ása fyrir ferðaskrifstofurn-
ar Heimsferðir og Terra Nova.
„Eftir að ég byrjaði í náminu
fékk ég vinnu hjá þeim, fyrst í
bókhaldinu. Ég vann svo þar
meðfram námi og barneignum,
en tók náttúrulega frí í kringum
þær og fæðingarorlof og slíkt,“
segir Ása, sem eignaðist börnin
Unu Salvöru sem nú er að verða
9 ára og Frosta 4 ára, á þessum
tíma.
Þegar hún snéri aftur til vinnu
úr seinna fæðingarorlofi sínu leið
hins vegar ekki á löngu þar til
hún fékk nóg af stressinu sem
fylgdi því að sinna tveimur börn-
um í Reykjavík. Hún segir það
hins vegar alltaf hafa blundað í
sér að snúa aftur vestur. „Við fór-
um vestur í öllum fríum, reyndum
að koma í jólafríum, páskafríum
og á sumrin líka. Það var alltaf
einhver sjarmi sem fylgdi því að
vera hér fyrir vestan,“ segir Ása.
„Þegar ég ætlaði að fara aftur
að vinna fékk ég eiginlega ógeð
á öllu í Reykjavík, að skutla í leik-
skólann og skutla til dagmömmu
og skutla í tómstundir og svo
saknaði maður þess auðvitað að
komast ekki í mat til mömmu og
vildi að börnin væru nær fólkinu
sínu... Það eru svo mikil lífsgæði
sem fylgja því að búa hérna, þrátt
fyrir að það komi líka einhverjir
ókostir á móti, eins og lægri laun
og öðruvísi atvinnuumhverfi,“
segir hún.
Hún segist enda ekki sjá eftir
þeirri ákvörðun að flytjast á Ísa-
fjörð. „Ég held ég geti sagt að
þetta sé ein skynsamlegasta
ákvörðun lífs míns. Ég sé ekki
eftir henni. Það er algjör draumur
að vera hérna með börn. Ég er
með eitt barn á leikskóla og ann-
að í grunnskóla, þau æfa íþróttir
og eru í tónlistarskóla en hér er
maður algjörlega laus við allt
þetta skutl. Þegar maður kemur
heim úr vinnunni klukkan fjögur
er allt búið og allur dagurinn fram-
undan – nægur tími til að fara á
skíði eða í sund, út að leika og
læra heima og elda matinn án
þess að vera í kapphlaupi við
tímann. Svo er auðvitað dásam-
legt að geta rennt í mat út í vík
þegar maður nennir ekki að elda,“
segir Ása.
Spennandi starf hjá At-
vinnuþróunarfélaginu
Eftir að ákvörðunin um að láta
á það reyna að flytja sig um sel
hafði verið tekin grennslaðist Ása
fyrir um hvaða störf væru í boði
á Ísafirði. „Ég komst að því að
það væri að losna starf hjá At-
vinnuþróunarfélaginu og var bent
á að sækja um. Ég gerði það og
fékk starfið. Þetta gerðist allt
mjög hratt, ég tók ákvörðun í
september um að prófa þetta,
fékk starfið í október og var flutt
í desember,“ segir hún og brosir.
Starfið sem fram fer hjá At-
vinnuþróunarfélaginu er afar
fjölbreytt og ekki átta sig allir á
því í hverju það felst. „Það er svo
sem eðlilegt að fólk sem ekki
hefur notið þjónustu okkar skilji
það ekki alveg. Sú ráðgjöf sem
við veitum fyrirtækjum og ein-
staklingum er til dæmis trúnað-
armál, svo við getum ekki mikið
verið að státa okkur af afrekum á
því sviði,“ segir hún brosandi.
Ása segir enda nokkuð erfitt
að útskýra starf sitt, því engir
tveir dagar séu eins. „Helsta
verksviðið er að veita einstakl-
ingum og fyrirtækjum sem eru í
rekstri eða vilja fara í rekstur
ráðgjöf og aðstoð. Fólk getur
komið inn af götunni með hug-
myndir sem það vill þróa áfram.
Við aðstoðum þá við að útfæra
þær hugmyndir, við gerð við-
skiptaáætlunar og rekstraráætl-
unar og beinum þeim í réttar áttir
með hvar þau geta leitað að fjár-
magni og fengið styrki svo eitt-
hvað sé nefnt,“ útskýrir Ása.
Hjá Atvinnuþróunarfélaginu
starfa fimm verkefnastjórar með
mismunandi áherslusvið og sér-
þekkingu. „Ég sinni þar mest-
megnis ferðaþjónustu og menn-
ingartengdum verkefnum. Auk
þess hef ég lagt töluverða áherslu
á konur í atvinnurekstri og fyrir-
tæki í eigu og rekstri kvenna.
Ferðamenn
vilja upplifun
Ása vinnur sömuleiðis mikið
að klasaverkefnum í ferðaþjón-
ustu, þar sem fyrirtæki með sam-
eiginlega hagsmuni koma saman
og vinna að sameiginlegum
markmiðum. „Frá því að ég byrj-
aði hef ég haft mikinn á öllu sem
tengist mat og matartengdri
ferðaþjónustu,“ segir hún. „Ég
stýri verkefni sem heitir Veisla
að vestan, sem er samstarfsverk-
efni fyrirtækja um alla Vestfirði
og miðar að því að auka sýnileika
,,Fagna ber að blásið hefur verið á ný til leiks í atvinnumálum á
Flateyri.“ Hálfur mánuður er liðinn síðan leiðaraskrif BB hófust með
þessum orðum. Við sögðum líka að ,,augu manna ættu að fara að opn-
ast fyrir því að fólk í sjávarþorpum umber ekki endalaust þá þolraun
að standa í sporum hnefaleikarans í hringnum sem getur átt von á að
vera sleginn niður, meðvitaður um að við hvert fall dvínar þrekið til
að standa upp að nýju.“ Nú hefur það gerst: Íbúar Flateyrar hafa aft-
ur orðið að lúta í gólfið!
Aðstandendur Lotnu ehf., sem ekki var annað vitað en að náð hefðu
samkomulagi um kaup á eignum þrotabús Eyrarodda ehf., höfðu
ráðið til sín fólk, hafið útgerð og vinnslu í frystihúsinu með fyrirheit-
um um frekari aðkomu að atvinnulífi staðarins eru allt í einu slegnir
út af borðinu af Byggðastofnun. Ástæðan sögð viðskiptaleg fortíð þeirra.
BB hefur engar forsendur til að meta afstöðu Byggðastofnunar
eða viðskiptasögu eigenda Lotnu ehf. Málsmeðferðin vekur hins
vegar furðu og er í meira lagi ámælisverð. Hvernig má vera að fyrir
um mánuði hafi þingmenn kjördæmisins komið til fundar við Flat-
eyringa og sagt málið vera í höfn hjá Byggðastofnun. Aðeins ein-
hver formsatriði ófrágengin? Forstjóri Lotnu ehf segir Byggðastofnun
þegar hafa veitt skriflegt samþykki fyrir yfirtöku fyrirtækisins á
skuldum Eyrarodda og því hafi starfsfólk verið ráðið og veiðar og
vinnsla hafist. Hver gaf þetta skriflega samþykki út? Á sama tíma
getur forstjóri Byggðastofnunar ekki útskýrt hvers vegna Lotnu
ehf., var veitt heimildin og vísar á skiptastjóra þrotabúsins.
Viðbrögð formanns Íbúasamtaka Flateyrar eru sterk: ,,Við erum
sár og reið, burtséð frá því hvaða karakterar þetta eru.“ Hann segir
að með framgöngu sinni hafi Byggðastofnun og skiptaráðandi haft
Flateyringa að leiksoppum: ,,Þetta er svo yfirgengilega undarlegt
mál. Ég held að flestir skilji þorpssálina hér, fólk var ánægt og kátt
þegar það sá að þetta virtist ætla að komast svona fljótt af stað aftur.“
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar er vonsvikinn. Hann
hefði viljað sjá Byggðastofnun grípa inn í fyrr og að Ísafjarðarbær,
einn kröfuhafa í þrotabú Eyrarodda ehf, muni leggja sig í framkróka
um að greiða fyrir lausn málsins.
Forstjóri og stjórnarformaður Byggðastofnunar og skiptaráðandi
þrotabús Eyrarodda ehf., komast ekki hjá því að svara hvernig í
ósköpunum þeir klúðruðu málinu með þeim afleiðingum, sem nú
blasa við. Og hvað segja þingmennirnir okkar? Gamla embættis-
mannaafsökunin um trúnað og að mál einstakra aðila séu ekki rædd
opinberlega, gildir ekki. Embættismennirnir sem þarna komu að
vekri verða að gera hreint fyrir sínum dyrum. Allt annað er óvirðing
við íbúa Flateyrar. s.h.