Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Var kipp
Samúel Jón Einarsson hefur haft
hendur í hári fjölmargra Ísfirð-
inga, enda starfað sem rakari frá
því að hann var feiminn sextán
ára lærlingur. Eins og samstarfs-
félagi hans til margra ára, Villi
Valli, er hann galdramaður á
hljóðfæri þrátt fyrir að hafa litla
stund lagt á eiginlegt tónlistar-
nám. Í seinni tíð hefur hann
einnig spreytt sig á ritlistinni, eins
og bækur hans Rakarinn minn
þagði og Rakarinn minn sagði,
sem kom út nú fyrir jólin, bera
vitni um. Samúel segir hér frá
þrjátíu ára ferli með hljómsveit-
inni góðkunnu BG, rakarastofum
í útrýmingarhættu og ljósunum í
Gamla sjúkrahúsinu.
Fylgst með
sjúkrahúsinu
Samúel, sem iðulega er kallað-
ur Sammi og oftar en ekki Sammi
rakari, er fæddur á Gamla sjúkra-
húsinu á Ísafirði í janúar 1948.
Æsku sinni varði hann svo spöl-
korn frá sjálfum fæðingarstaðn-
um, því fjölskylda hans var til
húsa að Túngötu fimm.
„Við sáum alltaf hvort það var
ljós á skurðstofunni, eða ljós í
líkhúsinu. Maður man eftir því –
maður heyrði stundum á morgn-
ana, „Jæja, það var nú ljós á skurð-
stofunni í nótt...“ Það var fylgst
með þessu,“ segir Sammi frá og
kímir.
Hann er yngstur fimm syst-
kina, barna hjónanna Einars
Gunnlaugssonar og Elísabetar
Samúelsdóttur. Systkini hans búa
öll á Ísafirði í dag og flest barna
þeira sömuleiðis. „Við erum svo
miklir heimalningar,“ segir Sammi
brosandi, þar sem hann tekur á
móti blaðamanni á heimili sínu í
Brautarholti. Þar er meðal þess
fyrsta sem blasir við gestum for-
láta rakarastóll klæddur vínrauðu
leðri. „Ég keypti hann og allt
innvolsið út úr rakarastofu sem
ég var að vinna á, þegar rekstrin-
um var hætt,“ útskýrir Sammi. „Í
dag er hann nú bara símastóll, en
þetta er fallegur gripur.“
Sammi er giftur Guðríði Sig-
urðardóttur íþróttakennara og
saman eiga þau tvö börn. Sonur
þeirra, Sigurður Rúnar, hefur erft
tónlistarbakteríuna því hann er
bassaleikari eins og faðir hans.
Hann er búsettur í Reykjavík, en
dóttir þeirra hjóna, Elísabet, býr
hins vegar á Ísafirði, þar sem
hún starfar sem viðskiptafræð-
ingur í Landsbankanum.
Hvattur áfram
í sögusöfnun
Á síðustu árum hefur Sammi
sent frá sér tvær bækur, eins og
áður hefur komið fram, með sög-
um af rakarastofunni þar sem
hann hefur alið manninn í rúma
fjóra áratugi. Þar bregður fyrir
þekktum persónum úr bæjarlífi
bæði fyrri og seinni tíma.
„Ég var náttúrulega búinn að
hlusta á sögur alla tíð. Villi var
duglegur að segja þær – búinn að
segja þær þúsund sinnum sum-
ar,“ segir Sammi glettnislega um
aðdraganda útgáfunnar. „Það var
oft lítið að gera og ég var kominn
með tölvuna þarna niður á stof-
una, svo ég ákvað að prófa að
punkta þetta niður. Ég fékk líka
hvatningu frá vini mínum Tryggva
Adda sem býr fyrir sunnan og
eftir nokkra umhugsun ákvað ég
að reyna þetta,“ segir Sammi.
Sammi, sem hafði ekkert
dundað við skrif áður, kveðst þó
hafa þurft að hafa ýmislegt í huga
við skrásetningu sagnanna sem
höfðu verið sagðar svo oft.
„Það er töluvert öðruvísi að
hafa þetta á prenti en að segja og
hlusta á sögurnar. Það myndast
ákveðin stemning þegar verið er
að segja sögur, og allir bíða
spenntir eftir endahnykknum.
Þegar ég fór að setja sögurnar
niður á blað rak ég mig á að það
er alls ekki auðvelt, svo vel fari.
Sagan verður til dæmis að vera
svolítið lógísk – það varð að vera
einhver lógík á bak við hana,
jafnvel þó hún sé ekki alveg dag-
sönn. Svo þarf maður að passa
sig að nota ekki of mörg orð og
segja ekki alveg allt, heldur leyfa
mönnum að geta aðeins í eyðurn-
ar. Þegar svona sögur með enda-
hnykk eru lesnar þarf að standast
þá freistingu að byrja á endinum,
byrja á rúsínunni, spennan verður
að fá að myndast“ útskýrir Sammi.
„Við erum ekki eilífir“
Rakarasögurnar eru nátengdar
Ísafirði og bæjarlífinu þar. „Þetta
er, eins og gengur, svolítið mikið
lókal og þess vegna eru kannski
færri sem þekkja til,“ segir
Sammi. „Það er hins vegar líka
mikið til af brottfluttum Ísfirð-
ingum sem hafa gaman af þessu.
Þarna eru til dæmis sögur af köll-
um sem eru löngu horfnir, sem
við munum frá því fyrir 1960,“
segir hann.
Hann kveðst einnig hafa haft
það í huga að sögurnar yrðu varð-
veittar. „Mig langaði til þess að
þetta myndi ekki deyja út. Við
Villi erum náttúrulega ekki eilíf-
ir! Og rakarastofa svona upp á
gamla mátann er eiginlega að
deyja út, allavega hérna. Þetta er
orðið svo blandað, konur og karl-
ar fara í klippingu á sama stað,
en svona ekta karlastofur hugsa
ég að heyri kannski bara sögunni
til eftir fimmtán, tuttugu ár,“ segir
Sammi.
„Ég vildi þess vegna koma
þessu á blað. Og auðvitað kann-
ski hafa eitthvað smá fyrir minn
snúð, eins og gengur, og nýta
þennan dauða tíma í vinnunni í
eitthvað annað en að sitja og bíða
eða leggja kapal. Sem ég geri nú
reyndar á hverjum degi í kaffinu
uppi hjá Villa,“ segir hann kím-
inn.
Þögull rakari
þessi djöfull hjá honum Villa –
hann tali ekkert! Þá þótti það nú
bara hluti af djobbinu,“ segir
Sammi og hlær við.
Hann fór hins vegar fljótlega
að verða málglaðari í starfi, enda
var rakarastofan nokkurs konar
sagnamiðstöð á árum áður.
„Sérstaklega þegar það voru bið-
raðir, áður en fólk fór að panta
tíma sérstaklega. Þá voru margir
saman komnir á stofunni og það
skapaðist mikil stemning. Í dag,
eftir þessar tímapantanir, eru
kannski tveir inni á stofunni í
einu. Í gamla daga sátu kannski
tíu, tuttugu menn að bíða og sum-
ir jafnvel í tvo tíma. Þá gat verið
Nafn fyrstu bókarinnar, Rakar-
inn minn þagði, er kannski ekki
auðskilið öllum sem sjá hana í
verslunarhillu. Það má hins vegar
rekja til fyrstu skrefa Samma í
rakaraiðninni.
„Þegar ég var að byrja að
klippa , bara fyrsta daginn eigin-
lega, lenti karl í stólnum hjá mér.
Hann var dálítið svona hrjúfur á
skrápinn og talaði íslenskt mál,
getur maður sagt – bölvaði svo-
lítið hressilega og svona. Ég var
náttúrulega feiminn við þessa
kalla, ég var ekki nema sextán
ára. Þegar hann kemur svo aftur
í vinnuna segir hann við félaga
sína að hann verði nú aldrei rakari
ansi mikið fjör,“ segir hann frá.
Aðspurður hvort framhald
verði á rakarasögunum hikar
Sammi. „Ég veit það ekki. Ég á
eitthvað af efni, svo það gæti svo
sem vel verið að ég þráist við og
geri eina í viðbót. Maður er líka
alltaf að læra betur hvernig er
best að haga þessu, svo þá myndi
ég kannski nota myndir, til
dæmis. Jú, jú, það getur vel verið
að ég reyni þetta,“ segir Sammi.
„Það er spurning hvað hún ætti
að heita – Rakarinn minn hlust-
aði, kannski?“ bætir hann hugsi við.
Fullkomið starf
fyrir tónlistarmann