Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 13
Heitt á prjónunum
framleiðir sápur
Hannyrðaverslunin og kaffi-
húsið Heitt á prjónunum á Ísafirði
hefur hafið eigin framleiðslu á
sápum og húfum. Um er að ræða
handgerðar sápur úr náttúruleg-
um hráefnum sem innihalda eng-
in gerviefni. Gerður Eðvarðsdótt-
ir, eigandi Heitt á prjónunum,
segir sápurnar hafa komið í sölu
í síðustu viku en þær eru mánuð
í framleiðslu. Fjórar tegundir eru
tilbúnar og Gerður segir þær
koma í skemmtilegum pakkning-
um og séu tilvaldar til tækifæris-
gjafa. Þá hefur hún einnig verið
að hekla litríkar og líflegar húfur
sem hún kallar Gleðihúfur.
„Húfurnar hafa vakið mikla
athygli og eru krakkarnir/ungl-
ingarnir mjög hrifnir af húfunum.
Nú eru nokkrar húfur til á lager
og eru til sölu fyrir áhugasama,
einnig er hægt að hekla eftir pönt-
un ef svo vill til,“ segir Gerður.
Aðspurð hvort fleiri hlutir séu á
leið í framleiðslu segir Gerður
það enn vera óljóst. „Ég ætla að
sjá til hvernig þetta gengur en
það er aldrei að vita hvað manni
dettur í hug.“ – thelma@bb.is
Metfjöldi skemmtiferðaskipa
Tilkynnt hefur verið um komur
35 skemmtiferðaskipa til Ísa-
fjarðar í sumar, sem er met. Skip-
in eru af öllum stærðum, allt frá
um 2.500 tonnum upp í 114.000
tonn. Með minnsta skipinu kom-
ast 100 farþegar en um 3.000
með því stærsta. Alls er pláss
fyrir 24.433 farþega með skipun-
um. Sumarið lofar því góðu fyrir
þá aðila sem koma á einn eða
annan hátt að komum skipanna.
Ísafjarðarhöfn er þriðja stærsta
höfn landsins er kemur að mót-
töku skemmtiferðaskipa. Kom-
um skemmtiferðaskipa til Ísa-
fjarðar hefur fjölgað ár frá ári og
setja farþegar skipanna setja oft
mikinn svip á bæjarlífið, sérstak-
lega þegar um stærri skip er að
ræða.
Komur skemmtiferðaskipa til
Ísafjarðar í fyrra voru 30 í fyrra
sem einnig var met, en skipa-
komur höfðu þá flestar verið 27.
Ríflega 21 þúsund farþegar voru
um borð í skipunum. Tvö skip
koma í maí, MV Athena sem
væntanlegt er 17. maí og MSC
Poesia sem væntanlegt er 29. maí.
Fyrra skipið er 16.144 brúttó-tonn
og það síðarnefnd 93.300 brt.
Þrjú skip eru væntanleg í júní.
Stærsta skip sumarsins, Costa
Pacifica, kemur 14. júní (114.000
brt.) og með því um 3000
farþegar. Delphin Voyager (23.
300 brt.) kemur 23. júní og Costa
Marina (25.558 brt.) kemur 30.
júní.
Sextán skemmtiferðaskip eru
væntanleg í júlí. Marco Polo
(22.080 brt.) kemur 1. júlí, Saga
Pearl (18.591 brt) kemur 5. júlí,
LE Boreal (10.700 brt.) kemur
8. júlí, MV Marina (66.000 brt.)
kemur einnig 8. júlí og Silver
Cloud (16.927 brt.) kemur 12.
júlí. Daginn eftir, 13. júlí, kemur
Kristina Katarina (12.688 brt.)
og 14. júlí er von á þremur skip-
um, LE Boreal, Spirit of Adven-
ture (9.570 brt.) og Delphin
(16.248 brt.). Þann 21. júlí kemur
LE Boreal í sinni þriðju ferð, 24.
júlí kemur C. Columbus (15.000
brt.), 26. júlí kemur Princess
Danae (16.531 brt.), 28. júlí kem-
ur LE Boreal aftur sem og Clipper
Odessy (5.218 brt.). Daginn
efstur, 29. júlí kemur síðan
Minerva (12.500 brt.) og 30. júlí
er MV Athena (16.144 brt.).
Níu skemmtiferðaskip eru
væntanleg í ágúst. MV Kristina
Katarina kemur aftur 5. ágúst,
Albatros (28.078 brt.) kemur 6.
ágúst, Clipper Odessy kemur aft-
ur 7. ágúst og sama dag er Bou-
dicca (28.388 brt.) einnig vænt-
anlegt. MV Athena kemur síðan
aftur 12. ágúst, daginn eftir er
von á Saga Ruby (24.492 brt.)
og 18. ágúst er von á Ocean Prin-
cess (30.277 brt.). Black Watch
(28.388 brt.) er væntanlegt 21.
ágúst og Amadea (28.717 brt.)
er væntanlegt 23. ágúst. Fjögur
skip eru síðan væntanleg í sept-
ember. MV Funchal (9.563 brt.)
er væntanlegt 2. september, Black
Watch kemur á ný 5. september,
RV. Knorr (2.518 brt.) kemur
21. september og Boudicca kem-
ur aftur 22. september.
– thelma@bb.is
Stærsta skemmtiferðaskiptið sem sækir Ísafjörð heim í sumar er Costa Pacifica.