Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 9
Gylfi Þór er stjórnar-
formaður Lotnu ehf.
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór
Sigurðsson, sem er á mála hjá
Hoffenheim í Þýskalandi, er
stjórnarformaður Lotnu ehf. sem
nýverið keypti fiskvinnsluna á
Flateyri. Frá þessu er greint í
DV en sjálfur hafði Gylfi þver-
tekið fyrir það í samtali við DV
fyrr í mánuðinum að standa í
fjárfestingum með föður sínum,
Sigurði Aðalsteinssyni, útgerðar-
manni og einum aðaleiganda Lotnu.
Stjórnarformennska Gylfa Þórs
var tilkynnt til Ríkisskattstjóra
18. febrúar síðastliðinn auk þess
sem tilkynnt var um tvo nýja með-
stjórnendur í félaginu. Í sömu
tilkynningu segir að aðalstarf-
semi Lotnu sé fiskveiðar og fisk-
vinnsla en undir liðnum nýr til-
gangur er talað um útgerð fiski-
skipa, rekstur fiskvinnslu og fast-
eigna, lánastarfsemi og skyldur
atvinnurekenda.
DV segir Gylfa hafa þénað vel
sem atvinnumaður í knattspyrnu
þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs
gamall enda hafi hann verið
keyptur til Hoffenheim frá Read-
ing á 1,3 milljarða króna síðast-
liðið haust. Samkvæmt nýlegri
úttekt Viðskiptablaðsins er hann
sagður með 11 milljónir króna í
mánaðarlaun. – kte@bb.is
Hátt í 20 fyrirtæki sem nýir eig-
endur Eyrarodda á Flateyri hafa
stýrt, hafa orðið gjaldþrota, að
því er kom fram í fréttum Sjón-
varpsins. Þá hefur annar eigand-
inn hlotið dóm fyrir stórfellt brot
á fiskveiðilöggjöfinni. Fyrirtæk-
ið Lotna ehf. hefur gert samning
um kaup á öllum eigum þrotabús
Eyrarodda á Flateyri. Eigendur
Lotnu eru Sigurður Aðalsteins-
son og Kristján Sigurður Krist-
jánsson.
Sjónvarpið vitnaði til upplýs-
inga úr fyrirtækjaskrá þar sem
kom fram að 20 fyrirtæki sem
eigendur Lotnu hafa stýrt, hafa
orðið gjaldþrota, þar af 17 á síð-
astliðnum 10 árum. Séu þau fyrir-
tæki tekin með sem þeir Sigurður
og Kristján hafa verið meðstjórn-
endur í séu dæmin mun fleiri.
Þá sagði Sjónvarpið að kristján
hefði árið 2003 verið dæmdur í
Héraðsdómi Vesturlands í 6
mánaða fangelsi og háa fjársekt
fyrir að að halda bátum ítrekað
að veiðum án tilskilinna afla-
heimilda. Sigurður sagði við
Sjónvarpið að hann væri ekki
lengur annar eigandi Lotnu held-
ur hefði sonur hans tekið við.
Mörg gjaldþrot
nýrra eigenda
Gunnar Þórðarson
ráðinn til Matís
Gunnar Þórðarson hefur verið
ráðinn stöðvarstjóri Marís á
Ísafirði. Megináhersla í starfsemi
Matís á Vestfjörðum hefur verið
þróun vinnsluferla í samstarfi við
fyrirtæki á svæðinu. „Starf mitt
ræðst mjög af því hversu viljug
vestfirsk fyrirtæki eru að vinna
að framförum og þróun. Stór fyr-
irtæki á borð við Marel hafa yfir
að ráða sérstakri vöruþróunar-
deild, en smærri fyrirtæki í sjáv-
arútvegi, landbúnaði og ferða-
þjónustu hafa ekki bolmagn til
þess. Þar kemur mitt starf inn,
þ.e. að vera minni fyrirtækjum
innan handar í slíkri þróunar-
vinnu. Innan Matís er gríðarlega
mikil þekking til staðar og dýr-
mætt fyrir fyrirtæki að geta sótt
þangað aðstoð við þróun nýrra
hugmynda eða til að ná betri ár-
angri í því sem þau eru að gera,“
segir Gunnar.
Aðspurður um hvort einhver
spennandi verkefni sé á borði
hans í dag segir hann svo vera.
„Já, það er fullt að skemmtilegum
verkefnum. Núna er ég til dæmis
að vinna með smábátaútgerðum
að nýjum leiðum til að bæta
meðferð aflans um borð og auka
þannig bæði gæði og verðmæti,“
segir Gunnar. – kte@bb.is
Gunnar Þórðarson.