Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011
Einar Kristinn Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
í NV-kjördæmi innti Katrínu Júl-
íusdóttur, iðnaðarráðherra eftir
því á Alþingi, hvenær tillögur
ráðgjafarhóps sem skipaður var
haustið 2009 um leiðir til að bæta
raforkuöryggi á Vestfjörðum,
yrðu lagðar fram. Ráðgjafahóp-
urinn var skipaður til að fara yfir
fyrirliggjandi tillögur Landsnets
um leiðir til að bæta raforkuör-
yggi á Vestfjörðum. Hópnum var
jafnframt falið að leggja mat á
það til hvaða aðgerða þurfi að
grípa til að bæta samkeppnis-
stöðu Vestfjarða með tilliti til til
möguleika svæðið til atvinnu-
uppbyggingar í orkufrekum iðn-
aði, að því er fram kom í tilkynn-
ingu iðnaðarráðuneytisins á sín-
um tíma. „Áður en hópurinn var
skipaður, eða 6. október 2009
hafði ég forgöngu um þingsálykt-
unartillögu sem við stóðum að
sex þingmenn Norðvesturkjör-
dæmis,“ segir Einar.
Tillagan var svohljóðandi: Al-
þingi ályktar að fela ríkisstjórn-
inni að gera tímasetta áætlun um
að bæta afhendingaröryggi raf-
orku á Vestfjörðum. Sérstaklega
verði hugað að möguleikum á
aukinni raforkuvinnslu á Vest-
fjörðum, svo sem með byggingu
Hvalárvirkjunar og stækkun
Mjólkárvirkjunar, auk annarra
virkjunarkosta.
Starfshópur iðnaðarráðherra
hafði þrengra hlutverk og var til
dæmis ekki ætlað að setja fram
tímasetta áætlun um að bæta af-
hendingaröryggið. Einar segir
stofnun hans engu að síður hafa
verið ágæt viðleitni til að hreyfa
við málinu. Hópnum var gert
skila ráðherra greinargerð fyrir
lok ársins 2009. „Nú eru liðnir
16 mánuðir frá skipun hópsins. Í
svari við fyrirspurn Guðmundar
Steingrímssonar sem barst 15.
júní í fyrra var greint frá því að
áfangaskýrslu yrði skilað síðar í
þeim mánuði og kynningarfund-
ur haldinn í ágúst í fyrra um
málið á Vestfjörðum,“ segir
Einar.
„Það er tímabært að tillögurnar
fari að líta dagsins ljós þó vita-
skuld væri best að þingsályktun-
artillaga okkar sexmenninganna
yrði samþykkt, þar sem kveðið
væri á um tímasetta áætlun um
bætt afhendingaröryggi á Vest-
fjörðum.“
– thelma@bb.is
Sextán mánuðir frá skipun ráðgjafar-
hóps um raforkuöryggi á Vestfjörðum
Ellefu missa
vinnuna
Störfum á ellefu heilbrigð-
isstofnunum fækkar um 107
vegna niðurskurðar á fjárlög-
um 2011 og þar af eru 92
þeirra sem missa vinnuna
konur. Þetta kemur fram í
svari Guðbjarts Hannessonar
velferðaráðherra við fyrir-
spurn Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar, þingmanns Framsókn-
arflokksins, um fækkun starfa
á heilbrigðisstofnunum vegna
niðurskurðar í fjárlögum 2011.
Á Heilbrigðisstofnun Vest-
fjarða (HV) missa ellefu
vinnuna, þar af sjö konur, en
stöðugildum fækkar um 6,3.
Í svarinu má einnig sjá að mest
fækkar stöðugildunum HV
hjá starfsmönnum í umönn-
um (4,8 stöðugildi), en engin
fækkun er í stöðugildum
lækna, hjúkrunarfræðinga
eða sjúkraliða. Nær öll fækk-
un starfmanna HV er á Flat-
eyri.
Þegar fækkunin er skoðuð
sem hlutfall af heildarfjölda
starfsmanna heilbrigðisstofn-
ananna er niðurskurðurinn
mestur hjá Heilbrigðisstofn-
un Fjallabyggðar. Þar fækkar
um tíu stöðugildi sem er
17,6% af heildarfjölda stöðu-
gilda við stofnunina. Á Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða
starfa 159 manns og eru 119
stöðugildi í dagvinnu.
Lítil eftirspurn eftir aðstöðu
hjá Eyrinni, viðskiptasetri á Ísa-
firði, hefur skapað óvissu um
framtíð starfseminnar. „Undan-
farið hefur Kerecis verið eini að-
ilinn sem hefur nýtt sér aðstöð-
una, en það er ekki nóg,“ segir
Arna Lára Jónsdóttir , verkefna-
stjóri Impru á Ísafirði. Eyrin
hefur veitt einstaklingum og fyr-
irtækjum aðstöðu í Vestrahúsinu
og umgjörð til að vinna að við-
skiptahugmyndum á öllum svið-
um. „Við leigjum skrifborð gegn
vægu gjaldi, en því fylgir skrif-
stofuaðstaða og aðgangur að
fundarherbergjum. Auk þess er-
um við og starfsfólk Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða tilbúin
til að veita fólki aðstoð í verkefn-
um sínum,“ segir Arna Lára.
„Eyrin er samstarfsverkefni
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands,
Atvinnuþróunarfélagsins og
Vinnumarkaðsráðs Vestfjarða og
hefur verið styrkt af Vaxtarsamn-
ingi Vestfjarða og Pennanum. Í
ljósi lítillar eftirspurnar verða
þessir aðilar að koma saman og
ræða framtíðina. Það er dýrt að
halda þessari aðstöðu úti og ef
enginn notar hana er ekkert vit í
að reka hana áfram,“ segir Arna
Lára en tekur fram að ekki hafi
verið boðað til fundar um málið.
„Skortur á húsnæði hefur ekki
verið vandamál hér á Vestfjörð-
um og þeir frumkvöðlar sem
leggja af stað með ný fyrirtæki
hafa getið valið um ódýrt hús-
næði,“ segir Arna Lára spurð um
ástæðuna fyrir lítilli þátttöku. „En
það yrði mikil synd ef Eyrin verð-
ur lögð niður þannig nú er bara
að vona að frumkvöðlar sem eru
heima, komi og nýti sér þessa
frábæru aðstöðu.“
– kte@bb.is
Lítil eftirspurn skapar óvissu
Eyrin viðskiptasetur býður fyrirtækjum og einstaklingum aðstöðu í Vestrahúsinu.