Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 11
pt inn í tónlistina
Það var hins vegar hálfgerð
tilviljun sem réði því að það var
einmitt rakarastarfið sem Sammi
lagði fyrir sig. „Mér leiddist eig-
inlega í skólanum,“ segir hann.
„Þegar ég var sextán ára var ég
sennilega búinn að ákveða að
fara ekkert lengra í bóknámi
heldur fara í eitthvað iðnnám.
Villi var þá einn á stofunni og
hafði svo mikið að gera að hann
langaði til að fá sér lærling. Hann
kom að máli við mig úti á götu
og spurði hvort ég vildi læra hjá
honum. Og það varð úr.“
Uppástunga Villa Valla var
hins vegar ljómandi góð lausn,
eins og Sammi segir sjálfur.
„Þegar maður fer að spá í þetta er
það kannski frekar algengt að
rakarar séu líka tónlistarmenn,“
segir hann hugsandi, en þeir fé-
lagar eru í það minnsta ágætis
dæmi um slíkt.
„Þetta passar eitthvað svo vel
við tónlistina. Ekki gat maður til
dæmis orðið sjómaður ef maður
ætlaði að byrja að spila í hljóm-
sveit. Rakarastarfið er náttúru-
lega þægileg innivinna – og lítil
hætta á að puttarnir fari,“ segir
hann og kímir. „Maður getur líka
verið svolítið sjálfstæður. Þegar
ég var kominn á fullt í hljóm-
sveitarbransann var ég meira og
minna í tónlistinni kannski tvö,
þrjú kvöld í viku – á ferðalögum
og svona. Það hefði verið erfitt
að vera í vinnu hjá einhverjum
öðrum, hugsa ég. Villi skildi þetta
auðvitað allt,“ bætir hann við.
Frá því að feimni lærlingurinn
steig inn fyrir dyrnar hjá Villa
Valla hefur hann vart farið þaðan
út aftur. „Við höfum eiginlega
verið saman síðan, í fjörutíu og
sjö ár. Í átta ár fór ég reyndar á
aðra stofu, hjá Árna Matthías-
syni, en hann veiktist og lést árið
1970 rétt fimmtugur að aldri.
Árið 1979 var svo húsnæðið selt
og Villi bauð mér þá að leigja
stól hjá sér og ég hef verið þar
síðan,“ útskýrir Sammi.
spilað á bassa, en spilað á píanó
alveg frá því að ég var krakki. Ég
kunni alla hljóma, vissi hvar c
og f og það allt var. Það er líka
tiltölulega auðvelt að byrja á
bassa, bara fjórir strengir og einn
plokkaður í einu. Ég gat alveg
bjargað mér. Svo ég byrjaði þarna
um haustið 1964,“ segir Sammi
frá.
Skömmu síðar dró Villi sig í
hlé frá sveitinni sökum mikilla
anna á stofunni. „Þá stofnum við
hljómsveit, þessir sömu menn,
og kölluðum okkur Blossar og
Barði. Við létum taka myndir af
okkur á brunabílunum og svona,
eins og Brunaliðið gerði svo
Kippt í hljómsveit
Tónlistarferill Samma, sem
hefur komið víða við og spreytt
sig á ýmsum hljóðfærum, hófst á
svipuðum tíma og starfsferill
hans sem rakari.
„Maður var alltaf að spila í
skólahljómsveitum, eins og
gengur. Þegar ég var 16 ára byrja
ég að læra hjá Villa. Bassaleik-
arinn hjá honum, í V.V. og Barða,
Magnús Reynir Guðmundsson,
sem þá var tvítugur, gerðist hótel-
stjóri á Hótel Valhöll á Þingvöll-
um og flutti burt. Mér var þá
kippt inn í þetta með litlum fyrir-
vara. Ég hafði reyndar aldrei