Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 7
vestfirskra matvæla, auka gæði
þeirra, efla framleiðslu úr vest-
firsku hráefni og síðast en ekki
síst að auka framboð af vest-
firskum mat á veitingahúsum..
Það snýst mest um smáfram-
leiðslu matvæla, eins og bændur
sem eru sjálfir að vinna afurðir
heima við, eða minni fiskfram-
leiðendur sem framleiða harðfisk
eftir gömlum aðferðum eða reykja
rauðmaga svo dæmi sé tekið.
Þetta snýst nefnilega líka svolítið
um að varðveita gamlar vinnslu-
aðferðir og hefðir í matargerð,“
útskýrir hún.
Ása segir veg matarferða-
mennsku fara sívaxandi. „Ferða-
menn gera líka meiri og meiri
kröfur um að kynnast „local“
þáttum, sama hvort það er matur-
inn eða fólkið sjálft. Þeir sækjast
eftir því að fá mat sem er unninn
á svæðinu. Krafan um rekjan-
leika og ferskleika matarins er
alltaf að verða meira og meira
áberandi, en það er ekki síður
upplifunin sjálf – að borða mat-
inn - sem verður vinsælli og vin-
sælli. Það er ekkert að ástæðu-
lausu að Tjöruhúsið er jafn brjá-
læðislega vinsælt og raun ber
vitni!“ segir hún brosandi, „Mat-
urinn er góður en upplifunin
skiptir svo miklu máli.“
Þá segist hún sömuleiðis sjá
mikil sóknarfæri í framleiðslu
matarminjagripa. „Það er eitt-
hvað sem við erum að vinna
svolítið mikið með núna, að að-
stoða fólk sem hefur áhuga á
matarminjagripaframleiðslu,
sama hvort það eru sultur eða
kæfur eða harðfiskur. Þá er verið
að hugsa um allan pakkann,
metnaður er lagður í umbúðir og
fróðleikur um uppruna, vinnslu-
aðferð og hefðir fylgir með. Þá
kaupir ferðamaðurinn upplifun-
ina og tekur minninguna með sér
heim,“ útskýrir Ása.
Hefur brennandi
áhuga á hönnun
Aðkoma Ásu að vöruhönnun,
matarhefðum og umbúðahönnun
í starfi hennar tengist áhuga-
málum hennar sterkum böndum.
„Vöruhönnun heillar mig til
dæmis svakalega mikið og ferða-
mennska, auðvitað. Þar fyrir utan
hef ég líka mjög gaman af gömlu
handverki og hefðum og varð-
veislu þeirra, svo þetta tengist
allt saman,“ segir hún brosandi.
„Mitt helsta áhugamál er
hönnun af öllu tagi, sama hvort
það er vöruhönnun, fatahönnun
eða innanhússhönnun. Umhverf-
isvitund og sjálfbærni eru mér
líka mjög ofarlega í huga og ég
hef yndi af því að endurnýta hluti
– kaupa notaða, gamla, illa farna
hluti og gera þá upp. Ég er svo-
lítið mikið í því þegar ég kem
heim til mín, að pússa og mála
og bólstra,“ segir Ása, sem málar
þó fleira en gömul húsgögn.
„Já, ég mála líka myndir í frí-
stundum og var með fyrstu sýn-
inguna mína á Hótel Núpi í
sumar, sem gekk bara mjög vel.
Það hefur staðið til að hafa sýn-
ingu á Ísafirði en ég þarf að gefa
mér meiri tíma, það vantar stund-
um nokkrar stundir í sólarhring-
inn,“ segir hún og hlær við.
Svolítil Pollýanna
Ása hvetur alla brottflutta
Vestfirðinga sem dreymir um að
flytja heim í heiðardalinn að láta
drauminn rætast. Það er ákvörð-
un sem vert er að skoða. Lífsgæð-
in sem hljótast af því að búa
hérna eru svo ómetanleg,“ segir
Ása, sem skilur illa af hverju fólk
talar illa um búsetu á svæðinu.
„Þegar ég tala við fólk hér sem er
neikvætt spyr ég það hreinlega
af hverju það búi þá hérna. Ef
maður er búinn að taka ákvörðun
um vera fyrir vestan verður mað-
ur bara að líta á góðu hliðarnar
sem fylgja því og vera svolítil
Pollýanna,“ segir hún kímin.
Sé Ása beðin að lýsa sjálfri sér
segist hún bara vera eins og hún
er. Það er ótrúlega góður staður
að vera á að átta sig á að maður
er bara eins og maður er og vera
sáttur með það, ekki alltaf að
vera reyna eitthvað annað. Ef
hún á að lýsa sér í nokkrum orð-
um er hún ákveðin, umburðar-
lynd, jákvæð, heiðarleg og sam-
kvæm sjálfri sér. „Eru það ekki
ágætis kostir?“ spyr hún hlæj-
andi. Ákveðnin lýsir sér í það
minnsta ágætlega í því hvernig
hún hefur komist yfir flughræðsl-
una sem hrjáði hana lengi. Því til
sönnunar var hún á leið frá
Ísafirði til Reykjavíkur og þaðan
til Kaupmannahafnar þegar blaða-
maður náði af henni tali.
„Ég var svolítið mikið flug-
hrædd. Mjög fljótlega eftir að ég
flutti vestur fórum við mæðg-
urnar suður í helgarferð en áttum
svo alveg hörmulega flugferð
vestur aftur. Sú ferð er held ég
fræg, það vita allir af því hvað
hún var slæm. Þetta var algjör
skelfing,“ segir Ása og hryllir
sig. „Eftir þá flugferð hugsa ég
bara að fyrst ég lifði hana af þá
geti þetta ekki versnað. Ef ég
ætla að búa hér á Ísafirði er bara
ekki í boði að vera flughrædd.
Þrátt fyrir að það sé dásamlegt
að búa hérna þarf ég líka reglu-
lega að komast suður, sækja
menningarviðburði og hitta vini
og kunningja. Það er manni líka
nauðsynlegt,“ segir hún að lok-
um.