Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 15 Reiknað með 200 króna startgjaldi Bæjarráð Bolungarvíkur tekur vel í erindi Leiðar ehf. um tilraunaverkefni sem felst í nýjum samgöngu- og/eða ferðamáta með samnýtingu ökutækja. Er hugmyndin að byrja með ferðamátann á ein- um til tveimur stöðum og eru Bolungarvík og Súðavík taldir heppilegir staði. Samkvæmt erindinu fer samnýtingu ökutækjanna fram með þeim hætti að far- þegi taka þátt í kostnaði öku- manns samkvæmt fyrirfram ákveðinni gjaldskrá þar sem startgjald væri 200 krónur en til viðbótar kæmi 10 króna gjald á hvern km fyrstu 100 km og 5 króna gjald á hvern km eftir að 100 km er náð. Í bréfinu er óskað eftir leyfi til uppsetningar skilta og að- komu sveitarfélagsins að kostnaði við uppsetningu þeirra. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ræða við full- trúa Leiðar. „Fólk vill fá svör en þetta tekur allt tíma og við viljum komast til botns í málunum,“ segir Kristinn Már Ársælsson, upplýsingafull- trúi Umhverfisstofnunar um fjöl- mennnan íbúafund á Ísafirði þar sem farið var yfir málefni sorp- brennslunnar Funa. Aðspurður hvort eitthvað hafi staðið upp í fundarhaldinu segir Kristinn að það hafi helst verið hve mikil- vægt er að halda slíka fundi „Bæði svo hægt sé að miðla upplýsingunum beint til heima- manna og fá viðbrögð þeirra. Þetta er flókið mál og erfitt fyrir fólk að fá allar upplýsingar í gegnum fjölmiðla.“ Á fundinum kom m.a. fram að Matvælastofn- un hefur sett á stofn sérfræðinga- hóp sem á að svara spurningum sem snúa að búfjármálunum. Halldór Briem landlæknir fór yfir rannsóknir á heilsufari fólks og Umhverfisstofnun kynnti sýna- töku í jarðvegi. „Málið er að mælingar og greiningar á díoxíni taka langan tíma, fyrir utan ýmsar hindranir sem geta tafið sýnatökuna, eins og t.d. frost í jörðu, þá tekur það um mánuð að senda sýnið út til greiningar og fá niðurstöðu,“ segir Kristinn. Hann segir mjög mikilvægt að mælingarnar fari fram. „Það er mikið mælt í Skut- ulsfirði en við erum líka að mæla út um allt land þar sem við teljum þörf á því. Við viljum fá heildar- myndina.“ – thelma@bb.is Ætla komast til botns í málinu Frá fundinum sem haldinn var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.