Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Réttað yfir fé eða kosið? Stakkur skrifar > Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og mál- efnum hafa oft verið um- deildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðar- menn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Ekki er rétt að yfirgefa fjármálin strax. Almennningur, sem for- seti Íslands nefnir annan lögjafann með Alþingi, mun kjósa um Ice- save lögin 9. apríl næstkomandi. Nú veita skoðanakannanir vísbend- ingar um að ekki þurfi að rétta yfir þeirri skuldbindingu það er að segja, að fara með málið í dóm. Það kann að hafa í för með sér bæði kosti og galla. Margir eru sannfærðir um að Íslendingum beri alls ekki að borga skuldbindingar vegna innlánssjóða sem bankastjórar hins fallna Landsbanka stofnuðu til í Bretlandi og Hollandi. Það kann vel að standast. Eftir stendur spurningin um hvort víst sé að dómur dómstóla reynist hagstæður eða að minnsta kosti hagstæðari en þeir samningar sem nú hefur verið vísað til okkar, hins löggjafans. Réttir voru merkar samkomur manna og fjár, en tilgangurinn var einmitt sá að draga það síðarnefnda í dilka. Réttir þykja enn forvitni- legar samkomur og gjarnan sækja íbúar þéttbýlisins þær sér til skemmtunar meðan bændur og búalið sjá um að koma fénu í réttu dilkana. Kannski var það vandamál bankamanna að þeir hefðu átt að fara í réttir og læra að draga fé í réttu hólfin, koma því á rétta staði. Það tókst því miður ekki og endaði með hinu margfræga hruni ís- lenska bankakerfisins og kröfum útlendra ríkisstjórna um að fá til baka fé sem þær greiddu sínu fólki. Var þá allt féð sem þeir höndl- uðu með rétt markað? Mark á fé hefur lengi verið notað til að sýna eignarhaldið og það gerir bændum kleift að endurheimta fé sitt að hausti og njóta arðsins af því. Hver nýtur arðs íslensks skattfjár er rennur til ríkisstjórna Bret- lands og Hollands? Okkur Íslendingum veitir ekki af því um þess- ar mundir að ná vopnum okkar. Margt er í veginum. Óútkljáð deila um Icesave er sögð valda því að nýtt fé fáist ekki inn í landið til framkvæmda. En seta yfir ám hefur kostað sitt. Ekki hefur ver- ið virkjað þótt arðbært sé og þjóðinni til gagns. Það er brýnt að snúa af braut afturfarar og stöðnun er óásættanleg. Það þarf að byggja upp. Annars fer þjóðinni aftur og lífskjörum hrakar. Fari svo verða æ færri á vinnumarkaði til að vinna fyrir þeim sem ekki fá tækifæri til þess að taka þátt í atvinnulífinu. Fleira fylgir eins og aukin glæpatíðni ef marka má reynslu annarra þjóða. Það er öll- um hollt að vinna og starfa til gagns fyrir samfélagið. Þess vegna kann að reynast skynsamlegt að rétta ekki um kröf- ur útlendinga í íslenskt skattfé og velja samningaleiðina. Gallinn er sá að upplýsing um hvað er verið að kjósa um er ekki góð. Full- yrðingar ganga á víxl og reynt er að hafa áhrif á kjósendur til beggja átta. Til þess að við kjósendur getum tekið rétta ákvörðun um að rétta eða rétta ekki yfir ógreiddu fé þurfum við að vita um hvað málið snýst í raun. Það er betra að sætta sig við ranga ákvörðun ef allar staðreyndir lágu á borðinu þegar hún var tekin. Þannig er það í réttinum. Allt skal koma fram áður en dómur gengur. smáar Ung móðir með 2ja ára barn óskar eftir 3ja herb. íbúð til leigu á Ísafirði. Reglusöm og reyklaus. Uppl. í s. 866 9566. Óska eftir að kauða notaða eldavél (40x30). Vinsamlega hringið í síma 845 5518. Hermann Óskar Hermannsson flytur lagið Situation ásamt aðstoðarfólki. Myndir: Benedikt Hermannsson. Hermann Óskar sigraði Hermann Óskar Hermannsson sigraði í undankeppni Söngkepp- ni framhaldsskólanna sem fór fram á laugardag. Hann söng lag- ið Situation eftir ísfirska tónlist- armanninn BiggaBix. „Þetta var frábærlega gaman og flott keppni. Umgjörðin var svo glæsileg, keppnin vel sett upp og fullt af flottum, efnilegum söngvurum,“ segir Soffía Vagnsdóttir sem var í dómnefnd. Hún segir það hafa verið erfitt fyrir dómnefndina að velja úr þeim níu atriðum sem flutt voru. „Þetta var erfitt val en ég tel að við höfum valið á sem réttasta og sanngjarnasta hátt.“ Í öðru sæti var Agnes Marzellíus- ardóttir og fimm-menningar Freysteinn, Valli, Ásgeir, Ómar Maggi Trausta urðu í þriðja sæti. Soffía segir að ekki eingöngu hafi söngvarnir lofað góðu heldur hafi þeir verið með gott bakland. „Það var stór hópur sem kom að þessu með einum eða öðrum hætti og studdi flytjendur. Hljóm- sveitin var til að mynda frábær Það var gaman að sjá Gaman af sjá hvað það er mikið líf í skól- anum og margir eru virkir. Nú er bara að vona að þeir sem ekki komust áfram haldi áfram í tón- listinni og styðji við sigurvegar- ann í keppninni fyrir norðan.“ Soffía óskar sigurvegarunum til hamingju og hvetur hann til að stefna á fyrsta sæti í Söng- keppni framhaldsskólanna. „Nú er bara að stefna á fyrsta sætið fyrir norðan. Enda hefur hann það sem til þarf og að auki með gott hráefni. Það væri nú skemmti- legt ef MÍ myndi vinna með vest- firsku lagi.“ Reikna má með því að margir Ísfirðingar fylgist spenntir með þátttöku Hermanns í keppninni sem haldin verður á Akureyri í apríl. Fyrir tveimur árum náðu MÍ-ingar sínum besta árangri til þessa í keppninni en þá hreppti dúóið Daði Már Guðmundarson og Halldór Smárason annað sæti. Þar áður var þriðja sætið besti árangur sem Menntaskólinn á Ísafirði hafði náð en því hafa fulltrúar skólans hampað tvisvar.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.