Bæjarins besta


Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 03.03.2011, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 seinna,“ segir Sammi og brosir við. Sú hljómsveit átti ekki langa lífdaga og leystist fljótlega upp. Haustið 1965 gekk Sammi hins vegar til liðs við BG, sem hann átti eftir að leika með um langt skeið. Tók sér frí fyrir bílskúrssveitir „BG hafði þá verið starfandi í svolítinn tíma, alveg frá 1958 sennilega. Ég var í BG eiginlega samfellt í 30 ár, fyrir utan nokkur ár sem ég þurfti að fara í svona bílskúrshljómsveitir, eins og allir ungir menn,“ segir hann og kímir. Á meðal þeirra sveita voru hljóm- sveitin Sexmenn. „Við klædd- um okkur upp í rúllukragapeysur, með númerum aftan á, svona eins og fótboltamenn. Svo var það Leones og síðast Öx sem var mjög framúrstefnuleg hljómsveit. Eftir þennan útúrdúr gekk hann aftur til liðs við BG árið 1970. „Þá hét sveitin orðið BG og Ingibjörg, sem varð eiginlega frægasta út- gáfan af því bandi. Fyrst hét hún BG og Gunnar, svo BG og Árni, þá B.G og Ingibjörg og svo BG- flokkurinn. Síðasta afsprengi BG var svo dúettinn Baldur og Mar- grét,“ útskýrir hann. „Eftir að ég hætti í B.G. var ég um tíma í hljómsveitinni Sægreif- unum. Hún varð til eftir að kvótakerfið var tekið upp, nafnið var eitthvað skot á það umdeilda kerfi“ rifjar Sammi upp. Rúllurnar mæli- kvarði á stemningu Á áttunda áratugnum gerði hljómsveitin víðreist um landið og naut töluverðra vinsælda. „Á sumrin vorum við sex sam- an. Rúnar, Ingibjörg og Óli heit- inn sem var söngvari og gítar- leikari voru öll í skóla fyrir sunn- an á veturna. Þá minnkuðum við bara grúppuna og spiluðum hérna þrír, fjórir saman á Þorrablótum og svona. Um miðjan maí komu þau vestur og þá var tekin mán- aðartörn í að æfa nýjustu lögin. Svo voru þetta alveg þrjú kvöld í viku sem við spiluðum, bæði hér á svæðinu og um allt land. Við fórum að vísu ekki mikið norður og austur, en mikið á Vesturlandi og alla leið austur á Hvol. Þetta voru alveg dýrleg ár,“ rifjar Sammi upp. Félagi hans í hljómsveitinni kom sér á þeim tíma upp mæli- kvarða á stemninguna í þorpun- um fyrir böllin. „Það var Gunnar Hólm blessaður, sem er nýlátinn, blessuð sé minning hans. Hann var trommari hjá okkur. Hann var með kenningu um hárrúllur, eins og konur settu í sig þá þegar eitthvað stóð til. Ef við sáum eina konu með rúllur í hárinu þegar við komum inn í bæinn, þá kæmu hundrað manns á ballið. Ef við sáum tvær voru það tvö hundruð,“ segir Sammi og hlær. „Þetta var helvíti gott. Það er nú erfiðara að spá fyrir um þetta núna út frá rúllum – nú er það bara Facebook. Þar sér fólk hvar straumurinn verður, hvernig fólk er búið að tala sig saman,“ bætir hann við. Gömlu kallarnir hlaupa í skarðið Sammi er nú aftur kominn í hljómsveit eftir um tíu ára hlé frá spileríi. „Ég er núna að spila með hljómsveitinni Express, með Benna Sig og fleiri góðum mönn- um. Það vantaði bassaleikara – allir ungu mennirnir fara suður til að læra meira, svo þá þarf að kippa gömlu köllunum inn aft- ur!“ segir hann og kímir. Aðspurður segist Sammi ekki finn fyrir miklum mun á ball- stemningunni nú eða þegar BG og Ingibjörg var og hét. „Það er eiginlega enginn munur. Það eina er að núna er ég kannski svolítið langt frá þessu fólki í aldri,“ segir hann og glottir. „Ég var að spila úti í Hnífsdal núna um daginn, fyrir alveg fullu húsi. Það var fullt eins og í gamla daga – haus við haus alveg fram í dyr. Og það eru meira að segja sömu lögin sem við spilum. Það er alveg ótrúlegt hvað sum lög lifa kynslóð eftir kynslóð og gera sig alltaf vel. Lögin hans Bjögga Halldórs til dæmis, Vertu ekki að plata mig og Rabarbararúna, lögin með CCR, að ógleymdum Bítlalögunum. Sum lög eru bara hreinræktuð balllög,“ segir Sammi. „Það eru ákveðin lögmál í þessu sem gilda enn í dag. Fólk þarf alltaf svipaðan takt til að koma sér í stuð og fara að dansa, gamla rokkið stendur alltaf fyrir sínu til dæmis. Það er sami grunn- tónn í þessu,“ bætir hann við. Hleraði æfinga- hljómsveitir Ein helsta breytingin sem hann finnur fyrir er þó hvað skemmt- analífinu hefur seinkað. „Núna er fólk kannski að koma um hálf tvö, tvö. Hérna áður fyrr beið það hreinlega í biðröð við dyrnar. Það erfiðasta í dag er að bíða allt kvöldið eftir því að fara að spila og bíða svo í tvo tíma í viðbót eftir því að fólkið komi. Það er alveg ömurlegt,“ segir hann og hristir höfuðið brosandi. Önnur breyting hefur sömu- leiðis áhrif á ballamenninguna, nefnilega framboð á tónlist. „Í gamla daga þyrsti fólk svo í að heyra nýjustu lögin. Þá voru svo fáir sem áttu bíla, þeir gátu ekkert verið í bílnum að hlusta á tónlist þar. Lög unga fólksins voru líka bara einu sinni í viku. Þegar ég var að byrja man ég að ég hlustaði á Lög unga fólksins á fimmtu- dögum, og svo hékk ég fyrir utan dansstaðina og hlustaði á hljóm- sveitirnar æfa – til að fá að heyra þessi nýjustu lög,“ segir hann frá. „Í dag er fólk með þetta í eyr- unum alla daga, í bílnum og vinn- unni, heima og í líkamsræktar- stöðinni. Ég held að það sé kann- ski ein stærsta breytingin,“ segir Sammi, sem telur þó að fjörið hafi ekkert minnkað. „Benni er náttúrulega alveg frábær söngvari og stuðbolti og það er mikið fjör á þessum böll- um hjá okkur. Fólki virðist líka þetta mjög vel. Sumar hljóm- sveitir falla í þá gryfju að ætla að spila það sem þeim finnst sjálfum skemmtilegt, en þú ert alltaf að þjóna gestunum. Það er líka lang- skemmtilegast þegar maður sér að fólkið skemmtir sér, það er aðalkikkið, svo maður sletti nú. Þá skiptir það mann í rauninni engu máli hvaða tónlist maður vill spila,“ segir Sammi. Í lúðrasveit og kór Auk rakarastarfsins, annarrar íhlaupavinnu, ritstarfa og hljóm- sveitastands nær Sammi að sinna öðrum áhugamálum. Hann varð folfallinn golfspilari eftir að hann hætti hljómsveitatúrum á sumrin, þó heldur hafi dregið úr golfiðkun á seinni árum. „Nú spila ég eigin- lega bara í miðri viku en er svo í sumarbústaðnum okkar í Mjóa- firði á helgum. Það finnst mér mjög gott,“ segir hann. Þar að auki er hann bæði í lúðrasveit og kór. „Ég hef verið í lúðrasveit lengi og spila þar á althorn. Ég byrjaði hins vegar í kór bara á gamals aldri. Nú er ég í kirkjukórnum, en ég var líka í Sunnukórnum. Ég hætti hins vegar þar af því að æfingarnar sköruðust við lúðrasveitaræfing- ar. Mér finnst hins vegar verulega gaman að syngja,“ segir Sammi. Aðspurður hvort hann hafi þá aldrei gripið í míkrófón á böllum hristir hann höfuðið. „Nei, nei, það þurfti aldrei. Það voru svo margir sem sungu að ég slapp alltaf við það,“ segir hann bros- andi og tekur dræmt í það þegar blaðamaður spyr hvort hann eigi það ekki bara eftir. „Ja. Jú, jú, kannski. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eins og þar stendur,“ segir hann. Hljóðfæradaðrari Þrátt fyrir að geta spilað á pí- anó, bassa og althorn hefur Sammi aldrei lagt stund á eigin- legt tónlistarnám. „Ég gat snemma spilað á píanóið eftir eyranu og svo nennti ég ekkert að læra nót- urnar. Ég byrjaði að læra en gafst upp á því,“ segir hann og brosir. „En auðvitað ætti maður að halda áfram. Fólk fæðist með ákveðna hæfileika, fær eitthvað í vöggu- gjöf, en það verður sjálft að bæta við þá og rækta þá,“ segir hann. „Ég lærði reyndar aðeins á alt- hornið, og svo prófaði ég saxófón einu sinni. Það voru allt of margir takkar á honum. Og svo lærði ég aðeins á selló, ég var búinn að gleyma því. Það var hjá honum séra Gunnari á meðan hann var hér fyrir vestan,“ rifjar hann upp. „Villi kallaði þetta nú einu sinni að vera svona daðrari, að daðra við hin og þessi hljóðfæri en festa aldrei ráð sitt. Það er ekkert verra en hitt, held ég,“ segir Sammi. Það gefur auga leið að eftir áratuga starf í tónlistarbransanum hlýtur hann sömuleiðis að luma á mörgum sögum af slíkum ævin- týrum. Þegar blaðamaður for- vitnast um hvort ekki sé von á ritröðinni Bassaleikarinn minn sagði brosir hann við. „Ég hef nú aðeins verið að punkta hjá mér hvernig þetta gekk fyrir sig, þetta hljómsveitar- líf. Við sjáum til,“ segir hann að lokum. BB birtir hér eina rakarasögu úr bókinni Rakarinn minn þagði með góðfúslegu leyfi Samma. Ólafur Ragnar Grímsson Ólafur er sonur Gríms Krist- geirssonar rakara. Grímur var með rakarastofu í húsi við Aðal- stræti sem stóð á milli áfengis- verslunarinnar núverandi og gamla pósthússins. Hús þetta er nú horf- ið af sjónarsviðinu. Þá var hann bæjarfulltrúi á miklum upp- gangstímum hér á Ísafirði. Það ku oft hafa verið fjör á rakaratofunni þar sem bæjarmál- in voru reifuð og sagt er að kallinn hafi oft gleymt sér í hita leiksons og gengið ansi nálægt höfuðleðri kúnnanna. Fjölskyldan bjó að Túngötu 3 sem gengur enn undir nafninu Grímsby. Ólafur Ragnar, sonur þeirra og núverandi forseti Íslands, hefur snemma haft mikla útrásarþörf því að sem lítill drengur var hann oft bundinn í garðinum þar sem hann lék sér. Eins og alþjóð veit elduðu þeir Ólafur og Davíð Oddsson grátt silfur saman og tókust hressilega á í pólitíkinni. Eftir að Ólafur var orðinn forseti og Davíð for- sætisráðherra, kom Davíð í heim- sókn til Ísafjarðar. Var honum ekið í skoðunarferð um bæinn eins og siður er. Var ekið fram hjá æskuheimili forsetans og for- sætisráðherranum m.a. sagt frá því að Ólafur hafi verið bundinn í garðinum þegar hann var lítill drengur svo hann færi sér ekki að voða. „Hver leyst’ann?“ spurði Dav- íð með þjósti. – Sunna Dís Másdóttir.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.