Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Page 8
„Þetta er eins og fíll hafi komið í
postulínsbúð,“ segir Jósefína Frið-
riksdóttir, eigandi antikbúðarinnar
Maddömurnar á Selfossi. Hún telur
að tjón í jarðskjálftanum á fimmtu-
dag nemi milljónum. Hún segir erf-
itt að bæta tjónið þar sem allir munir
eru handvaldir í Danmörku og Sví-
þjóð. Mörg hundruð gripir skemmd-
ust í skjálftanum og lager verslunar-
innar er sömuleiðis ónýtur.
Guðmundur Þórðarson í Hvera-
gerði hefur lengi viðað að sér antik-
munum og átti dágott safn á heimili
sínu: „Hver hjálpar mér núna?“ spyr
hann: „Hérna eru munir sem kosta
yfir milljón bara ónýtir og flest þetta
kemur aldrei aftur.“
Bakaríið gaf bakkelsi
Íbúar á Suðurlandi urðu margir
hverjir fyrir miklu áfalli við skjálft-
ann. Eignaskemmdir voru gríðarleg-
ar, nokkuð var um meiðsli á fólki en
enginn slasaðist þó alvarlega.
Guðni Andreasen, eigandi
Guðnabakarís á Selfossi, segir að í
bakaríinu hafi skápur fallið ofan á
borð, aðeins tveimur mínútum eft-
ir að konur með fjögur börn höfðu
farið frá borðinu. Bakaríinu var strax
lokað og allt bakkelsi dagsins gefið
til hjálparstarfseminnar á Selfossi.
Næsta dag var bakaríið síðan opn-
að aftur eftir að gert hafði verið að
skemmdum.
Heimili þeirra Emils Ragnarsson-
ar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á
Eyrarbakka var lýst óíbúðarhæft eftir
skjálftann. Þau voru í hesthúsunum
þegar hann reið yfir en ófögur sjón
blasti við þeim þegar heim var komið
þar sem húsið var alsett sprungum.
Tíðindum þykir þó sæta skápur full-
ur af glösum var heill eftri sjálftann
og ekkert glas brotið. Hjónin hafa nú
yfirgefið heimili sitt til fimmtán ára
og búa í húsbíl þar til annar sama-
staður finnst.
Allt hvarf í reyk
Ólafur Einar Adólfsson á Eyrar-
bakka þurfti sömuleiðis að yfirgefa
húsið sitt. Hann var á Selfossi þegar
skjálftinn var: „Ég varð var við rosa-
legan hávaða úr fjallinu og síðan
hvarf allt í reyk. Gatan sjálf varð eins
og ólgusjór.“ Ólafur býr nú hjá bróð-
ur sínum á Hellu þar til hann finnur
sér annað heimili.
Miklar skemmdir urðu á Blóma-
búðinni í Hveragerði. Helga Björns-
dóttir starfsmaður í versluninni var
að gera blómvendi þegar skjálftinn
reið yfir. Búðinni hefur nú verið lok-
að á meðan viðgerðir og þrif standa
yfir.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir utanríkisráðherra fóru á Selfoss
á föstudag að kynna sér aðstæð-
ur. Þau funduðu með bæjarfulltrú-
um Árborgar og Ölfuss, og að fundi
loknum lýstu þau yfir að hættuá-
stand væri liðið hjá. Geir tilkynnti
þá að hundrað milljónum yrði varið
í hjálparstarfið.
mánudagur 2. júní 20088 Fréttir DV
Milljónatjón varð í antíkbúð á Selfossi í
Suðurlandssjálftanum. Heimili Emils
Ragnarssonar og Ingibjargar Guðmunds-
dóttir á Eyrarbakka er óíbúðarhæft og
hafast þau við í húsbíl. Bakaríinu á Selfossi
var strax lokað eftir skjálftann og bakkelsi
dagsins gefið til hjálparstarfsins.
ólI vAluR pétuRsson
blaðamaður skrifar olivalur@dv.is
„Ég varð var við rosa-
legan hávaða og síðan
hvarf allt í reyk. Gatan
sjálf varð eins og ólgu-
sjór.“ Ólafur býr nú hjá
bróður sínum á Hellu
þar til hann finnur sér
annað heimili.
IKIÐ ÁFALL
talsvert um meiðsli
Fjöldi fólks hefur leitað
sér aðstoðar.
„Óvissan um grunnþarfirnar, skjól og vatn,
hefur verið ríkjandi,“ segir Ey
íbúafundir voru haldnir á Selfossi og á Eyrar-
bakka í gær þar sem fólk deildi reynslu sinni
af skjálftanum.
Drykkjarvatn er víða gruggugt en ekki hafa
fundist einhlítar skýringar á því. Á fundunum
komu upp vangaveltur um að fá þurfi ferska
vatnið annars staðar en úr Ingólfsfjalli. Enn
sem komið er kaupa margir því sitt drykkj-
arvatn í flöskum. Sundlaugin er einnig lokuð
enn sem komið er.
Fjöldi húsa hefur verið dæmd óíbúðarhæf
og því margir í húshæðisþörf. Bæjarstjórn Ár-
borgar ætlar að finna þessu fólki skjól og fund-
ar um málið í dag. „Það verður unnið í þessu
eins hratt og verða má,“ segir Eyþór.
Erfitt er að henda reiður á tjóninu en Ey-
þór bendir á að reynslan sýni að skemmdir á
húseignum geta komið fram vikum, mánuð-
um og jafnvel árum eftir jarðskjálfta. Þannig
hafa fundist skemmdir bak við klæðningar
húsa og á vatnslögnum á Suðurlandi löngu
eftir skjálfta á svæðinu. „Þetta er langt frá því
að vera búið mál,“ segir hann.
Mikil samstaða ríkir meðal íbúa. „Fólk
stendur saman eins og einn maður.“ Eyþór
segir starf sjálfboðaliða einnig ómetanlegt
en hundruðir hafa komið að hjálparstarfinu
síðustu daga. „Þetta net sjálfboðaliða hér á
Íslandi er alveg einstakt. Þetta er allt annað
en eftir hamfarirnar í New Orleans þar sem
hver höndin var upp á móti annarri. Hér hef-
ur ótrúlegt þrekvirki verið unnið af sjálfboða-
liðum. Það má ekki gleyma því að þetta fólk
á líka fjölskyldur. Margir hér á svæðinu hafa
því farið að hjálpa öðrum á þeirri stundu sem
þeir vildu helst vera hjá þeim sem eru þeim
kærastir. Þetta er mikil fórn,“ segir hann.
erla@dv.is
Kranavatn ekki drykkjarhæft víða í Árborg
GruGGuGt drykkjarvatn
dv myndir ásgeir