Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Side 12
mánudagur 2. júní 200812 Fréttir DV
Yfirvöld í Texasríki búast nú til
að hleypa hundruðum barna aftur
á fjölkvænisbúgarð þaðan sem þau
voru fjarlægð af barnaverndaryf-
irvöldum fyrir nokkru. Dómstólar
í Texas létu dóm falla fyrir helgi og
sögðu aðgerðir barnaverndaryfir-
valda ekki standast lög. Börnin hafa
flest dvalið á fósturheimilum á víð
og dreif um ríkið.
Segjast barnaverndaryfirvöld
hafa miklar áhyggjur af því að söfn-
uðurinn flýi ríkið með börnin og
haldi uppteknum hætti annars stað-
ar. Styrinn stendur fyrst og fremst
um hjónabönd sem grunur leikur
á um að stúlkur undir lögaldri séu
þvingaðar til. Dómstólar töldu hins
vegar að engar sannanir væru fyrir
að meirihluti barnanna væri í nokk-
urri hættu. Foreldrar barnanna hafa
allan tímann haldið því fram að ekk-
ert misjafnt eigi sér stað á búgarði
þeirra, heldur sé verið að ofsækja þá
vegna trúar sinnar. Þeir eru að von-
um ánægðir með úrskurð dómstóla.
„Við hlökkum til þess þegar börnin
koma aftur í faðm foreldra sinna,“
sagði Willie Jessop, einn af öldung-
unum á búgarðinum.
Til greina kemur að hleypa börn-
unum heim að settum ákveðn-
um skilyrðum sem koma í veg fyrir
hugsanleg afbrot, sem og að halda
þeim stúlkum eftir sem taldar eru í
mestri hættu.
Barnaverndaryfirvöld segja mál-
inu þó ekki endanlega lokið og þau
munu halda rannsókn á búgarðin-
um áfram.
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Lengsta handa-
band sögunnar
Þrítugu Bandaríkjamennirn-
ir Kevin Whittaker og Cory Jens
eru ótrúlegir afreksmenn, en
þeim tókst að setja nýtt heims-
met í handabandi. Tókust þeir
félagar í hendur í alls níu og
hálfa klukkustund samfleytt.
Metið sem þeir slógu var níu
tímar og áttu tveir Þjóðverjar
það.
Heimsmetabók Guinness
setti þeim þær reglur að þeir
þyrftu að halda í höndina hvor
á öðrum allan tímann og hreyfa
þær stöðugt upp og niður svo
metið gilti. Heimsmethafarn-
ir segja að þó svo langt handa-
band virðist auðvelt sé það bæði
erfitt verk og sársaukafullt.
Bitinn í liminn
Maður nokkur í Ástralíu
varð fyrir heldur óskemmti-
legri lífsreynslu á leið sinni
um landið. Kauða varð brátt
í brók er hann var á ferð ná-
lægt smábænum Cairns og
hljóp út í vegarkant til að létta
á sér. Það vildi ekki betur til
en svo að meðan maðurinn
var í miðjum klíðum spratt
upp snákur og beit hann í
liminn. Sem betur fer bar
sjúkraliða fljótt að og gerðu
að sárum hans. Samkvæmt
öðrum sjúkraliðanum var
það manninum til happs að
snákurinn sprautaði ekki eitri
í liminn, heldur lét sér nægja
að narta í hann. Snáknum
hefur líklegast ekki líkað
bráðin betur en svo.
Vopnaður
broddgelti
Réttað var yfir Nýsjálendingi
í síðustu viku sem gefið var að
sök að hafa ráðist á unglingspilt
með broddgölt að vopni. Mað-
urinn, sem heitir William Singa-
largh, hafði tekið broddgöltinn
upp og grýtt honum af öllu afli í
annan fót drengsins. Drengur-
inn hlaut allmörg stungusár og
bólgnaði upp í kjölfar árásar-
innar. Singalargh var sakfelld-
ur fyrir líkamsárás og ólæti og
þurfti að greiða fórnarlambinu
miskabætur. Hann getur hins
vegar glaðst yfir því að hafa ver-
ið sýknaður af kæru fyrir vopn-
aða árás.
Fórnarlamb og
vitorðsmaður
Leigubílstjóra nokkrum í
Kína brá í brún þegar hann
áttaði sig á því að hann var í
senn fórnarlamb og vitorðs-
maður ræningja. Leigubíl-
stjórinn Shen náði í mann við
strætóskýli og hjálpaði hon-
um við að bera hluti inn í bíl-
inn, en fannst hann eitthvað
kannast við nokkra þeirra.
Það var ekki fyrr en leigubíl-
stjórinn kom heim að tómu
húsi sínu sem hann áttaði sig
á hvernig í pottinn var búið;
hann hafði hjálpað þeim sem
rændi heimili hans að flýja.
Hæstiréttur Texasríkis hefur kveðið upp dóm í búgarðsmálinu:
Fjölkvænisbörnum hleypt heim
Fjölkvænisbörn
Fara aftur á búgarðinn.
FaLLa Fyrir
eigin hendi
Tíðni sjálfsvíga í bandaríska her-
num hefur aldrei verið hærri en
árið 2007. Sífellt fleiri hermenn hafa
svipt sig lífi árlega síðan Bandaríkja-
her hóf stríðsrekstur í Mið-Austur-
löndum fyrir 7 árum og náði fjöld-
inn hámarki með 115 sjálfsvígum á
síðasta ári. Þá eru ótaldir þeir 935
sem gerðu tilraun til sjálfsvígs en
mistókst.
Meirihluti þjónað í
Mið-Austurlöndum
Af þeim 115 hermönnum sem
féllu fyrir eigin hendi var þriðjungur
þeirra við störf á víglínunum í Mið-
Austurlöndum. Aðeins fjórðung-
ur hafði aldrei starfað á svæðinu.
Sjálfsvígstíðnin var um 18,8 á hverja
100.000 hermenn og hefur ekki ver-
ið hærri innan heraflans síðan mæl-
ingar hófust árið 1980. Til saman-
burðar má nefna að hlutfallið var
17,2 árið 2006. Þannig hefur tíðnin
farið vaxandi síðan innrás Banda-
ríkjanna í Afganistan átti sér stað
fyrir 7 árum.
Fjöldi þeirra sem gerðu tilraun
til sjálfsvígs var margfalt hærri, eða
935. Þar af voru 166 við víglínuna í
Mið-Austurlöndum.
Það sem af er árinu stefnir í álíka
hátt hlutfall sjálfsvíga og í fyrra. 38
sjálfsvíg eru staðfest á árinu og 12
dauðsföll til viðbótar eru til rann-
sóknar sem sjálfsvíg.
Seta hermanna lengd
um fjórðung
Á blaðamannafundi sem varn-
armálaráðuneyti Bandaríkjanna,
Pentagon, hélt kom fram að líkleg-
ast mætti að miklu leyti rekja þessa
auknu tíðni sjálfsvíga til aukins
álags, þeirra hryllilegu atburða sem
hermennirnir þurfa að kljást við
og ekki síst hversu auðvelt aðgengi
þeirra að hlöðnum skotvopnum er.
Þetta geti síðan lagst saman, ekki síst
ef manneskjan á erfitt fyrir. Einnig er
talið vega þungt að seta hvers her-
manns við víglínuna var lengd úr 12
mánuðum í 15 á síðasta ári.
Yfirmenn hersins hafa haldið því
fram að stríðsrekstur Bandaríkjanna
í Mið-Austurlöndum sé ekki aðalá-
stæða fjölgunar sjálfsmorða innan
heraflans. Hlutfall hermanna sem
falla fyrir eigin hendi árlega hefur
tvöfaldast síðan 2002, en þá var ár
liðið síðan Bandaríkjamenn réðust
fyrst inn í Afganistan.
Að sögn framdi um helming-
ur hermannanna sjálfsvíg eftir að
vandræði komu upp í hjónabandi
eða ástarsambandi. Vandræðin
mátti oftast rekja til herþjónustu
hermannsins.
Tíðni sjálfsvíga meðal óbreyttra
borgara í Bandaríkjunum er um 11
á 100.000 manns. Yfirmenn hersins
hafa hins vegar bent á að sé álíka
aldurs- og kynjaskipting og er í her-
num skoðuð sérstaklega sé tíðnin í
kringum 19,5.
Hafa gripið til ráðstafana
Herinn hefur gripið til víðtækra
ráðstafana til að sporna gegn þeirri
óheillaþróun sem á sér stað. Þannig
hefur sálfræðimenntuðum starfs-
mönnum hersins verið fjölgað til
muna, eftirlit með geðheilbrigði
hermanna aukið og reynt að vinna
gegn skömminni sem fylgir því að
sækja sér aðstoð vegna geðrænna
vandamála. Auk þess hefur mik-
il fræðsla átt sér stað um einkenni
andlegs ójafnvægis sem auðveldar
hermönnum að verða þeirra varir,
bæði í eigin fari og annarra. Sömu-
leiðis hefur verið sett á fót verkefn-
ið „Treystum böndin“ sem felur í sér
að hjálpa hermönnum og fjölskyld-
um þeirra að hlúa að sambandi
sínu.
HAFSteinn gunnAr HAukSSon
blaðamaður skrifar hafsteinn@dv.is
tíðni sjálfsvíga ��ðal
óbr�yttra borgara í
Bandaríkjunu� �r u�
11 á 100.000 �anns.
Sjálfsvíg hafa aldrei verið algengari meðal bandarískra hermanna en á síðasta ári.
Herinn kennir auknu álagi um. Stór hluti þeirra hermanna sem hafa svipt sig lífi hef-
ur gegnt herþjónustu í Mið-Austurlöndum. Hermenn alltof margir hermenn
eru vansælir og svipta sig lífi.