Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2008, Síða 17
Fulltrúi sjálfstæðismanna í Orku-
veitu Reykjavíkur upplýsti í kvöld-
fréttum tugmilljóna króna kostnað
vegna starfsloka forstjóra fyrirtæk-
isins. Margir hafa beðið þess með
óþreyju að umræddur starfskraftur
yfirgæfi fyrirtækið enda aðkoma hans
að REI-málinu margfræga vart túlk-
uð á annan veg en sem starfsafglöp á
hæsta stigi. Vandséðir eru hagsmun-
ir Reykvíkinga í fórum þessa manns
enda tímabundin brottvikning varla
ástæðulaus. Og nú skal höggva í
sama knérunn og Þórarins forðum
sem fékk 39 milljónir fyrir klúður og
sjálftöku.
Almenningur hlýtur
að spyrja sig hverju
gegnir. Hvaða
tón er ver-
ið að gefa?
Axarsköft,
óheiðar-
leiki, fjár-
dráttur,
eiginhags-
munapot
á kostnað
skattborgar-
anna er ekki
bara óátalið
heldur verð-
launað með
milljónatugum.
Hvaða erkifífl
skrifa upp á
svona samninga?
Og af hverju seg-
ir enginn neitt, ekki einu sinni þeir
sem hrundu skriðunni af stað?
Starfslok sem þessi, milljóna-
bónus þar sem hagsmunavörður
borgarbúa bregst algerlega skyldu
sinni, eru þversögn og öllu vel-
þenkjandi fólki óskiljanleg. Af
hverju taka stjórn-
mála-
menn
ekki slaginn og fara dómstólaleið-
ina? Verri málstaður hefur nú ver-
ið hrakinn og varla stendur í ráðn-
ingarsamningum að verðlauna skuli
sérstaklega fyrir íhlutun í eigur al-
mennings?
Kyndilberar þessa starfslokarugls
ganga einhverra erinda, svo mik-
ið er víst, og eins að þeir hagsmun-
ir ganga á skjön við þjóðarvitund.
Samtrygging æðstráðenda í fyrir-
tækjum á einkamarkaði er öllum
ljós en þar hefur fólk þó val. Þegar
stjórnendur fyrirtækja sem rekast af
skattfé borgaranna gera sig seka um
ranga forgangsröðun kemst enginn
undan. Á þessu er grundvallarmun-
ur. Góð laun eru hvetjandi, bónus
þegar vel tekst til sannlega líka en að
stærsti lottóvinningurinn skuli vera
fyrir meiriháttar yfirsjónir í starfi er
gersamlega galið og hlýtur að vera
séríslenskt fyrirbrigði.
Sandkassinn
Skjálftarnir sem Íslendingar
þekkja eru af ýmsum toga. Skjálft-
ar af völdum kulda, áhyggna yfir
stöðu krónunnar, timburmanna-
skjálftar og jarðskjálftar eru þar
á meðal. Þeir síðastnefndu eru
óneitanlega ívið eftirminnilegri en
hinir og eru landsmönnum ofar-
lega í huga þessa dagana.
Einn er þó sá skjálfti sem skek-
ur Ísland ekki bara þessa dag-
ana, heldur alla daga, allan ársins
hring. Afleiðingar hans eru ekki
jafn sýnilegar og skjálftans í síð-
ustu viku. Hús brotna ekki, hill-
ustæður verslana hrynja ekki og
grjóthnullungar þeysast ekki niður
fjallshlíðar af hans sökum. Tollur-
inn sem þessi skjálfti tekur er þó
óhemju hár. Fólk deyr af völdum
þessa skjálfta.
fíkniefnavandinn er jarðskjálfti
sem hefur staðið yfir á Íslandi í
mörg ár, bæði á yfirborðinu en
ekki síður undir því. Og hann mun
standa um ókomin ár. Ekki dugir
að reisa sterkbyggð hús eða búa
í tjaldi til að
stemma stigu
við fíkniefna-
vandanum eða
forðast frekari
hamfarir hans.
Á hinn bóginn
getum við bætt
það góða með-
ferðarstarf sem í
boði er hér á landi, bætt forvarnir
og bætt eftirlit með fíkniefnainn-
flutningi. Meginstoðin í þeim að-
gerðum er að sjálfsögðu fjármagn.
Árleg álfasala SÁÁ fór fram um
helgina til stuðnings ungu fólki í
vímuefnavanda. Hún féll nokkuð
í skuggann af skjálftanum stóra á
fimmtudaginn. En sú skjálftavakt
sem SÁÁ stendur alla daga ársins
má illa við því að falla í skuggann.
Nógir eru skuggarnir sem samtök-
in kljást við á hverjum degi.
íSland verður aldrei fíkniefna-
laust, en það þýðir ekki að bar-
áttan gegn vandanum sé höfuð-
barningur í stein. Ég keypti álf,
ekki einungis vegna þess að bróðir
minn féll í valinn fyrir fíkniefna-
djöflinum í upphafi árs, heldur
í þeirri von að þessi alræmdasti
skjálfti íslensks samfélags hafi tek-
ið færri líf ungra Íslendinga næst
þegar álfasalan fer fram. Og svo
enn færri árið eftir og enn færri
árið þar á eftir ...
Ef þú keyptir ekki álf um helgina,
þá skora ég á þig að gera það að
ári liðnu.
Kristján Hrafn Guðmundsson
talar um íslenska skjálfta
39 milljónir
DV Umræða mánudagur 2. júní 2008 17
Óhress aldraður selur olli vegfarendum við Fossvoginn talsverðum áhyggjum í gær. Hann hreyfði sig hægt og virtist nær dauða en lífi. að lokum fór
hann þó aftur út í sjóinn og virtist hressast mjög, börnunum til mikillar ánægju. DV-mynd Ásgeirmyndin
P
lús
eð
a m
ínu
s
Spurningin
„Það er alltaf lokað.“ Bjarki Freyr
guðmundsson markvörður Þróttar er
með auglýsingu á búningi sínum þar
sem stendur: „alltaf opið.“ Bjarki hefur
fengið á sig átta mörk í fyrstu fjórum
leikjum Þróttar.
Er alltaf opið?
Handknattleikslandslið Íslands
fær plúsinn. Liðið hefur tryggt
sér þátttökurétt á Ólympíu-
leikunum í Kína síðar í sumar
með því að leggja lið Svía að velli
með 29 mörkum gegn 25.
LÝÐUR ÁRNASON
heilbrigðisstarfsmaður
skrifar
„Axarsköft, óheiðar-
leiki, fjárdráttur, eigin-
hagsmunapot á kostn-
að skattborgaranna er
ekki bara óátalið held-
ur verðlaunað með
milljónatugum.“
-hvað er að frétta?