Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 28
NÝSKÖPUNARÞING Frá frumkvöðli til alþjóðamarkaðar Fimmtudaginn 9. apríl kl. 8:30 - 11:00 á Grand hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015 verða afhent á þinginu. DAGSKRÁ: Ávarp Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. From Entrepreneur to International Marketing Jørn Bang Andersen, European Director, Clareo Consulting. Íslenskir frumkvöðlar, stuðningsumhverfið og áskoranir Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF Líftækni. Sigríður Vigfúsdóttir, markaðsstjóri Primex. Hilmar Gunnarsson, stofnandi Modio og fjárfestir hjá Investa. Tónlistaratriði Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015 afhent Fundarstjóri er Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís. Húsið opnar kl. 8:00 með morgunverði. Skráning á www.nmi.is eða í síma 522 9000. H áskólinn er á mjög spennandi tímamótum. Hann hefur gengið í gegn um niðurskurðar- skeið og framundan er mikil upp- bygging,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um og prófessor við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands, sem býður sig fram í starf rektors Háskóla Íslands. Guðrún lauk dokt- orsgráðu í miðaldabókmenntum frá Oxford-háskóla í Bretlandi aðeins 27 ára gömul, hún veit fátt skemmti- legra en að veiða með fjölskyldunni á sumrin og á eina dóttur sem hún eignaðist tæplega fertug. Guðrún segir það ekki hafa verið sérstak- lega skipulagt að eignast barn á þeim aldri. „Það bara gerðist svona og hún var alveg yndisleg þegar hún kom,“ segir hún. 27 karlar og 1 kona Nýr rektor verður kjörinn af bæði starfsmönnum háskólans og stúd- entum þann 13. apríl. Auk Guð- rúnar eru í framboði þeir Einar Steingrímsson, prófessor við Strat- hclyde-háskóla í Glasgow í Skot- landi og Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu og prófessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði við Háskóla Íslands. Alls höfðu 27 karlar gegnt embætti rekt- ors HÍ þar til Kristín Ingólfsdótt- ir, núverandi rektor, var kjörin en Guðrún er önnur konan sem yfir- höfuð býður sig fram til embættis- ins. Hún vill þó ekki meina að það skipti sérstöku máli að hún er kona, en það sé hins vegar mikilvægt að konur séu til jafns við karla í yfir- stjórn háskóla og í hópi prófessora. Og þar hallar enn á konur. „En það sem skiptir höfuðmáli er að góður einstaklingur verði fyrir valinu sem næsti rektor,“ segir hún. Eftir að doktorsprófi lauk bjó Guðrún í fimm ár til viðbótar í Englandi þar sem hún sinnti rann- sóknarstarfi og kenndi við Univer- sity College London. „Það var mjög gaman að vera í Englandi þessi tíu ár, seinni hlutinn var reyndar mjög strembinn í ensku samfélagi því þá var mikil niðursveifla í efnahags- lífinu, en það var mjög lærdóms- ríkt að kynnast landinu svona vel og vera ekki aðeins stúdent held- ur starfandi í háskóla. Eftir alls meira en ellefu ár erlendis, því að ég hafði áður verið eitt ár í Þýska- landi, tók ég ákvörðun um að koma heim. Ég fann hjá mér mikla þörf til að taka virkan þátt í samfélagi mínu, og gat ekki hugsað mér að Veiðir á flugu við Svarthöfða Guðrún Nordal fékk veiðibakteríuna aðeins 9 ára gömul og fer reglulega með stórfjölskyldunni í laxveiði. Hún lauk doktors- gráðu í miðaldabókmenntum aðeins 27 ára gömul, starfar sem forstöðumaður Árnastofnunar og sem formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs hefur hún gengið frá samningi um tæplega 3 milljarða framlag ríkisins til rannsókna. Guðrún er einn þriggja frambjóðenda til embættis rektors Háskóla Íslands en kosið verður um miðjan apríl. í neinum stjórnmálaflokki og er ekki flokkspólitísk. Hún var skipuð forstöðumaður Árnastofnunar af Katrínu Jakobsdóttur árið 2009 en síðar endurskipuð af Illuga Gunn- arssyni í fyrra. Þá hefur Guðrún verið formaður vísindanefndar Vís- inda- og tækniráðs frá 2006, endur- skipuð í tvígang. „Þar hef ég átt í spennandi þverpólitísku samtali um þróun íslensks vísindasamfélags og barist fyrir auknu fjármagni til vís- indastarfs. Á síðasta ári gengum við frá ítarlegri aðgerðaáætlun til uppbyggingar vísinda og nýsköp- unar í landinu sem innifól um 2,8 milljarða króna framlag ríkisins til Rannsóknarsjóðs og Tækniþróunar- sjóðs sem er um 60% hækkun. Ég hef því mikla reynslu af flókinni og breiðri stefnumótun en einnig af því að leiða fjármögnun til lykta. Ég er reiðubúin í slaginn og hika ekki við erfiðar ákvarðanir til hagsbótar fyr- ir Háskólann verði ég kjörin rektor. Ég tek fram að ég er alfarið á móti skólagjöldum. Við þurfum að standa vörð um jafnrétti til náms óháð efna- hag,“ segir hún. Efla nýsköpun Eitt af því sem Guðrún leggur áherslu á er að efla þurfi lýðræðis- lega umræðu í háskólanum. „Við þurfum að efla jafningjasamfélagið sem hefur sýnilega veikst eftir þær skipulagsbreytingar sem urðu árið 2008 þegar Kennaraháskólinn og Háskóli Íslands sameinuðust. Þær breytingar styrktu mjög fjármála- stjórn skólans en veiktu lýðræðis- lega umræðu í skólanum. Það er líka mikið verk að vinna við að tengja menntavísindasvið og faggreinar á ólíkum fræðasviðum betur saman, og raunar þverfaglegt samstarf al- mennt. Við höfum gríðarlegt tæki- færi til að efla kennaramenntunina og ber Háskóli Íslands mikla ábyrgð þegar kemur að því að efla gæði kennslu á öllum skólastigum og á því að lyfta virðingu kennarastarfs- ins, laða fleira ungt fólk í þetta nám og taka við stórmerkilegu starfi kennara í skólunum okkar. Þetta er aðeins einn af þeim þáttum þar sem Háskóli Íslands hefur bein tengsl við allt samfélagið.“ Hún bendir á að Háskóli Íslands sé þjóðarskóli í þeim skilningi að hann er borgaður af stærstum hluta af íslensku skattfé, opinn öllum óháð efnahag og hann er auðvitað eini háskólinn sem býður upp á nám í nær öllum greinum. Það sé mikil- vægt að gefa fólki enn betri innsýn í það starf sem á sér starf á öllum fræðisviðum innan skólans. „Við þurfum að efla skilning á nýsköpun í breiðum skilningi. Ég er þá ekki aðeins að tala um nýsköpun sem skilar sér í því að sprotafyrirtæki er stofnað eða að efnisleg afurð verður til heldur nýsköpun í hugvísindum, menntavísindum og félagsvísind- um. Fólk í háskólanum er að vinna svo mikið brautryðjendastarf sem styður við grasrótina og þróunar- starf alls staðar í samfélaginu og við þurfum að gera það enn sýnilegra og meta það framlag kennaranna enn betur innan skólans.“ Fjölskyldan á Svarthöfða Spurð um áhugamál segir Guðrún þau vera af ýmsum toga. „Ég les mikið. Ég var í píanónámi allt frá 8 ára aldri þar til ég fór í háskóla og hefur tónlist verið sterkur þráður í mínu lífi. Ég hef mikinn áhuga á samfélagi mínu og menningu og raunar öllu umhverfi og á sumrin finnst mér gaman að ferðast um landið. Níu ára gömul byrjaði ég að veiða og það varð ekki aftur snúið - og hef unun af því að veiða á flugu sem ég hef gert eingöngu frá að ég var þrettán ára. Guðjón afi minn var mikill veiðimaður og mamma var mikil veiðikona strax sem ung stelpa. Veiðibakterían hefur því gengið í gegn um kynslóðirnar,“ segir hún en stórfjölskyldan kemur reglulega saman við Svarthöfða í Borgarfirði, annálaðan laxveiðistað, þar sem Flókadalsá og Reykjadalsá renna í Hvítá. „Þarna kemur öll fjöl- skyldan saman, og krakkarnir með, og við eigum notalega daga. Það er gott að sleppa því að kaupa inn í minnst eina máltíð til að hvetja sig til dáða við veiðarnar,“ segir hún. Guðrún leggur áherslu á að há- skólinn verði að verða fjölskyldu- vænn vinnustaður og það sé áhyggjuefni hversu mikið starfs- ánægja hefur minnkað á síðustu árum. „Það hefur verið mikið álag á fólki því það vantar nýliðun í skól- anum. En starfsánægjan snýst ekki aðeins um peninga.Við þurfum að passa upp á stemninguna á vinnu- staðnum, rækta hvert annað, því að ekki viljum við að fólk vinni sér til óbóta þannig að það komi niður á fjölskyldulífi, hvorki konur né karl- ar.“ Hún segir að nýr sáttmáli sam- félagsins og háskólans sé eitt stærsta verkefni næsta rektors. „Rektor verður að eiga í samræðu bæði við stjórnvöld og almenning í landinu. Fjárveitingar til háskólans er fjárfesting í tækifærum og hag- sæld komandi kynslóða sem skiptir máli fyrir samfélagið allt.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is sitja hjá, og valdi að gera það frekar á Íslandi en í Englandi,“ segir hún. Strax í menntaskóla var hún kom- in í hlutverk leiðtoga og segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart hversu gaman henni þótti að vera ármaður, eða formaður skólafélags- ins í Menntaskólanum við Sund. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á umhverfi mínu og það var virkilega gefandi að vinna fyrir allt nemenda- samfélagið í skólanum. Enn þann dag í dag er ég að gera það sem mér finnst gaman - að vera fræðimaður en jafnframt leiðtogi í jafningjasam- félagi, að leiða fólk saman og ná árangri með hópnum. Og það eru mikil forréttindi.“ Margfaldaði framlag vegna vísindarannsókna Guðrún er systir Ólafar Nordal, innanríkisráðherra og fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins, en hún hefur sjálf aldrei verið Guðrún Nordal, forstöðumaður Árna- stofnunar, segist ekki vera flokks- pólitísk. Hún var upphaflega skip- aður forstöðumaður stofnunarinnar af menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins en síðar endurskipuð af mennta- málaráðherra Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Ljósmynd/Hari Hver er Guðrún Nordal Fædd: 27. september 1960 Maki: Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt Börn: Kristín fædd 2000 ÁHugaMÁL: Tónlist og lífið sjálft Leyndir HæFiLeikar: Spila á píanó og baka dásamlegar pönnukökur uppÁHaLds Matur: Afmælismaturinn minn er svið - en það dugar samt að borða þau einu sinni á ári ? 28 viðtal Helgin 2.-5. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.