Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 4
Ein ákvörðun getur öllu breytt www.allraheill.is „Ég held að það sé leiðin fyrir okkur Íslendinga að fara í sjálf- bæra framleiðslu því við munum aldrei koma til með að keppa við stóru slétt- urnar um massa- framleiðslu.“ 966 fóstureyðingar voru framkvæmdar á Íslandi árið 2013. Dunkin’ Donuts til Íslands Bandaríska kleinuhringja- og kaffihúsa- fyrirtækið Dunkin’ Donuts á í viðræðum um að hefja starfsemi hér á þessu ári. Frá þessu er greint í Markaðinum. Aukin sala á páskabjór 78.508 lítrar hafa selst af páskabjór í ár, frá öskudegi þar til á síðasta sunnudag. Þetta er 14 prósent söluaukning milli ára. Mest hefur selst af Víking páskabjór í dós, þá Páskagulli í dós og Páskakaldi er þriðji mest seldi bjórinn. Guðný Helga til Landspítalans Guðný Helga Herbertsdóttir hefur verið ráðin deildar- stjóri samskiptadeildar Landspítalans. Hún hefur undanfarin ár starfað sem upplýsingafulltrúi Ís- landsbanka en var áður fréttamaður á Stöð 2. Byggt við Alþingishúsið Ríkisstjórnin hyggst minnast aldaraf- mælis fullveldis Íslands árið 2018 með því að byggja viðbyggingu við Alþingis- húsið eftir hönnun Guðjóns Samúels- sonar, fyrrum húsameistara ríkisins. Þá á að ljúka við byggingu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og reisa nýja Valhöll á Þingvöllum. 2.079 fleiri gengu úr þjóð- kirkjunni á síðasta ári en gengu í hana. Tæplega 20 þúsund manns stóðu utan trú- félaga í byrjun þessa árs.  Vikan sem Var Lambakjöt þjóðarrétturinn? Aðalfundur sauðfjár- bænda samþykkti fyrir skemmstu að vinna að því að ís- lenskt lamba- kjöt verði viðurkennt sem þjóðarréttur Íslendinga. Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar á Íslandi og þekkt alþjóðlegt samfélag. Með samstarfi við Matís munu þar skapast fjöl- breytt tækifæri til framleiðslu matvæla.  nýsköpun matís og sólheimar gera með sér samstarfssamning Matís og Sólheimar skrifuðu í vikunni undir samstarfssamning sem er ætlað að leiða af sér spennandi nýsköpunarverkefni og fjölbreyttari atvinnumöguleika á Suðurlandi. Ein af matar- smiðjum Matís mun flytjast til Sólheima þar sem frumkvöðlum og framleiðendum í mat- vælaiðnaði mun bjóðast aðstaða til vöruþróunar, kennslu og rannsókna. V ið höfum verið að setja upp svo-kallaðar matarsmiðjur á nokkrum stöðum um landið þar sem fólk með nýjar hugmyndir í matvælaframleiðslu get- ur fengið aðstöðu til að þróa hugmynd sína,“ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Matís, sem undirritaði samstarfssamn- ing við Sólheima í vikunni. Fyrirhugað er að opna slíka matarsmiðju að Sólheimum sem mun þjóna öllum þeim matvæla frum- kvöðlum og framleiðendum sem hafa áhuga á vöruþróun en auk þess mun hún nýtast heimamönnum til framleiðslu og nýsköp- unar. „Það er mikil þörf fyrir matarsmiðjurnar en samfélagið hér á Íslandi er svo lítið að þær standa svo ekki undir sér þegar fram í sækir. Það gerðist í matarsmiðjunni á Flúð- um þar sem var mikill áhugi til að byrja með en sem þynntist svo út. Við fórum því að velta því fyrir okkur hvernig hægt væri að nýta þau tæki sem þegar væru til staðar og fundum þá lausn í sameiningu við sveit- arfélagið að flytja hana til Sólheima.“ Sjálfbær stefna Matís „Á Sólheimum er vistvæn og sjálfbær starf- semi sem fellur gríðarlega vel að okkar stefnu. Þar er matvælavinnsla sem verið er að þróa áfram og fullt af nýjum hugmynd- um sem eiga eftir að finna sér farveg í öll- um þeim búnaði sem matarsmiðjan býður upp á,“ segir Oddur en auk þess er mjög góð kennslu- og fundaraðstaða á Sólheim- um sem mun nýtast í frumkvöðlastarfinu. „Ég veit ekki hvort við breytum heiminum strax á morgun en við erum að taka lítil skref í rétta átt. Aukin sjálfbær matvæla- framleiðsla leiðir af sér meiri sátt við um- hverfið því þegar framleiðsla er sjálfbær þá tökum við ekki meira en við getum gefið til baka, sama hvort það er á ræktuðu landi eða í hafinu. Ég held að það sé leiðin fyrir okkur Íslendinga að fara í sjálfbæra fram- leiðslu því við munum aldrei koma til með að keppa við stóru slétturnar um massa- framleiðslu.“ Skapar störf á Suðurlandi Guðmundur Á. Pétursson, framkvæmda- stjóri Sólheima, er spenntur yfir samstarf- inu sem hann segir að eigi eftir að skapa fjölbreytt störf á Suðurlandi. „Við hér á Sólheimum erum þakklát fyrir að horft sé til okkar til að vista verkefnið og ég sé fram á að fjöldamörg tækifæri, eins og t.d. tækifæri til fullvinnslu matvæla á Suður- landi sem margir munu geta nýtt sér auk þess sem þetta skapar fjölbreytta atvinnu- möguleika. Það er óskaplega margt í gangi á Suðurlandi og fjöldi fólks sem vantar að- stöðu til að koma vörunum sínum á markað svo þetta er ekkert nema frábært.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Opna matarsmiðju í vöggu lífrænnar ræktunar á Íslandi Veður föstudagur laugardagur sunnudagur SuðLæg átt, 8-15 M/S og úrkoMa, en bjartiviðri na-LandS. HLýnandi. HöfuðborgarSvæðið: SuðauStLæG Átt oG dÁLÍtiL úrkoMa. HLýnar. Sunnanátt og Skúrir einkuM nv-tiL en Létt- Skýjað uM auStanvert Landið. HöfuðborgarSvæðið: SuðveStanÁtt oG Stöku Skúrir. SuðveStanátt og Skúrir en úrkoMuLítið na-tiL. HöfuðborgarSvæðið: SuðveStanÁtt oG Skúrir eða riGninG. Snýst í suðlæga átt á föstudaginn langa og hlýnar um mest allt land nú nálgast landið lægð og heldur hlýrra loft. norðanáttin er því úr sögunni yfir páskana og í stað hennar er útlit fyrir suð- lægar áttir og mildara loft. Á sunnanverðu landinu er útlit fyrir úrkomu, snjókomu að morgni föstudagsins langa en síðan slyddu og rigningu. útlit er fyrir að norðan og austantil verði að mestu þurrt. vindhraði er yfir- leitt 8-15 m/s, og hlýnar smám saman um allt land. 5 3 3 3 5 5 3 5 4 5 4 3 5 4 5 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 2.-5. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.