Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 10
Borðuðum 126 tonn af páskaeggjum í fyrra Páskarnir ganga nú í garð og þeim fylgir að sjálfsögðu páskaeggjaátið. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja í þeim fræðum og í fyrra seldust um 0,4 kíló af páskaeggjum á hvert mannsbarn. A lls seldust tæplega 126 tonn af páskaeggjum hér á landi í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Gal-lup, sem heldur utan um sölutölur frá matvöru- verslunum og vinnur úr þeim gagnagrunna í samstarfi við Nielsen, voru eggin frá Nóa Síríus langvinsælust. Hlutfall seldra páskaeggja á Íslandi 2014 Nói Síríus 54 Bónus 17 Góa 13 Freyja 13 Annað 3 Heimild: Gallup. n Upphaf páskaeggja má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið- Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Fljótlega var farið að blása úr þeim og þau skreytt. n Á barokktímanum byrjaði yfir- stéttarfólk að gefa hvort öðru skreytt egg og oftar en ekki var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið. n Hér á landi voru páskaegg fyrst auglýst og boðin til sölu um árið 1920 hjá Björnsbakaríi í Reykjavík. Eins og með ýmislegt annað er þó líklegt að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku fyrr og þau farið að berast hingað til lands um og upp úr aldamót- unum 1900. n Nói fór að framleiða súkkulaði í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar og Freyja um svipað leyti. Forsvarsmenn Nóa-Sír- íusar telja að framleiðsla páskaeggja úr súkkulaði hafi hafist að nokkru marki á fimmta áratugnum og sennilega hafi þá fljótlega verið farið að setja málshætti inn í eggin ásamt ýmsu sælgæti. n Að setja málshætti inn í páskaegg með þessum hætti virðist vera sérís- lenskt fyrirbæri þótt rekja megi þann sið að setja spakmæli á eða inn í páskaegg aftur til 17. aldar. Íslenskir súkkulaði- gerðarmenn lærðu listina í Danmörku og hafa eflaust þar fengið hugmyndina að því að setja málshætti inn í eggin. Íslendingar virðast vera eina þjóðin sem haldið hefur þessum sið allt fram á þennan dag. Heimildir: Gallup, Vísindavefur Háskóla Ís- lands, Nói Síríus. Páskaeggjaframleiðsla hófst hér á landi á fimmta áratugnum 1.000.000 Nói Siríus er stærsti framleiðandi páska- eggja hér á landi. Í ár eru framleidd nærri því milljón egg þar á bæ, að með- töldum litlu eggjunum í álpappírnum. Það jafngildir um þremur Nóa-eggjum á hvern landsmann. 1.350 grömm Stærsta páskaegg sem selt er í almennri sölu á Íslandi er Risaegg Nóa Siríus. Það er 1.350 grömm að þyngd. 10 fréttir Helgin 2.-5. apríl 2015 VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Í Adria 2015 línunni ættir þú að finna fullkomið hjólhýsi fyrir þig. Fallega hönnuð og margverðlaunuð hjólhýsi framleidd með gæði og nýjungar að leiðarljósi. Verð frá 2.995.000 Hvert ætlar þú í sumar? Opið um helgar frá klukkan 12 til 16 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Rómantík og ölduniður Lago Maggiore undirstrika fegurð Ítalíu og töfra Alpafjallanna þar sem dekrað verður við okkur í bænum Baveno. Boðið verður upp á margar stórfenglegar skoðunarferðir, m.a. til Domodossola í ítölsku Ölpunum og siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella. Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir 1. - 6. júní Bella Ítalía Sumar 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.