Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 34
heimili & hönnun Helgin 2.-5. apríl 201534 Þ að er mjög skandinavískur blær yfir hönnun hér á landi og það sem mér finnst mest áberandi þessa stundina eru svokallaðar subway flísar en fólk er ýmist að flísaleggja heilan vegg í eld- húsinu með þeim eða þá um það bil 50 sentimetra hátt svæði fyrir ofan borð- plötuna,“ segir Jónína. Með „subway“ flísum á hún við litlar hvítar flísar sem sækja nafngift sinna til flísa sem þekja neðanjarðarlestarstöðvar víðs vegar í heiminum. „Það er einnig orðið meira áberandi að hafa opnar hirslur í eldhúsinu til þess að gera þau aðeins persónulegri, en þá er fólk með uppá- halds hlutina til sýnis.“ Í þessu sam- hengi nefnir Jónína String hillurnar sem dæmi. „Þær eru dæmi um fallega og tímalausa hönnun sem er svo hægt persónugera með skemmtilegum hætti með því að raða uppáhalds hlut- unum sínum í þær.“ Umfang marmarans minnkar Þegar kemur að efnisvali í eldhús segir Jónína að tímalaus form og ljósir litir, oftast hvítur, séu vinsæl á móti hráum við eða jafnvel steypu. „Flot- aðar borðplötur verða einnig sífellt vin- sælli. Svo virðist sem marmarinn, sem hefur notið mikilla vinsælda, sé aðeins að minnka og hrárri efniviður sé að taka við, til dæmis steypa í ýmsum formum.“ Opnari og bjartari eldhús Jónína segir að hinir hefðbundu efri skápar séu að verða minna áberandi í eldhúsum. „Þeir minnka rýmið svo mikið og það er einfaldlega skemmti- legra að hafa eldhúsið bjartara. Þetta er því frábær lausn fyrir þá sem hafa ágætlega stórt rými.“ Jónína ráðleggur þeim sem eru að huga að breytingum í eldhúsinu að fara í framkvæmdir sem standast tímans tönn. „Svo er um að gera að sýna uppáhalds eldhúsmunina í stað þess að geyma þá inn í lokuðum skápum.“ Allt umhverfið veitir innblástur Aðspurð um hvaðan hún fái innblástur fyrir ný hönnunarverkefni segir Jónína að bestu hugmyndirnar fái hún úr um- hverfinu. „Ég er alltaf að pæla í öllu sem er að gerast í kringum mig og mér finnst gaman að koma heim til fólks og sjá allavega hönnun, en þá fer hugmyndaflugið á fullt. Pinterest er að sjálfsögðu besti vinur minn eins og flestra hönnuða að ég held. Svo finnst mér yndislegt að eiga stund með góð- um kaffibolla og lesa blöð á borð við Bolig og Interiör eða vafra um á netinu um hin ýmsu blogg. Þegar kemur að eldhúsum að þá fylgist ég einna helst með hönnun Boffi frá Ítalíu en það er einstaklega falleg hönnun á heims- mælikvarða í eldhúsinnréttingum.“ Tímalaus eldhús með persónu- legum blæ Innanhúsarkitektinn Jónína Þóra Einars- dóttir er einn þriggja eigenda hönnunarfyr- irtækisins Krí8 Reykjavík Stúdíó, sem tekur að sér að skapa og skipuleggja allskyns rými fyrir fyrirtæki og heimili. Fréttatíminn fékk að forvitnast aðeins um hvers má vænta í eldhúshönnun í vor og sumar. String hillurnar eru dæmi um fallega og tímalausa hönnun sem er hægt persónugera með skemmtilegum hætti. Jónína Þóra Einarsdóttir, innanhúsarkitekt, segir að opin og björt eldhús í persónulegum stíl muni einkenna eldhúshönnun á næstunni. Ljósmynd/Hari. Svokallaðar subway flísar njóta mikilla vinsælda um þessar mundir, en nafngiftina sækja þær til flísa sem þekja neðan- jarðarlestarstöðvar víðs vegar í heiminum. ... hinir hefð- bundu efri skápar séu að verða minna áberandi í eldhúsum. Þeir minnka rýmið svo mikið og það er einfaldlega skemmtilegra að hafa eldhúsið bjartara. Þetta er því frábær lausn fyrir þá sem hafa ágætlega stórt rými. Fyrir þínar bestu stundir Fæst um land allt Vörur SVeinbjargar fáSt á eftirtöldum Stöðum á landinu reykjaVík: Epal, Kraum, Hrím, Dúka, Garðheimar, Þjóðminjasafnið, Eymundsson Laugavegi Hönnunarsafn Íslands, Norræna húsið, Old Harbour Souvenirs og Sýrusson kópaVogur: 18 Rauðar rósir, Bosch búðinog Valfoss akureyri: Sveinbjörg - Njarðarnes 4, Eymundsson, Sirka, Kista og Blómabúð Akureyrar mýVatnSSVeit: Vogafjós akraneS: @ Home VeStmannaeyjar: Póley SelfoSS: Motívo HVeragerði: Blómaborg neSkaupStaður: Nesbakki Höfn: Húsgagnaval íSafjörður: Eymundsson keflaVík: Krummaskuð StykkiSHólmur: Bókaverslun Breiðafjarðar VefVerSlun: www.sveinborg.is, www.heimkaup.is www.sveinbjorg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.