Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 2
Þú finnur stjörnuspána þína í Spádómsegginu frá Góu. PIPA R\TBW A • SÍA • 1 5 0 8 6 8 58 MW fyrir verksmiðju á Bakka Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. hafa undirritað nýjan samning um sölu raf- magns til kísilmálmverksmiðju, sem PCC BakkiSilicon hf. áformar að reisa á Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verk- smiðjan hefji starfsemi á árinu 2017 og framleiði í fyrsta áfanga allt að 36 þúsund tonnum af kísilmálmi og noti 58 MW af afli. Nýi rafmagnssamningurinn er svipaður og sá fyrri, frá árinu 2014, en með nokkrum frávikum þó. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í desember síðastliðnum að hefja skoðun á fyrri rafmagnssamningi aðila frá 2014 og þeim rafmagnssamningi hafa samningsaðilar nú rift. Nýi rafmagns- samningurinn var tilkynntur til ESA í gær, miðvikudag. Veiðigjöld sem skila meiri tekjum Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö frumvörp sem lúta annars vegar að veiðigjöldum og hins vegar makríl. Í veiðigjaldafrumvarpinu er lagt til að álagningu veiðigjalda verði breytt þannig að þau verði innheimt mánaðar- lega og taki mið af lönduðum afla í stað þess að leggjast á úthlutaðan afla í upphafi fiskveiðiárs. Í makrílfrumvarpinu er lagt til að makrílveiðum verði stýrt á grundvelli tímabundinna aflahlutdeilda til sex ára. Áætlað er að álögð veiðigjöld verði um 10,9 milljarðar á næsta fiskveiðiári. Gert er ráð fyrir óbreyttri reiknireglu frá síðasta ári við útreikning veiðigjalda til næstu þriggja ára í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra um breytingu á lögum um veiðigjöld. Í þessu felst að veiðigjaldið skilar um 1,7 milljarða tekjuaukningu frá síðasta ári. 51 milljarðs halli á ríkissjóði Greiðsluupgjör ríkissjóðs fyrir janúar 2015 liggur nú fyrir og gefur upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Handbært fé frá rekstri versnaði verulega á milli ára og var neikvætt um tæpan 51 milljarð króna samanborið við 10,4 milljarða króna 2014. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu skýrist hallinn að stærstum hluta með útgreiðslum vegna leiðréttingar verð- tryggðra húsnæðislána sem gjaldfærðar voru í lok árs 2014 en komu til greiðslu í janúar. Innheimtar tekjur lækkuðu um 8,8 milljarða króna milli ára en greidd gjöld jukust um 364 milljónir króna. Nýtt móttökuhús við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn Nýtt og glæsilegt móttökuhús í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal var opnað í gær, miðvikudag. Garðurinn fagnar 25 ára afmæli í maí. Nýja húsið hefur þá kosti að hægt verður að sinna gestum garðsins við betri aðstæður, og í fyrsta sinn verður innandyra hægt að sinna þjónustu, eins og miða- og minjagripasölu, símavörslu, vörumót- töku og móttöku hópa. Þá mun bygging dýrahúss hefjast í ár sem og hönnun á betri fræðslu- og starfsmannaaðstöðu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn alla páskana frá 10-17. Það er vor í lofti í húsdýragarðinum og hægt að heilsa upp á forvitna nautkálfa í fjósinu, nýklakta kjúklinga í smádýrahúsi og kiðlingar eru væntanlegir í geithúsið á næstu dögum en huðnurnar eru alveg komnar að burði. 15% unglinga í 8.-10. bekk eyða fjórum klukkutímum á dag á sam- félagsmiðlum. Rannsóknir sýna að fólk skoðar símann sinn allt að 150 sinnum á dag og að meðalnotkun er 3,5 klukkutímar á dag. Sé þetta sett í samhengi eyðir foreldri sem notar slíkan tíma í símann því sem samsvarar einu ári af fyrstu sex árum barnsins síns við þá iðju. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty  Velferð snjallsímanotkun foreldra fylgja neikVæðari samskipti Foreldrar sem eru mjög uppteknir í snjallsímum eiga í neikvæðari samskiptum við börnin sín og er staðan orðin þannig að börn þurfa að keppa við snjallsíma um athygli foreldra sinna. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, leggur áherslu á að foreldrar veiti börnum sínum óskipta athygli á samverustundum í stað þess að liggja í símanum. Heimili og skóli tekur þátt í árvekniátakinu „Líttu upp“. B örn þurfa að keppa við snjallsíma um athygli foreldra sinna og þeir foreldrar sem eru mjög uppteknir í snjallsímum eiga í neikvæðari samskipt- um við börnin sín en aðrir,“ segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heim- ilis og skóla, og vitnar í nýlega rannsókn sem Boston Medical Center gerði á snjall- símanotkun foreldra og samskipta þeirra við börnin. Hún bendir á að dæmi séu um það á íslenskum leikskólum að þeim til- mælum sé beint til foreldra að vera ekki að tala í símann þegar þeir sækja börnin sín heldur veita börnunum óskipta athygli. Heimili og skóli tekur þátt í árvekni- átakinu „Líttu upp“ ásamt Samgöngu- stofu og kaffiframleiðandanum Gevalia. Með átakinu er fólk hvatt til að líta upp úr snjallsímanum, eyða meiri tíma saman og sleppa snjallsímanotkun við akstur. Net- notkun Íslendinga er ein sú mesta í heimi og samkvæmt niðurstöðum rannsóknar- innar Ungt fólk 2014 eyddu 15% unglinga í 8.-10. bekk fjórum klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum en þriðjungur þessa ald- urshóps var í 2-3 klukkutíma á dag á sam- félagsmiðlum. Þá er ekki meðtalin önnur notkun þeirra á snjallsímum. Hrefna segir að Heimili og skóli taki þátt í átakinu með því að benda á hversu mikilvæg samskipti barna og foreldra eru, og hvað stöðug snjallsíma- og netnotkun hefur á þessi samskipti. Rannsóknir sýna að fólk skoðar símann sinn allt að 150 sinnum á dag og að meðalnotkun er 3,5 klukkutímar á dag. Í tilkynningu vegna átaksins kemur fram að það geri rúmlega 24 klukkustundir á viku, um 1.300 klukku- stundir eða 53 daga á ári – tæplega tvo mánuði á ári í stanslausri snjallsímanotk- un. Sé þetta sett í frekara samhengi má benda á að foreldri sem eyðir slíkum tíma í símanum eyðir því sem samsvarar einu ári af fyrstu sex árum barnsins síns við þá iðju. „Við hvetjum foreldra til að leggja símann til hliðar þegar það er með mikil- vægustu manneskjunni í lífi sínu,“ segir Hrefna. „Samvera foreldra og barna er besta forvörnin þegar kemur að áhættuhegð- un barna sem og vímuefnaneyslu. Með samvistum við barnið er verið að byggja upp traust og þannig eru meiri líkur á að barnið leiti til foreldra sinna ef það lendir í vandræðum. Það er líka mikilvægara hvað foreldrar gera en hvað þeir segja. Það nægir ekki að segja börnum að takmarka tímann í snjallsímanum ef foreldrar eru sí- fellt að grípa í símann við matarborðið eða jafnvel í bílnum. Við þurfum að huga að því hvernig við notum tímann okkar og það er ekki gæðastund með barninu okkar ef við erum líka í snjallsímanum á samskipta- miðlunum,“ segir hún. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Keppa við snjallsíma um athygli foreldra sinna  páskar aldrei fór ég suður á ísafirði um helgina Búist við 2-3.000 manns á Ísafjörð „Stemningin er alveg ljómandi góð, nú er allt fjörið að byrja. Sólin skín, fjöllin eru full af snjó og það er akkúrat verið að setja Skíðavikuna,“ segir Birna Jónasdóttir, rokk- stjóri Aldrei fór ég suður, rokkhátíðar alþýðunnar, sem fer fram á Ísafirði um páskana. Mikið verður um að vera í bænum venju samkvæmt nú um páskahelgina. „Hlutirnir gerast hratt og það er farið að fjölga í bænum. Maður sér það þegar maður þarf að bíða eftir að beygja á aðalgötunni,“ segir Birna. Hún kveðst ekki vita nákvæmlega hversu margir gestir verði í bænum um helgina enda er hvorki selt inn á rokkhátíðina né skíða- vikuna. „En við gerum ráð fyrir svona 2-3.000 manns. Það er eiginlega öll gisting uppbókuð, það er kannski eitthvað laust í bæjunum í kring.“ Aðalnúmerin á Aldrei fór ég suður eru Mugison, Prins Póló, AmabaDama og Agent Fresco en hátíðinni er nú dreift yfir fleiri daga en áður. „Við teygjum vel úr okkur og byrjum með upphitun strax á fimmtudagskvöld. Þetta verður mikið stuð. Ef veðrið helst svona þá skiptir ekki máli hverju við klúðrum,“ segir Birna Jónas- dóttir. -hdm Birna Jónasdóttir. Mikið stuð er jafnan á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana. 2 fréttir Helgin 2.-5. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.