Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 30
F rakkar borða vel rúmlega tíu milljarða af baguettum á ári. Það er um það bil hálf baguette á mann á dag; frá ungbörnum til gamal- menna. Þótt þetta hljómi mikið þá er hálf baguette ekki nema um 130 til 150 grömm og í sjálfu sér ekki meiri skammtur kornmetis en hæfilegur pastaskammtur. Og þetta þykir lítið í sögulegu samhengi. Fyrir fjörutíu árum borðaði hver Frakki að meðaltali eina baguette á dag. Ástæðan fyrir minni neyslu eru ósiðir nútímans, aukið stress og tímaþröng. Fólk sest síður niður við máltíðir í góðra vina hópi en borðar á hlaupum eða beint út úr ísskápnum. Þar með dregur úr brauðáti vegna þess að brauðið er hluti góðrar máltíðar í Frakklandi, jafn ómissandi á borðinu og salt, pipar og sinnep. List en ekki iðnaður Baguette-bakstur er listiðn í Frakk- landi. Bestu bakaríin hverfast um stíl og sýn eins bakara; eru eins manns bakarí eins og góðir veit- ingastaðir eru eins manns eldhús. Bakarinn hefur aðstoðarfólk og um hádegið tekur síðdegisbakarinn við og bakar til kvölds. En bakaríin loka þegar aðalbakarinn tekur sitt vikulega frí og þegar hann fer í sumarfrí. Það getur enginn annar bakað akkúrat þetta tiltekna brauð. Þetta er ekki iðnvara, formuð og stöðluð, heldur afurð listiðnar- manns, órjúfanleg frá hug hans og höndum. Svona er þetta í dag í flestum bakaríum. En á áratugunum eftir Vort daglegt brauð Fátt er meira einkennandi fyrir Frakkland en baguette. Hún er hversdagslegasti þátturinn í daglegu mataræði og því sá sem skiptir mestu máli. Það er álíka mikilvægt að velja sér góða baguette og að sofa í góðu rúmi. Það er undirstaðan undir andlegt og líkamlegt heilbrigði.  EndurrEisn súrdEigsbakstursins Hleifurinn sem bylti heiminum Þegar Lionel Poilâne tók við bakaríi Pierre föður síns við rue du Cherche-Midi á vinstri bakka Signu árið 1970 var hann hugfanginn af gerjun brauðs sem byggði fyrst og fremst á gerlum í hveitinu sjálfu, í andrúmsloftinu og af höndum bakarans; sem sagt hefðbundnum súrdeigsbakstri. Þá voru áratugir síðan gerbakstur hafði útrýmt súrdeigsbakstri í Evrópu, ef undan er skilinn rúgbakstur (rúgur er með svo lítið glúteninnihald að rúgbrauð heldur illa hefingu). Poilâne gróf upp allt sem hann komst yfir um fornan bakstur. Hverskonar brauð var það sem hermenn Napóleon báru með sér og gátu lifað af dögum saman? Hvers vegna entist brauð áður fyrr miklu lengur og myglaði síður eða alls ekki? Pierre Poilâne hafði haldið sig við grófa sveitahleifa í bakaríi sínu þótt tískan eftir stríð hafi öll hneigst að hvítu brauði. Lionel, sonur hans, hélt sig við hleifinn en súrdeigsbakstur sem eru miklu síður súr en brauð bakað úr gerlum sem kenndir eru við San Fransisco og fólk þekkir af brauði sem gjarnan er selt í heilsubúðum. Í slíkum brauðum ná súrgerlarnir að éta upp góðan hluta af sætunni í hveitinu áður en gerl- arnir sem lyfta brauðinu komast í hana. Slík brauð eru því súr á bragðið og þétt í sér. Brauðið hans Poilâne var ekki súrt en vel hefað og loftmikið í staðinn. Brauðið sem Poilâne þróaði á áttunda áratugnum var pain Poilâne, stór sveita- hleifur úr steinmöluðu hveiti. Og hleifur- inn sló í gegn; varð fyrsti heimsfrægi brauðhleifurinn og er enn í dag einskonar viðmiðun í hefðbundnum súrdeigsbakstri. Það er hægt að lýsa öðrum hleifum út frá því hversu frábrugðnir þeir eru pain Poil- âne. Þessi hleifur gengdi lykilverki í endur- vakningu hefðbundins brauðbaksturs og er þar með forfaðir baguette tradition. Auð- vitað getum við ímyndað okkur að ef Lionel Poilâne hefði ekki verið svona einbeittur í áhuga sínum hefði eitthvað orðið til þess fornar bakstursaðferðir hefðu verið endur- reistar. En um það vitum við ekkert. Við ættum því að þakka Lionel Poilâne í hvert sinn sem við stingum upp í okkur góðu brauði. Lionel Poilâne fórst í þyrluslysi ásamt eiginkonu sinni fyrir nokkrum árum. Dótt- ir hans, Appollonia, rekur nú bakarí afa síns við rue du Cherche-Midi og annað í 15. hverfi sem faðir hennar opnaði; auk risa- bakarís með 24 eldofnum nærri Charles de Gaulle flugvelli. Þar eru daglega bakaðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar sem síðan er flogið víða um heim. Bróðir Lionels, Max, er líka bakari og rekur þrjú bakarí undir eigin nafni í París. Það þarf ekki að taka fram að franskir mataráhugamenn geta deilt um það dögum saman hvor bróðirinn hafi verið betri bakari og hvort Apolloniu hafi tekist að við- halda þeim gæðum sem Lionel byggði upp. Brauð þeirra bræðra eru seld í hverfinu mínu, í tveimur búðum sitt hvoru megin við rue Lepic. Brauðið hans Max er gott en brauðið sem Appollonia bakar eftir for- skrift föður síns finnst mér bera af. Enda ber það af flestum brauðum. Pain Poilâne er súrdeigsbrauð úr steinmöluðu hveiti með margslungnu bragði sem minnir á hnetur. stríð var hins vegar algengara að baguetturnar væru útbúnaðar í vélum í bakaríunum og að gerinu væri blandað beint í óhefað deigið. Bakaríin breyttust í litlar brauð- verksmiðjur. Stórar brauðverk- smiðjur bökuðu á sama tíma ekki svo ólík brauð handa stórmörk- uðum. Það þurfti náttúrlega ekki snilling til að sjá hvert þetta leiddi fyrir bakaríin. Ef þau kepptu við iðnfyrirtækin og stórmarkaðina á þeirra eigin forsendum gátu þau ekki annað en tapað. Og margir bakarar fóru náttúrlega á hausinn með sín bakarí; eða litlu brauð- verksmiðjurnar, öllu heldur. Aðrir bakarar sáu að eina leiðin til að lifa af var að vera trúir eigin sögu og uppruna. Þeir fóru að baka með gamla laginu; leyfa deiginu að gerjast lengur til að skapa aukið og fjölþættara bragð og nota eigin hendur og hug fremur en vélar og verksmiðjuframleitt ger. Auðvitað má enn rekast á iðn- vædd smábakarí en þau eru hverf- andi. Brauðið þeirra minnir á verk- smiðjubrauðin í stórmörkuðunum. Þau eru öll eins; yfirleitt of lítið bökuð með mjúkri skorpu og ein- tóna bragði. Margir Frakka kaupa sín brauð í þessum bakaríum eða út í stórmarkaði en þau eru ekki til umfjöllunar hér. Um þessi brauð er ekki margt að segja — alla vega fátt skemmtilegt. Brauð alla daga, allan daginn Frakkar borða mikið brauð. Segja má að það sé þeirra pasta. Ef þið takið hefðbundnar franskar máltíð- ir og fjarlægið brauðið af borðinu er augljóst að eitthvað vantar upp á jafnvægið. Þess vegna er brauð ætíð á borðum. Og brauðið er á borðum í bókstaflegri merkingu því Frakkar notast ekki við brauð- diska. Þeir leggja brauðið á borðið við hliðina á matardisknum. Og þeir rífa brauðið en bíta ekki í það. Og þið þurfið að fara á uppstríl- aðan veitingastað til að fá smjör með brauðinu. Frakkar nota ekki smjör með baguettunum sínum nema í einstaka tilvikum. Smjör tilheyrir frekar grófari sveita- hleifum, brauði sem þarf meira á því að halda en mjúkar nýbakaðar baguettur. Það er af sömu ástæðu sem fólk borðar baguettur með smjöri og sultu á morgnana við eldhúsborðið heima. Það er vegna þess að bagu- ettan frá kvöldinu áður þarf á hjálp að halda. Það getur haft mikil áhrif á fólk að búa nálægt góðu brauðhúsi. Það getur hrokkið upp einn daginn og áttað sig á að það hefur eigin- lega lítið borðað annað en brauð í nokkra daga. Brauð með smjöri og sultu um morguninn. Baguette með gæsa-rillette í hádeginu. Brauð með brieosti um kvöldið. Pönnusteikt brauð velt upp úr van- illubættri eggjamjólk með kara- mellu og berjum. Ofnsteikt brauð Hér sést munurinn á gerbakstri og hefðbundnum bakstri. Bjórgerið skilar jafnri og meiri hefun á meðan hefðbundna leiðin býr til misstór loftgöt í deigið. Gerbrauðið er líka jafnt í bragði, með eitt bragð, á meðan hefðbundna brauðið er með flóknara bragð, fleiri yfir- og undirtóna. Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is Eftir endurreisn hefðbundinna aðferða þarf að gera leit til að finna baguettur í París sem eru bakaðar úr geri og hvítu hveiti, eins og algengast var á síðustu öld. Baguettan til vinstri er gerbakstur en sú til hægri er hefðbundin baguetta, verðlaunabrauð frá Le Grenier à pain á rue des Abbesses. 30 matartíminn Helgin 2.-5. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.