Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 02.04.2015, Blaðsíða 26
sem vinnum bæði oft langa vinnu- daga og eigum þar að auki tvö önn- ur börn sem þurfa sitt auðvitað líka. Það sýnir að með jákvæðu viðhorfi og góðu atlæti er hægt að ná svo ótrúlega langt þó að þetta sé auð- vitað alltaf aðeins meiri vinna en þetta er þakklát vinna því þú upp- skerð svo ríkulega.“ „Ég ætlaði að taka þetta á hörk- unni þegar hann fékk forgreining- una því mig hafði grunað þetta. Svo kom ég heim og sagði elstu stelp- unni frá þessu, sem þá var 10 ára og þá brotnaði ég saman,“ segir Rann- veig. „Hún hélt að einhver hafði dáið og þegar ég sagði henni þetta þá sagði hún, „Mamma finnst þér það svona hræðilegt?“ og þá áttaði ég mig á því að þetta gæti verið svo miklu verra.“ Það er svo margt sem einhverf börn hafa fram að færa, við þurfum að læra að hlusta á þau. Það hefur verið sagt að án einhverfu sæti mannkynið enn fyrir utan hell- inn.“ Greiningin kom á óvart „Leikskólinn hans Darra míns var farinn að hnippa í okkur,“ segir Edda Karen. „Þar var hann farinn að lenda í vandræðum í leik í hóp. Hann nálg- aðist það með svolítið ólíkum hætti en önnur börn, hélt ekki í við þau félagslega og leikskólinn áttaði sig á því að það væri eitthvað sem am- aði að. Við tókum þeim ábendingum vel, en þetta kom okkur á óvart,“ segir Edda. „Hann hafði ekki yfir- fært þessa hegðun yfir á heimilið og þetta var svolítið sjokk, eins og þetta er alltaf. Þetta er líka sjokk fyrir ömmurnar og afana og það má alls ekki gera lítið úr því, og fyrstu viðbrögð eru mjög oft þau að maður heldur að þetta sé einhver vitleysa, og lokar augunum,“ segir Edda. „Við vorum nýbúin að eiga okkar annað barn á þessum tíma, sem var stór álagspunktur en við tókum mark á þessum ábendingum. Í dag gengur honum vel enda hefur hann fengið frábæran stuðning, en allt krefst þetta þjálfunar og þolinmæði.“ Í svakalegri afneitun „Þetta var gríðarlegt sjokk hjá okkur,“ segir Ragnhildur sem á tvo drengi sem báðir eru með ein- hverfu. „Við bjuggum í Danmörku á þessum tíma og vorum ekki með stuðningsnetið í kringum okkur. Eldri strákurinn fæddist fyrir tím- ann og það var búið að greina hann með lága vöðvaspennu og mál- þroskaröskun svo við skelltum allt- af skuldinni á það um leið og eitt- hvað óvenjulegt átti sér stað,“ segir Ragnhildur. „Við vorum í svakalegri afneitun. Við fluttum til Danmerkur þegar sá eldri var þriggja og hálfs árs og það var leikskólinn sem talaði við okkur eftir að hann var búinn að vera þar í fjóra mánuði og sagði enn ekki stakt orð á dönsku, sem var mjög óvenjulegt,“ segir Ragnhildur. „Þá fór hann til talmeinafræðings sem sá eitthvað athugavert og vill senda hann til sálfræðings,“ segir Ragn- hildur. „Þegar greiningin kom þá voru mín fyrstu viðbrögð fullkom- in afneitun. Þetta fólk þekkti sko ekki barnið mitt betur en ég! Því var fyrsta verk mitt að finna eitt- hvað haldbært til að afsanna þetta,“ segir Ragnhildur. „Okkur var sagt þetta á frekar kaldranalegan hátt og okkur meðal annars sagt að gera okkur ekki miklar væntingar um það að hann gæti eignast vini, eða ætti möguleika á skólagöngu, svo þetta var hrikalegt,“ segir Ragnhild- ur. „Næstu daga gerðum við ekki annað en að lesa okkur til á netinu í sitthvoru lagi. Þá áttuðum við okkur á því að einkennin pössuðu ekkert endilega öll við eldri strák- inn, en mörg hver við þann yngri. Þá fyrst kom skellurinn. Við það að átta okkur á því að báðir væru ein- hverfir þá fórum við úr því að vera í afneitun yfir í það að heimurinn hrundi,“ segir Ragnhildur. „Þetta var hræðilegur tími. Ég og maður- inn minn vorum mjög ólík í okkar viðbrögðum. Hann datt svolítið niður og átti svolítið erfitt með að sætta sig við þennan nýja veruleika fyrst um sinn,“ segir Ragnhildur. „Ég var meira reið og ætlaði sko að taka þetta á hnefanum. Það átti eng- inn að sjá það að við ættum eitthvað bágt. Við kláruðum námið ári síðar og fluttum heim, og þá fyrst brotn- aði ég saman,“ segir Ragnhildur. Misjöfn viðbrögð foreldra „Viðbrögð foreldra eru svo misjöfn,“ segir Rannveig. „Það græðir enginn á því að báðir foreldrar fari í eitthvað volæði, lífið heldur nefnilega áfram þrátt fyrir greiningu og barnið er alveg sama barnið og áður en það fékk greininguna – nú á það bara rétt á aðstoð í skólakerfinu sem er svo mikilvægt. Svo er svo mikilvægt að líf hinna barnanna þinna snúist ekki um einhverfu eins barns. Þú vilt gera allt það besta fyrir barnið þitt sem er með sérþarfir, en þú vilt um leið tryggja það að hin börnin fái eðlilegt fjölskyldulíf. Það er oft sem þarf að gera málamiðlanir fyrir þann sem er með einhverfu, sem hin börnin komast ekki upp með og þá verður maður að gera eitthvað fyrir þau á móti - það þarf að passa upp á alla einstaklingana í fjölskyld- unni því þetta er vissulega aukið álag á alla - en jafnframt verða systk- Blár apríl – Lífið er blátt á mismunandi hátt Blár apríl, vitundarvakning um einhverfu, hefst formlega í dag, 2. apríl. Á Íslandi og um allan heim munu fyrirtæki og stofnanir þátt í vitundarvakningunni með því að baða byggingar sínar í bláu ljósi í apríl. Styrktarfélag barna með einhverfu stendur fyrir vitundarvakningunni hér á landi. Styrktarsöfnun félagsins hófst formlega þann 1. apríl og geta áhugasamir styrkt málefnið um 1000 kr. með því að hringja í símanúmerið 902-1010. Í ár verður safnað fyrir námskeiðum fyrir foreldra barna með einhverfu sem og félagsfærninámskeiðum fyrir börn með einhverfu. Námskeiðin verða haldin í sam- vinnu við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Blár apríl nær hámarki föstudaginn 10. apríl. Þá munu börn í leikskólum og nem- endur í grunn- og framhaldsskólum taka þátt í vitundarvakningunni með því að klæðast bláu og sýna afrakstur þemadaga um einhverfu. Við konur losum okkur oft betur við þetta með því að tala um hlutina á meðan karl- menn byrgja oft meira inni og fá kannski færri tækifæri til að tala um þetta. Myndir/Hari inin líka umburðarlyndari og þolin- móðari fyrir vikið,“ segir Rannveig. Allir þekkja einhvern Í þau tvö ár sem félagið hefur verið starfrækt hafa fjölmargir foreldrar og aðstandendur leitað til þeirra með spurningar og óskað eftir ráð- gjöf, sem þær segja mikilvægan þátt í starfi félagsins. „Bæði höfum við fengið fyrirspurnir í gegnum síðuna okkar og á Facebook, sem og fólk hefur bara haft samband við okkur beint,“ segir Rannveig. „Allir þekkja einhvern með einhverfugreiningu og hafa einhverja tengingu,“ segir Edda Karen. „Það að fá fræðslu er klárlega eitthvað sem þarf,“ segir Rannveig. „Fólk þarf að vita að það er ekki eitt í þessum sporum. Þótt maður óski ekki endilega öðrum að vera í sömu sporum er það ákveðin friðþæging að vita að maður er ekki einn,“ segir Ragnhildur. „Maður er ekki einn um það að líða illa eða einn að glíma við þetta. Maður fer bara í vinnuna og kemur svo heim dauðþreyttur og þá er bara einhver annar pakki sem tekur við, sem maður vill tala um við annað fólk í sömu sporum.“ Breytingar krefjandi Einhverf börn geta átt erfitt með breytingar og margir hlutir sem öðrum þykja mjög eðlilegir geta krafist mikils undirbúnings hjá þeim sem greindir eru með ein- hverfu. Rannveig segir dæmigert atriði eins og saklausa brunaæfingu í skólanum geta breyst í martröð hjá einhverfu barni. Börn með ein- hverfu eru með öðruvísi skynjun á umhverfinu og áreiti sem við hin getum alveg leitt hjá okkur verða þeim mjög óþægileg þá gagnast ým- isleg hjálpartæki eins og eyrnahlíf- ar þeim mjög vel en við söfnuðum einmitt fyrir slíkum í fyrra. „Við skrifuðum félagsfærnisögu fyrir strákinn okkar, sem útlistaði allt það sem færi í gang á þessari æfingu. Kerfið mun fara í gang. Það verða mikil læti. Allir þurfa að fara út. Það verður allt í lagi. Það er enginn eldur í alvörunni. Þetta er bara æfing. Ég ætla að vera dug- legur. Þetta þurftum við að lesa yfir á hverjum einasta degi eftir skóla og svo gat hann farið á æfinguna, og stóð sig mjög vel,“ segir Rannveig. „Það er mikil gleði hjá okkur í dag, og ég hef oft sagt það að ég er töluvert betri manneskja í dag held- ur en áður en drengurinn fæddist,“ segir Rannveig. „Ég var sjálf með ákveðna fordóma og hugsaði mikið um sjálfa mig. Hann hefur kennt manni að vera skilningsríkari og umburðarlyndari. Við getum nefni- lega öll gefið aðeins meira af okkur og gert heiminn þannig betri fyrir alla sem eru með sérþarfir og þar af leiðandi okkur sjálf líka.“ Einhverfa er ekki leyndarmál Í ár munu samtökin styrkja fram- kvæmd námskeiðs fyrir foreldra barna með einhverfu. Þær segja verkefnin f jölmörg sem þurfa stuðning og eiga erfitt með að velja á milli á hverju ári. „Þetta er erfitt val,“ segir Rannveig. „Draumurinn er að geta líka verið með námskeið í félagsfærni fyrir börnin, en það velt- ur á því hvað við söfnum miklu. Það eru engar leiðbeiningar til fyrir for- eldra einhverfra barna. Það er bara undir foreldrunum komið hvernig þeir takast á við þetta,“ segir Rann- veig. „Það er líka mjög misjafnt milli kynja hver viðbrögðin eru,“ segir Ragnhildur og er þá að meina mun- inn á feðrum og mæðrum. „Við kon- ur losum okkur oft betur við þetta með því að tala um hlutina á meðan karlmenn byrgja oft meira inni og fá kannski færri tækifæri til að tala um þetta. Það er gríðarlegur munur á þessum viðbrögðum.“ „Það er líka gríðarlega mikilvægt að fólk fái viðurkenningu á að það þurfi að ræða þetta,“ segir Edda Karen. „Fólk þarf að vita að það eru úrræði til staðar.“ „Það er rosalega gott að fá allar þær ábendingar sem við fáum,“ seg- ir Edda Karen. „Draumurinn er að gera gagn og fræða fólk og tryggja að það séu sem fæstir sem vita ekki neitt. Það er grunnurinn.“ Allar nánari upplýsingar um átak- ið má finna á Facebook undir Styrkt- arfélag barna með einhverfu. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is 26 viðtal Helgin 2.-5. apríl 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.