Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 10

Fréttatíminn - 02.04.2015, Side 10
Borðuðum 126 tonn af páskaeggjum í fyrra Páskarnir ganga nú í garð og þeim fylgir að sjálfsögðu páskaeggjaátið. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja í þeim fræðum og í fyrra seldust um 0,4 kíló af páskaeggjum á hvert mannsbarn. A lls seldust tæplega 126 tonn af páskaeggjum hér á landi í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Gal-lup, sem heldur utan um sölutölur frá matvöru- verslunum og vinnur úr þeim gagnagrunna í samstarfi við Nielsen, voru eggin frá Nóa Síríus langvinsælust. Hlutfall seldra páskaeggja á Íslandi 2014 Nói Síríus 54 Bónus 17 Góa 13 Freyja 13 Annað 3 Heimild: Gallup. n Upphaf páskaeggja má rekja til þess að á miðöldum þurftu leiguliðar í Mið- Evrópu að gjalda landeigendum skatt í formi eggja fyrir páska. Fljótlega var farið að blása úr þeim og þau skreytt. n Á barokktímanum byrjaði yfir- stéttarfólk að gefa hvort öðru skreytt egg og oftar en ekki var lítið gat gert á skurnina og litlu spakmæli, rímu eða ljóði stungið í eggið. n Hér á landi voru páskaegg fyrst auglýst og boðin til sölu um árið 1920 hjá Björnsbakaríi í Reykjavík. Eins og með ýmislegt annað er þó líklegt að Íslendingar hafi kynnst páskaeggjum í Danmörku fyrr og þau farið að berast hingað til lands um og upp úr aldamót- unum 1900. n Nói fór að framleiða súkkulaði í byrjun fjórða áratugar síðustu aldar og Freyja um svipað leyti. Forsvarsmenn Nóa-Sír- íusar telja að framleiðsla páskaeggja úr súkkulaði hafi hafist að nokkru marki á fimmta áratugnum og sennilega hafi þá fljótlega verið farið að setja málshætti inn í eggin ásamt ýmsu sælgæti. n Að setja málshætti inn í páskaegg með þessum hætti virðist vera sérís- lenskt fyrirbæri þótt rekja megi þann sið að setja spakmæli á eða inn í páskaegg aftur til 17. aldar. Íslenskir súkkulaði- gerðarmenn lærðu listina í Danmörku og hafa eflaust þar fengið hugmyndina að því að setja málshætti inn í eggin. Íslendingar virðast vera eina þjóðin sem haldið hefur þessum sið allt fram á þennan dag. Heimildir: Gallup, Vísindavefur Háskóla Ís- lands, Nói Síríus. Páskaeggjaframleiðsla hófst hér á landi á fimmta áratugnum 1.000.000 Nói Siríus er stærsti framleiðandi páska- eggja hér á landi. Í ár eru framleidd nærri því milljón egg þar á bæ, að með- töldum litlu eggjunum í álpappírnum. Það jafngildir um þremur Nóa-eggjum á hvern landsmann. 1.350 grömm Stærsta páskaegg sem selt er í almennri sölu á Íslandi er Risaegg Nóa Siríus. Það er 1.350 grömm að þyngd. 10 fréttir Helgin 2.-5. apríl 2015 VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Í Adria 2015 línunni ættir þú að finna fullkomið hjólhýsi fyrir þig. Fallega hönnuð og margverðlaunuð hjólhýsi framleidd með gæði og nýjungar að leiðarljósi. Verð frá 2.995.000 Hvert ætlar þú í sumar? Opið um helgar frá klukkan 12 til 16 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Rómantík og ölduniður Lago Maggiore undirstrika fegurð Ítalíu og töfra Alpafjallanna þar sem dekrað verður við okkur í bænum Baveno. Boðið verður upp á margar stórfenglegar skoðunarferðir, m.a. til Domodossola í ítölsku Ölpunum og siglingu til eyjaperlunnar Isola Bella. Verð: 169.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir 1. - 6. júní Bella Ítalía Sumar 4

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.