Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 31

Fréttatíminn - 15.05.2015, Síða 31
Rauði þráðurinn í nýju mynd- inni er saga kvenna- framboð- anna komust 9 konur á þing það ár því hinir flokkarnir brugðust auðvitað við kvennaframboðinu með því að flagga sínum konum. Þannig að bara eftir fyrstu kosningarnar þá hækkaði tala kvenna á Alþingi um 200%.“ Saga sem er full af mótsögnum Halla Kristín hefur unnið með öðru að gerð myndarinnar í fimm ár og segir heimildaöflun hafa gengið nokkuð vel. „Ég fékk mikið af mynd- efninu frá safnadeild Sjónvarpsins en svo eru þessar konur nú flestar ennþá hér og þær eru bestu heim- ildirnar sjálfar. Svo hef ég líka getað nýtt mér Ljósmyndasafn Reykjavík- ur og hin ýmsu einkasöfn.“ „Mér finnst eftir að hafa sett allt þetta efni saman að þeim hafi vissu- lega tekist að hnika kerfinu, en um leið hafði kerfið auðvitað áhrif á þær. Þetta er saga sem er full af ákveðn- um mótsögnum, en það gerist vissu- lega eitthvað, þeim tókst ætlunar- verk sitt. Þær afhjúpa í raun kerfið en kannski ekki alveg með sama hætti og þær ætluðu sér í fyrstu. Ég held að þetta framtak hafi átt stóran þátt í því hvernig við hugsum um stjórnmál og lýðræði í dag. Þessar konur áttu þátt í því að breyta hug- myndum okkar um vald og vinnu- brögð í stjórnmálum og mér finnst mikilvægt að passa upp á heimild- irnar um það, þannig að saga mann- réttinda og þar með kvennahreyf- ingarinnar hverfi ekki.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Fegurðardrottningar úr Kvennalistanum fyrir utan borgarstjórnarskrifstofur Reykjavíkur árið 1985 Árið 1985 varð Hólmfríður Karlsdóttir alheimsfegurðardrottning. Davíð Oddsson var himinlifandi með sigurinn og tilkynnti það í borgarstjórn daginn eftir að ekki væri nú amalegt að sitja borgarstjórnarfundi ef allar konur litu út eins og Hófí. Kvenna- listakonur mættu uppáklæddar eins og fegurðardrottningar á næsta fund til að varpa ljósi á ummæli borgarstjóra. Halla Kristín Einars- dóttir, kvikmynda- gerðarmaður og kennari í hagnýtri menningarmiðlun við HÍ. Halla Kristín frumsýnir heim- ildamyndina „Hvað er svona merkilegt við það“ á Skjaldborg. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annarra kvenfrelsis- hræringa á Íslandi. DUBLIN flug f rá 9.999 kr. LYON flug f rá 14.999 kr. RÓM flug f rá 16.999 kr. AMSTERDAM flug f rá 12.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! TENERIFE flug f rá 19.999 kr. jún í 2015 jú l í - september 2015 jún í og september 2015 jún í - jú l í 2015 maí - jún í 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * * WOW, VERTU MEMM! kvennabarátta 31 Helgin 15.-17. maí 2015 Bertolli viðbit er framleitt úr hágæða ólífuolíu. Það er alltaf mjúkt og auðvelt að smyrja. Í Bertolli er mjúk fita og fitusýrur sem taldar eru heppilegri fyrir hjarta- og æðakerfi en hörð fita. BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins BERTOLLI Af matarborði Miðjarðarhafsins

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.